Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Samúel Karl Ólason skrifar 19. janúar 2024 14:22 Svona lítur yfirborðið yfir MFF út. Talið er að þarna undir megi finna mikið magn af ís. ESA/DLR/FU Berlin Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. Þetta kemur fram í grein sem birt var á vef Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) í gær. Greinin byggir á nýjum rannsóknum sem ætlað var að svara rúmlega fimmtán ára gamalli spurningu. Árið 2007 greindu tæki geimfarsins Mars Express að undir yfirborðinu við miðbaug Mars mætti finna eitthvað efni, sem næði á allt að 2,5 kílómetra dýpi. Þessi efnasamstæða var á ensku kölluð Medusae Fossae Formation eða MFF og reyndist ómögulegt að segja hvaða efni væri þarna undir yfirborðinu. Miðað við gögn frá ratsjá Mars Express er talið að íslögin séu undir þykku lagi af ryki.CReSIS/KU/Smithsonian Institution Talið var mögulegt að þarna væri mikið af ryki, ösku eða annars konar jarðlög. Nú telja vísindamenn ESA sig hafa fundið svör og er talið að þarna sé um ís að ræða. Þá er talið að íslagið sé mun þykkara en áður hefur verið talið og nái niður á allt að 3,7 kílómetra dýpi. Svarið fannst einnig með Mars Express en ratsjá geimfarsins skilaði merkjum sem líkjast mjög merkjum af þykkum lögum af ís og þá hafa sambærileg merki einnig greinst undir yfirborðinu á pólum Mars, þar sem vitað er að finna má töluvert magn af ís. Þá verða lögin ekki þykkri eftir því sem dýpra nær og þykir það renna stoðum undir kenningar um að þarna sé ís, þar sem jarðlög yrðu þykkri undir eigin þyngd. Hér á þessu hæðarkoti má sjá hvar á Mars MFF er staðsett.ESA Mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir Mars virðist nú skraufaþurr reikistjarna en þar má finna fjölmörg ummerki fljótandi vatns á árum áður. Má þar nefna forna árfarvegi, sjávar- og vatnsbotna og dali sem greinilega hafa mótast af fljótandi vatni. Þá hefur ís fundist á pólum Mars og víðar undir yfirborðinu. Colin Wilson, yfirmaður vísindastarfs Mars Express og ExoMars Trace Gas Orbiter segir að verði staðfest að um ís sé að ræða í MFF gæti það breytt skilningi manna á sögu Mars. Þá yrði svæðið sérstaklega spennandi vettvangur fyrir frekari vísindastörf, hvort sem það yrði með þjörkum eða seinna meir ef og þegar menn verða sendir til Mars. Ís yrði þar að auki sérstaklega mikilvægur fyrir mannaðar geimferðir til mars þar sem hægt yrði að nota hann til að drekka vatn og til að búa til eldsneyti á Mars. Lenda þarf mönnuðum geimskipum, þegar þar að kemur, við miðbaug Mars og því er mikilvægt að finna þar vatn. Ólíklegt er hins vegar að hægt verði að nálgast ísinn, sé um ís að ræða, á næstu áratugum, þar sem hann situr á hundruð metra dýpi undir ryki. Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem birt var á vef Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) í gær. Greinin byggir á nýjum rannsóknum sem ætlað var að svara rúmlega fimmtán ára gamalli spurningu. Árið 2007 greindu tæki geimfarsins Mars Express að undir yfirborðinu við miðbaug Mars mætti finna eitthvað efni, sem næði á allt að 2,5 kílómetra dýpi. Þessi efnasamstæða var á ensku kölluð Medusae Fossae Formation eða MFF og reyndist ómögulegt að segja hvaða efni væri þarna undir yfirborðinu. Miðað við gögn frá ratsjá Mars Express er talið að íslögin séu undir þykku lagi af ryki.CReSIS/KU/Smithsonian Institution Talið var mögulegt að þarna væri mikið af ryki, ösku eða annars konar jarðlög. Nú telja vísindamenn ESA sig hafa fundið svör og er talið að þarna sé um ís að ræða. Þá er talið að íslagið sé mun þykkara en áður hefur verið talið og nái niður á allt að 3,7 kílómetra dýpi. Svarið fannst einnig með Mars Express en ratsjá geimfarsins skilaði merkjum sem líkjast mjög merkjum af þykkum lögum af ís og þá hafa sambærileg merki einnig greinst undir yfirborðinu á pólum Mars, þar sem vitað er að finna má töluvert magn af ís. Þá verða lögin ekki þykkri eftir því sem dýpra nær og þykir það renna stoðum undir kenningar um að þarna sé ís, þar sem jarðlög yrðu þykkri undir eigin þyngd. Hér á þessu hæðarkoti má sjá hvar á Mars MFF er staðsett.ESA Mikilvægt fyrir mannaðar geimferðir Mars virðist nú skraufaþurr reikistjarna en þar má finna fjölmörg ummerki fljótandi vatns á árum áður. Má þar nefna forna árfarvegi, sjávar- og vatnsbotna og dali sem greinilega hafa mótast af fljótandi vatni. Þá hefur ís fundist á pólum Mars og víðar undir yfirborðinu. Colin Wilson, yfirmaður vísindastarfs Mars Express og ExoMars Trace Gas Orbiter segir að verði staðfest að um ís sé að ræða í MFF gæti það breytt skilningi manna á sögu Mars. Þá yrði svæðið sérstaklega spennandi vettvangur fyrir frekari vísindastörf, hvort sem það yrði með þjörkum eða seinna meir ef og þegar menn verða sendir til Mars. Ís yrði þar að auki sérstaklega mikilvægur fyrir mannaðar geimferðir til mars þar sem hægt yrði að nota hann til að drekka vatn og til að búa til eldsneyti á Mars. Lenda þarf mönnuðum geimskipum, þegar þar að kemur, við miðbaug Mars og því er mikilvægt að finna þar vatn. Ólíklegt er hins vegar að hægt verði að nálgast ísinn, sé um ís að ræða, á næstu áratugum, þar sem hann situr á hundruð metra dýpi undir ryki.
Geimurinn Mars Vísindi Tengdar fréttir Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48 Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Ekkert mannað geimskot til tunglsins á þessu ári Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) tilkynntu í gær að næsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar verði frestað til næsta árs. Artemis 2 átti að eiga sér stað á þessu ári en þá átti að senda þrjá geimfara á sporbraut um tunglið. 10. janúar 2024 09:48
Geimárið 2023: Vísindastörf í geimnum ná nýjum hæðum Eins og undanfarin ár hefur margt átt sér stað í geimnum og í geimvísindum á jörðinni. Geimskotum hefur farið hratt fjölgandi á undanförnum árum og mun þeim fjölga áfram. 19. desember 2023 08:00