Eigandi B5 vill hafa hendur í hári brennuvarga Kolbeinn Tumi Daðason og Lovísa Arnardóttir skrifa 15. janúar 2024 11:07 Skjáskot úr myndbandinu sem Sverrir Einar birti á Facebook. Sverrir Einar Eiríksson, eigandi skemmtistaðarins B5 við Bankastræti og Nýju vínbúðarinnar, hefur heitið 100 þúsund krónum hverjum þeim sem getur komið með traustar ábendingar um hverjir voru að verki í Skipholti sunnudaginn 14. janúar og reyndu að kveikja í Brim hóteli Sverrir Einar birtir myndskeið á Facebook-síðu sinni úr öryggismyndavél þar sem sjá má tvo grímuklædda einstaklinga koma að húsinu við Skipholt 27, mölva þar rúðu og reyna að kveikja í húsnæðinu. Um er ræða Brim hótel sem Sverrir Einar rekur. Sverrir Einar hefur í kjölfarið ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu í rekstri sínum vegna skemmdarverka og hótana af hálfu „strákagengis“. Hann segir í yfirlýsingu til fréttastofu að hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lítið gerst í rannsókn þeirra. Þá staðfestir hann að hann hafi einnig leitað til lögreglu vegna árásar að heimili barna hans og á hann sjálfan fyrir um viku síðan. „Ég vil í raun ekki segja meira um þetta mál, en ég get staðfest þetta. Þetta hefur allt verið tilkynnt til lögreglu, en ekkert komið út úr því,“ segir Sverrir. Hann segir að ástæða þess að hann hafi leitað til lögreglunnar séu bæði skemmdarverk en einnig hótanir frá því sem hann kallar „strákagengi“ sem komst upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Hefur hætt viðskiptum við fyrirtækið „Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir í yfirlýsingu sinni. Hann segir að frá því að þetta gerðist hafi hann látið af viðskiptum við þetta tiltekna dyravarðafyrirtæki. Hann hafi vonast til þess að lögreglan myndi bregðast skjótt við til að tryggja öryggi gegn þeim sem hafi hótað og framið skemmdarverk en að „drengirnir virðist til alls vísir“. Rannsókn skilað litlu Þá segir Sverrir að skoðun lögreglu á málinu hafi engu skilað og gangi ekki neitt. „Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill,“ segir Sverrir Einar og að til að tryggja öryggi bæði hans og viðskiptavina sinna hafi hann ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu „og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Enginn handtekinn vegna málsins Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málin séu bæði til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann sagði ekki vitað hvort þau væru tengd og að hann enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing barst frá Sverri Einari þann 15.1.2024 klukkan 11:21. Fréttin var aftur uppfærð klukkan 12:11 eftir samtal við lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Sverrir Einar birtir myndskeið á Facebook-síðu sinni úr öryggismyndavél þar sem sjá má tvo grímuklædda einstaklinga koma að húsinu við Skipholt 27, mölva þar rúðu og reyna að kveikja í húsnæðinu. Um er ræða Brim hótel sem Sverrir Einar rekur. Sverrir Einar hefur í kjölfarið ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu í rekstri sínum vegna skemmdarverka og hótana af hálfu „strákagengis“. Hann segir í yfirlýsingu til fréttastofu að hann hafi leitað til lögreglu vegna málsins en lítið gerst í rannsókn þeirra. Þá staðfestir hann að hann hafi einnig leitað til lögreglu vegna árásar að heimili barna hans og á hann sjálfan fyrir um viku síðan. „Ég vil í raun ekki segja meira um þetta mál, en ég get staðfest þetta. Þetta hefur allt verið tilkynnt til lögreglu, en ekkert komið út úr því,“ segir Sverrir. Hann segir að ástæða þess að hann hafi leitað til lögreglunnar séu bæði skemmdarverk en einnig hótanir frá því sem hann kallar „strákagengi“ sem komst upp á kant við dyraverði hjá fyrirtæki sem leigir út dyravörslu til skemmtistaða fyrir um hálfum mánuði. Hefur hætt viðskiptum við fyrirtækið „Strákarnir eru ekki klárari en svo að þeir hafa beint reiði sinni að mér,“ segir Sverrir í yfirlýsingu sinni. Hann segir að frá því að þetta gerðist hafi hann látið af viðskiptum við þetta tiltekna dyravarðafyrirtæki. Hann hafi vonast til þess að lögreglan myndi bregðast skjótt við til að tryggja öryggi gegn þeim sem hafi hótað og framið skemmdarverk en að „drengirnir virðist til alls vísir“. Rannsókn skilað litlu Þá segir Sverrir að skoðun lögreglu á málinu hafi engu skilað og gangi ekki neitt. „Þess vegna ákvað ég að birta sjálfur þetta myndband í von um að hafa uppi á þessum pörupiltum. Á myndbandinu sést tilraun til íkveikju á hóteli sem ég rek sem gerð var núna á sunnudagsmorguninn. Þetta er að sjálfsögðu stóralvarlegur glæpur. Betur fór en á horfðist og skaði sem betur fer lítill,“ segir Sverrir Einar og að til að tryggja öryggi bæði hans og viðskiptavina sinna hafi hann ráðið öryggisfyrirtæki til að sinna gæslu „og finna þessa drengi til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.“ Enginn handtekinn vegna málsins Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að málin séu bæði til rannsóknar hjá lögreglunni. Hann sagði ekki vitað hvort þau væru tengd og að hann enginn hafi verið handtekinn eða yfirheyrður vegna málsins. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing barst frá Sverri Einari þann 15.1.2024 klukkan 11:21. Fréttin var aftur uppfærð klukkan 12:11 eftir samtal við lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Hótel á Íslandi Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira