Onana stóð ekki í markinu þegar Kamerún gerði jafntefli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2024 19:31 Franck Mario Magri jafnaði metin fyrir Kamerún. Ulrik Pedersen/Getty Images Þrátt fyrir að ná að mæta til leiks þá stóð André Onana, markvörður Manchester United, ekki í marki Kamerún þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Gíneu í fyrsta leik þjóðanna á Afríkumótinu í knattspyrnu. Mikið hafði verið látið með að Onana gæti spilað tvo leiki á rétt rúmum sólahring en í gærkvöld stóð hann vaktina í marki Man United þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham Hotspur. Það virtist sem planið væri að hann myndi spila leik Kamerún og Gíneu í kvöld en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir seinkun var Onana mættur þegar leikurinn fór fram, hann var hins vegar upp í stúku. Í hans stað var Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, í marki Kamerún. Hvort fjarvera Onana hafi verið ástæða þess að Kamerún tapaði stigum er óvitað en ljóst er að Kamerún var fyrir fram talið sterkara liðið. Það kom því á óvart þegar Mohamed Bayo, leikmaður Le Havre í Frakklandi, kom Gíenu yfir á 10. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en undirlok hans fékk Francois Kamano beint rautt spjald og Gínea manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýtti Franck Magri, leikmaður Toulouse í Frakklandi, sér þegar hann jafnaði metin fyrir Kamerún snemma í síðari hálfleik. FULL-TIME! It's a draw as Cameroon and Guinea share the points after an intense contest. #CMRGUI | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/s68qFvrctG— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 15, 2024 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri en þrátt fyrir að vera 70 prósent með boltann gekk Kamerún einkar illa að brjóta vörn Gíneu á bak aftur. Lokatölur 1-1 og þjóðirnar því í 2. og 3. sæti C-riðils með eitt stig á meðan Senegal er á toppnum eftir 3-0 sigur á Gambíu. Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira
Mikið hafði verið látið með að Onana gæti spilað tvo leiki á rétt rúmum sólahring en í gærkvöld stóð hann vaktina í marki Man United þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Tottenham Hotspur. Það virtist sem planið væri að hann myndi spila leik Kamerún og Gíneu í kvöld en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir seinkun var Onana mættur þegar leikurinn fór fram, hann var hins vegar upp í stúku. Í hans stað var Fabrice Ondoa, markvörður Nimes í Frakklandi, í marki Kamerún. Hvort fjarvera Onana hafi verið ástæða þess að Kamerún tapaði stigum er óvitað en ljóst er að Kamerún var fyrir fram talið sterkara liðið. Það kom því á óvart þegar Mohamed Bayo, leikmaður Le Havre í Frakklandi, kom Gíenu yfir á 10. mínútu. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiks en undirlok hans fékk Francois Kamano beint rautt spjald og Gínea manni færri það sem eftir lifði leiks. Það nýtti Franck Magri, leikmaður Toulouse í Frakklandi, sér þegar hann jafnaði metin fyrir Kamerún snemma í síðari hálfleik. FULL-TIME! It's a draw as Cameroon and Guinea share the points after an intense contest. #CMRGUI | #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/s68qFvrctG— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 15, 2024 Mörkin urðu hins vegar ekki fleiri en þrátt fyrir að vera 70 prósent með boltann gekk Kamerún einkar illa að brjóta vörn Gíneu á bak aftur. Lokatölur 1-1 og þjóðirnar því í 2. og 3. sæti C-riðils með eitt stig á meðan Senegal er á toppnum eftir 3-0 sigur á Gambíu.
Fótbolti Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Fleiri fréttir Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Sjá meira