Fór í Val til að vinna titla: „Æfa á atvinnumannatíma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2024 09:01 Jónatan Ingi Jónsson er spenntur fyrir komandi sumri hjá Val. Vísir/Arnar Jónatan Ingi Jónsson er kominn heim úr atvinnumennsku og samdi við Valsmenn. Hann er uppalinn hjá FH og spilaði fjögur tímabil með meistaraflokki FH áður en hann fór út í atvinnumennsku eftir 2021 tímabilið. Jónatan Ingi spilaði með norska félaginu Sogndal undanfarin tvö tímabil en félagið keypti hann frá FH í marsmánuði 2022. Hann hafði áður farið ungur út til hollenska félagsins AZ Alkmaar en lék bara með unglingaliðum félagsins og kom síðan aftur heim til FH. Jónatan stóð sig vel hjá Sogndal og kom að 37 mörkum í 60 leikjum í norsku b-deildinni (16 mörk og 21 stoðsending). Nú er þessi 24 ára gamli leikmaður mættur á ný í Bestu deild karla í fótbolta en af hverju valdi hann Val? „Þetta er mjög sterkt lið sem var að berjast á toppnum í fyrra. Þeir lentu þá í öðru sæti og stefna nú á titilinn. Þeir eru í Evrópukeppni og þetta er mjög spennandi lið og spennandi tímabil,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Það skiptir hann miklu máli að vinna titla. Hann segist hafa farið í Val til að vinna titla. „Á þessum tímapunkti á ferlinum hef ég ekki unnið neitt enn þá. Ég hef tapað einum bikarúrslitaleik en ég vil fara að berjast um titla og Valur er með sterkt lið og markmið þeirra eru skýr,“ sagði Jónatan en hann gat verið áfram úti. „Það voru möguleikar í efstu deild í Noregi og Svíþjóð meðal annars. Ég tók þá ákvörðun að mér fannst það ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti allavega. Þá langaði mig að koma heim því mig langaði ekki að vera áfram í Sogndal,“ sagði Jónatan. Hann segir samt að dvölin í Sogndal hafi samt verið skemmtileg. „Það var mjög gaman og mér gekk mjög vel. Sogndal var búið að fá tilboð síðustu ár en hafði alltaf neitað. Það var líka áhugi í janúar en mér fannst ekki rétt að fara núna, bæði út af fjölskylduaðstæðum og svoleiðis. Þetta var samt frábær reynsla,“ sagði Jónatan. Valsmenn æfa í hádeginu en hann á lítið barn og á von á öðru barni. Er þetta hlutir sem skiptir máli? „Já algjörlega. Allt í kringum klúbbinn. Þeir æfa á atvinnumannatíma og þetta er bara vinnan hjá mönnum. Það er mjög spennandi,“ sagði Jónatan. Kom ekki til greina að ganga aftur til liðs við FH þar sem hann er uppalinn og lék síðast? „Auðvitað hugsaði ég þetta alveg en að þessu sinni taldi ég þetta vera besta möguleikann fyrir mig,“ sagði Jónatan. Það má sjá allt viðtali' hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Jónatan Ingi spilaði með norska félaginu Sogndal undanfarin tvö tímabil en félagið keypti hann frá FH í marsmánuði 2022. Hann hafði áður farið ungur út til hollenska félagsins AZ Alkmaar en lék bara með unglingaliðum félagsins og kom síðan aftur heim til FH. Jónatan stóð sig vel hjá Sogndal og kom að 37 mörkum í 60 leikjum í norsku b-deildinni (16 mörk og 21 stoðsending). Nú er þessi 24 ára gamli leikmaður mættur á ný í Bestu deild karla í fótbolta en af hverju valdi hann Val? „Þetta er mjög sterkt lið sem var að berjast á toppnum í fyrra. Þeir lentu þá í öðru sæti og stefna nú á titilinn. Þeir eru í Evrópukeppni og þetta er mjög spennandi lið og spennandi tímabil,“ sagði Jónatan Ingi Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. Það skiptir hann miklu máli að vinna titla. Hann segist hafa farið í Val til að vinna titla. „Á þessum tímapunkti á ferlinum hef ég ekki unnið neitt enn þá. Ég hef tapað einum bikarúrslitaleik en ég vil fara að berjast um titla og Valur er með sterkt lið og markmið þeirra eru skýr,“ sagði Jónatan en hann gat verið áfram úti. „Það voru möguleikar í efstu deild í Noregi og Svíþjóð meðal annars. Ég tók þá ákvörðun að mér fannst það ekki nógu spennandi á þessum tímapunkti allavega. Þá langaði mig að koma heim því mig langaði ekki að vera áfram í Sogndal,“ sagði Jónatan. Hann segir samt að dvölin í Sogndal hafi samt verið skemmtileg. „Það var mjög gaman og mér gekk mjög vel. Sogndal var búið að fá tilboð síðustu ár en hafði alltaf neitað. Það var líka áhugi í janúar en mér fannst ekki rétt að fara núna, bæði út af fjölskylduaðstæðum og svoleiðis. Þetta var samt frábær reynsla,“ sagði Jónatan. Valsmenn æfa í hádeginu en hann á lítið barn og á von á öðru barni. Er þetta hlutir sem skiptir máli? „Já algjörlega. Allt í kringum klúbbinn. Þeir æfa á atvinnumannatíma og þetta er bara vinnan hjá mönnum. Það er mjög spennandi,“ sagði Jónatan. Kom ekki til greina að ganga aftur til liðs við FH þar sem hann er uppalinn og lék síðast? „Auðvitað hugsaði ég þetta alveg en að þessu sinni taldi ég þetta vera besta möguleikann fyrir mig,“ sagði Jónatan. Það má sjá allt viðtali' hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Mest lesið Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Íslenski boltinn Sparkaði í brjóstin á mótherja sínum Fótbolti Reiðir yfir að fá ekki heita sturtu og kvarta yfir Arsenal Fótbolti Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Enski boltinn Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Dyche snýr aftur í enska boltann Enski boltinn „Oft séð svona í sjónvarpi“ og verður sjálfur á stóra skjánum Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Uppgjörið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira