Saga á sigurgöngu í Ljósleiðaradeildinni Snorri Már Vagnsson skrifar 20. janúar 2024 20:37 Leikmenn sögu (F.v.): Tight, Zolo og ADHD. Zolo var með 25 fellur í leiknum. Saga mættu Young Prodigies í Ljósleiðaradeildinni í Counter-Strike í kvöld. Leikurinn fór fram á Ancient. Saga voru í hörkutoppslag fyrir leik, þeir voru jafnir Ármanni á stigum fyrir kvöldið og þurftu því innilega á sigri að halda. Saga hófu leikinn betur en Young Prodigies, en fyrstu fjórar loturnar fóru til Sögu, 4-0. Young Prodigies komu sér á kortið og unnu fimmtu lotu. Sigurvíman var þó skammvinn þar sem Saga héldu áfram að hrifsa til sín lotur, þrátt fyrir að reynast ólíklegir á tímum. Saga unnu fjórar lotur að nýju áður en Young Prodigies sigruðu lotu, staðan þá orðin 8-2. Síðustu tvær lotur hálfleiksins fóru jafnt til liðanna og Saga fóru því með þægilegt forskot inn í hálfleik. Staðan í hálfleik: Saga 9-3 Young Prodigies Young Prodigies unnu skammbyssulotu seinni hálfleiks eftir að ná að aftengja sprengjuna naumlega. Tvær lotur rötuðu til viðbótar til Young Prodigies áður en Saga fundu annan sigur, staðan þá 10-6. Sigurlotur young Prodigies og Saga fundu sigur eftir að stýra leiknum vel að mestu leiti. Lokatölur: Saga 13-6 Young Prodigies Saga halda í við Ármann í 3-4 sæti en bæði eru liðin nú með 18 stig eftir sigur Ármanns fyrr í kvöld. Young Prodigies elta enn lestina í miðjuslagnum með 14 stig og eru í sjöunda sæti. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti
Saga voru í hörkutoppslag fyrir leik, þeir voru jafnir Ármanni á stigum fyrir kvöldið og þurftu því innilega á sigri að halda. Saga hófu leikinn betur en Young Prodigies, en fyrstu fjórar loturnar fóru til Sögu, 4-0. Young Prodigies komu sér á kortið og unnu fimmtu lotu. Sigurvíman var þó skammvinn þar sem Saga héldu áfram að hrifsa til sín lotur, þrátt fyrir að reynast ólíklegir á tímum. Saga unnu fjórar lotur að nýju áður en Young Prodigies sigruðu lotu, staðan þá orðin 8-2. Síðustu tvær lotur hálfleiksins fóru jafnt til liðanna og Saga fóru því með þægilegt forskot inn í hálfleik. Staðan í hálfleik: Saga 9-3 Young Prodigies Young Prodigies unnu skammbyssulotu seinni hálfleiks eftir að ná að aftengja sprengjuna naumlega. Tvær lotur rötuðu til viðbótar til Young Prodigies áður en Saga fundu annan sigur, staðan þá 10-6. Sigurlotur young Prodigies og Saga fundu sigur eftir að stýra leiknum vel að mestu leiti. Lokatölur: Saga 13-6 Young Prodigies Saga halda í við Ármann í 3-4 sæti en bæði eru liðin nú með 18 stig eftir sigur Ármanns fyrr í kvöld. Young Prodigies elta enn lestina í miðjuslagnum með 14 stig og eru í sjöunda sæti.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti