Neituðu að fara út í kuldann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 19. janúar 2024 13:18 Ragnar Erling Hermannsson hefur verið virkur í að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Vísir/Steingrímur Dúi Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn. Með setuverkfallinu mótmælti hópurinn því að þurfa að fara út í kuldann en gistiskýlinu er lokað klukkan tíu á morgnanna. Ragnar Erling Hermannsson er einn þeirra tíu sem sátu í anddyri skýlisins á Granda. „Við gerum þetta vegna þess að hérna eru miklar flensur og pestir ofan á morfínveikina og annað. Þegar menn þurfa að fara út úr húsi þá ná þeir ekki heilsu. Það er bara málið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Í færslu á Facebook segir Ragnar að hópnum hafi verið vísað út úr gistiskýlinu á Granda eftir nokkurra klukkutíma setu. Þar segist hann kominn í bann í gistiskýlinu eftir athæfið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi er formaður velferðarráðs borgarinnar.Aðsend Þjónusta í Samhjálp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að síðasta haust hafi ákvörðun verið tekin um að virkja neyðaropnun í desember, janúar og febrúar. „Og sömdum við Samhjálp sem rekur kaffistofuna um að hafa opið og bjóða upp á dægradvöl yfir daginn. Höfum líka lagt á það áherslu að ef einhver þarf stuðning eða aðstoð við að komast á staðinn þá sé þeim hjálpað á staðinn.“ Þar sé fjölbreyttari aðstoð þó úrræðið sé ekki ásættanlegt til lengri tíma. Ragnar segir aðstöðuna í Samhjálp ekki duga þegar menn séu með flensu. Vilja fjölga búsetukostum Heiða segir aðstöðuna í gistiskýlinu eingöngu til gistingar. Það sé ekki heimili eða aðstaða á daginn. Reykjavíkurborg leggi áherslu á að fjölga búsetukostum. „Þar sem þú færð eigið húsnæði til lengri tíma og getur litið á það sem þitt heimili. Það er auðvitað stærsta og mesta áherslan okkar sem tekin er í samráði við heimilislaust fólk,“ sagði Heiða. Borgin hafi prufað að hafa opið í gistiskýlum yfir daginn síðasta vetur sem hafi ekki komið nægilega vel út. Aðstaðan sé ekki fullnægjandi. „Til lengri tíma litið þá þurfum við að hafa eitthvað dagúrræði og virkniúrræði. Jafnvel væri frábært ef einhver væri til í að bjóða fólki vinnu jafnvel þó það eigi hvergi heima.“ Uppfært klukkan 14:43: Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæði segir ekki rétt hjá Ragnari að lögregla hafi vísað hópnum út, eins og haft var eftir Ragnari í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Unnar Már segir að lögreglan hafi mætt á svæðið en málið leyst á staðnum. Málefni heimilislausra Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Með setuverkfallinu mótmælti hópurinn því að þurfa að fara út í kuldann en gistiskýlinu er lokað klukkan tíu á morgnanna. Ragnar Erling Hermannsson er einn þeirra tíu sem sátu í anddyri skýlisins á Granda. „Við gerum þetta vegna þess að hérna eru miklar flensur og pestir ofan á morfínveikina og annað. Þegar menn þurfa að fara út úr húsi þá ná þeir ekki heilsu. Það er bara málið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. Í færslu á Facebook segir Ragnar að hópnum hafi verið vísað út úr gistiskýlinu á Granda eftir nokkurra klukkutíma setu. Þar segist hann kominn í bann í gistiskýlinu eftir athæfið. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi er formaður velferðarráðs borgarinnar.Aðsend Þjónusta í Samhjálp Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar segir að síðasta haust hafi ákvörðun verið tekin um að virkja neyðaropnun í desember, janúar og febrúar. „Og sömdum við Samhjálp sem rekur kaffistofuna um að hafa opið og bjóða upp á dægradvöl yfir daginn. Höfum líka lagt á það áherslu að ef einhver þarf stuðning eða aðstoð við að komast á staðinn þá sé þeim hjálpað á staðinn.“ Þar sé fjölbreyttari aðstoð þó úrræðið sé ekki ásættanlegt til lengri tíma. Ragnar segir aðstöðuna í Samhjálp ekki duga þegar menn séu með flensu. Vilja fjölga búsetukostum Heiða segir aðstöðuna í gistiskýlinu eingöngu til gistingar. Það sé ekki heimili eða aðstaða á daginn. Reykjavíkurborg leggi áherslu á að fjölga búsetukostum. „Þar sem þú færð eigið húsnæði til lengri tíma og getur litið á það sem þitt heimili. Það er auðvitað stærsta og mesta áherslan okkar sem tekin er í samráði við heimilislaust fólk,“ sagði Heiða. Borgin hafi prufað að hafa opið í gistiskýlum yfir daginn síðasta vetur sem hafi ekki komið nægilega vel út. Aðstaðan sé ekki fullnægjandi. „Til lengri tíma litið þá þurfum við að hafa eitthvað dagúrræði og virkniúrræði. Jafnvel væri frábært ef einhver væri til í að bjóða fólki vinnu jafnvel þó það eigi hvergi heima.“ Uppfært klukkan 14:43: Unnar Már Ástþórsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæði segir ekki rétt hjá Ragnari að lögregla hafi vísað hópnum út, eins og haft var eftir Ragnari í upphaflegri útgáfu fréttarinnar. Unnar Már segir að lögreglan hafi mætt á svæðið en málið leyst á staðnum.
Málefni heimilislausra Reykjavík Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira