Fjöldi banaslysa það sem af er ári ekki sést í áratugi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2024 21:30 Þórhildur Elínardóttir fór yfir slysatölur í kvöldfréttum Stöðvar 2. arnar halldórsson Fjöldi þeirra banaslysa sem orðið hafa í umferðinni á árinu hefur ekki sést frá því að skráning slysa hófst fyrir fimmtíu árum. Árið 2022 létust níu í umferðinni, þeir voru átta árið 2023 og fjöldinn sambærilegur árin á undan. Á þeim sautján dögum sem liðnir eru af árinu 2024 hafa fimm látist í umferðinni. Tveir á Grindavíkurvegi, tveir á slóðum Skaftafells og einn í Hvalfirði. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að sambærilegar tölur það sem af er ári hafi ekki sést áður. „Í okkar slysaskráningartölum þá sjáum við aftur til ársins 1973 og árið 1977 var afar slæmt og byrjaði mjög illa. Það var álíka en þetta er svona með því svartasta sem við höfum séð,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Árið 1977 hafi fimmta banaslysið orðið þann 18. janúar en árið er það mannskæðasta í umferðinni þegar 37 létust. Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur segir mikilvægt að almennum fræðsluverkefnum sem snúa að umferðaröryggi sé haldið á lofti. „Og svo að sjálfsögðu að bregðast við þeim áskorunum sem við höfum verið að gera á undanförnum árum sem hafa verið fjölbreyttar. Síðustu tíu árin eða svo hafa þau varðað allt frá símanotkun undir stýri, ferðafólki, rafmagnshlaupahjólum og annað.“ Markmið um fækkun slysa Auk þess sem viðhald vega skipti miklu máli. Íslendingar hafa sett sér markmið í umferðinni sem eru tvenns konar. „Þau eru annars vegar bundin við fimm prósenta fækkun á hverju ári á alvarlega slösuðum eða látnum í umferðinni.“ Og hins vegar að vera í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem eru með fæst banaslys í umferðinni miðað við höfðatölu. Þórhildur Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.arnar halldórsson Þórhildur segir fjölda slysa það sem af er ári sé sláandi. „Við vonum auðvitað að þetta sé ekki forsmekkurinn af því sem koma skal á þessu ári.“ Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Árið 2022 létust níu í umferðinni, þeir voru átta árið 2023 og fjöldinn sambærilegur árin á undan. Á þeim sautján dögum sem liðnir eru af árinu 2024 hafa fimm látist í umferðinni. Tveir á Grindavíkurvegi, tveir á slóðum Skaftafells og einn í Hvalfirði. Samskiptastjóri hjá Samgöngustofu segir að sambærilegar tölur það sem af er ári hafi ekki sést áður. „Í okkar slysaskráningartölum þá sjáum við aftur til ársins 1973 og árið 1977 var afar slæmt og byrjaði mjög illa. Það var álíka en þetta er svona með því svartasta sem við höfum séð,“ sagði Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Árið 1977 hafi fimmta banaslysið orðið þann 18. janúar en árið er það mannskæðasta í umferðinni þegar 37 létust. Samgöngustofa heldur utan um slysaskráningu og forvarnir. Þórhildur segir mikilvægt að almennum fræðsluverkefnum sem snúa að umferðaröryggi sé haldið á lofti. „Og svo að sjálfsögðu að bregðast við þeim áskorunum sem við höfum verið að gera á undanförnum árum sem hafa verið fjölbreyttar. Síðustu tíu árin eða svo hafa þau varðað allt frá símanotkun undir stýri, ferðafólki, rafmagnshlaupahjólum og annað.“ Markmið um fækkun slysa Auk þess sem viðhald vega skipti miklu máli. Íslendingar hafa sett sér markmið í umferðinni sem eru tvenns konar. „Þau eru annars vegar bundin við fimm prósenta fækkun á hverju ári á alvarlega slösuðum eða látnum í umferðinni.“ Og hins vegar að vera í hópi þeirra fimm Evrópuþjóða sem eru með fæst banaslys í umferðinni miðað við höfðatölu. Þórhildur Elínardóttir er samskiptastjóri Samgöngustofu.arnar halldórsson Þórhildur segir fjölda slysa það sem af er ári sé sláandi. „Við vonum auðvitað að þetta sé ekki forsmekkurinn af því sem koma skal á þessu ári.“
Umferðaröryggi Umferð Samgönguslys Samgöngur Tengdar fréttir Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21 Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48 Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Slysið við Hvalfjarðarveg var banaslys Einn lést í þriggja bíla árekstri við gatnamót Hvalfjarðarvegar og Hringvegar í gærmorgun. 17. janúar 2024 12:21
Tveir létust í slysinu Tveir erlendir ferðamenn létust í alvarlegu umferðarslysi sem varð laust fyrir klukkan tíu í morgun á Þjóðvegi 1 skammt vestan við afleggjarann að Skaftafelli. Tvær bifreiðar sem komu úr gagnstæðum áttum skullu saman, en mikil ísing var á vettvangi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. 12. janúar 2024 13:48
Tveir létust á Grindavíkurvegi Tveir létust í alvarlegu umferðarslysi sem átti sér stað á tólfta tímanum í dag á Grindavíkurvegi. Lögreglan á Suðurnesjum hefur tildrög slyssins til rannsóknar. 5. janúar 2024 16:02