Trúnaðarupplýsingar fjölda fólks undir í málinu Bjarki Sigurðsson skrifar 18. janúar 2024 11:29 Sigurður Örn Hilmarsson er formaður Lögmannafélags Íslands. Formaður Lögmannafélags Íslands segir hart hafa verið gengið fram þegar lögregla fékk leyfi til að skoða öll gögn í síma lögmanns. Ósk hans um að vera viðstaddur þinghald var hafnað. Hann kallar eftir lagabreytingum. Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fékk ekki að vera viðstaddur þinghald í máli þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að skoða rafræn gögn í farsíma lögfræðings. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur lögfræðingur Hildur Sólveig Pétursdóttir sem er lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur sem fékk nýlega tuttugu mánaða dóm í Noregi fyrir að nema börnin sín á brott. Málið varði heila stétt Þinghald málsins var lokað en Sigurður segist hafa viljað vera viðstaddur eingöngu til að fylgjast með málinu fyrir hönd Lögmannafélagsins. Málið varði lögmannastéttina alla. „Þarna er gengið hart fram og það sem ég óttast er að framgangurinn sé líka ómarkviss vegna þess að undir eru ekki eingöngu sakamálið sem lögreglan er að rannsaka hverju sinni, heldur trúnaðarupplýsingar um alla aðra skjólstæðinga lögmannsins. Með því að leita svona í síma lögmanns og þeim skýjaþjónum sem hann tengist, þar eru undir öll gögnin,“ segir Sigurður. Kallar eftir viðbrögðum Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi ekki fengið að vera viðstaddur málið enda sé meginreglan að annaðhvort geti allir mætt eða enginn. Hann kærði þó ákvörðunina en Landsréttur staðfesti hana. „Ég ítreka, þetta er ekki eingöngu gögn skjólstæðinga lögmannsins heldur allra gagnaðila og svo framvegis og svo framvegis. Þess vegna finnst mér rétt að það sé farið varlega að þessu. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem þessi staða kemur upp og þess vegna er það áríðandi að löggjafinn bregðist við þessu og í lögunum verði tekið sérstakt tillit til þessarar óvenjulegu stöðu,“ segir Sigurður. Lögmennska Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélags Íslands, fékk ekki að vera viðstaddur þinghald í máli þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að fá að skoða rafræn gögn í farsíma lögfræðings. Samkvæmt heimildum fréttastofu er umræddur lögfræðingur Hildur Sólveig Pétursdóttir sem er lögmaður Eddu Bjarkar Arnardóttur sem fékk nýlega tuttugu mánaða dóm í Noregi fyrir að nema börnin sín á brott. Málið varði heila stétt Þinghald málsins var lokað en Sigurður segist hafa viljað vera viðstaddur eingöngu til að fylgjast með málinu fyrir hönd Lögmannafélagsins. Málið varði lögmannastéttina alla. „Þarna er gengið hart fram og það sem ég óttast er að framgangurinn sé líka ómarkviss vegna þess að undir eru ekki eingöngu sakamálið sem lögreglan er að rannsaka hverju sinni, heldur trúnaðarupplýsingar um alla aðra skjólstæðinga lögmannsins. Með því að leita svona í síma lögmanns og þeim skýjaþjónum sem hann tengist, þar eru undir öll gögnin,“ segir Sigurður. Kallar eftir viðbrögðum Hann segir það ekki hafa komið sér á óvart að hann hafi ekki fengið að vera viðstaddur málið enda sé meginreglan að annaðhvort geti allir mætt eða enginn. Hann kærði þó ákvörðunina en Landsréttur staðfesti hana. „Ég ítreka, þetta er ekki eingöngu gögn skjólstæðinga lögmannsins heldur allra gagnaðila og svo framvegis og svo framvegis. Þess vegna finnst mér rétt að það sé farið varlega að þessu. Þetta er ekki í síðasta skiptið sem þessi staða kemur upp og þess vegna er það áríðandi að löggjafinn bregðist við þessu og í lögunum verði tekið sérstakt tillit til þessarar óvenjulegu stöðu,“ segir Sigurður.
Lögmennska Dómsmál Mál Eddu Bjarkar Tengdar fréttir Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45 Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37 Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Vill að íslensk stjórnvöld standi í lappirnar gagnvart þeim norsku Einn lögmanna Eddu Bjarkar Arnardóttur þrýstir nú á ríkissaksóknara koma henni heim til Íslands sem allra fyrst. Nú verði íslensk stjórnvöld að standa í lappirnar gagnvart þeim norsku. 12. janúar 2024 14:45
Aðgerð Eddu sögð þaulskipulögð með hjálp huldumanns í Noregi Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi, sem dæmdi Eddu Björk Arnardóttur í tuttugu mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag, segir að aðgerðin, þar sem synir hennar voru numdir á brott frá föður sínum í Noregi til Íslands, hafi verið þaulskipulögð, líkt og fagmenn hefðu verið að verki. 11. janúar 2024 20:37
Slógu heimilisfangið rangt inn og gerðu engar fleiri tilraunir Þingrétturinn í Þelamörk í Noregi veitti Eddu Björk Arnardóttur afslátt af refsingu vegna klúðurs norsku lögreglunnar að fresta aðalmeðferð í ágúst síðastliðnum á þeim grundvelli að Edda Björk ætlaði ekki að mæta. Viðurkennt var að lögreglan hefði slegið heimilsfang Eddu rangt inn og ekki leitað frekari leiða til að birta henni fyrirkall sem hún fyrir vikið svaraði aldrei. 11. janúar 2024 17:30