Segist ekki vanhæf vegna „harla óvenjulegs“ tölvupósts Ómars Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2024 16:35 Ómar R. Valdimarsson við dómsupphvaðningu í Bankastræti Club-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Sigríður Hjaltested, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, þarf ekki víkja úr sæti úr dómsmáli líkt og Ómar R. Valdimarsson lögmaður krafðist. Hann vildi að Sigríður tæki mögulegt vanhæfi sitt til skoðunar vegna fyrri samskipta þeirra á milli, sem tengjast sakamáli sem hefur verið kennt við skemmtistaðinn Bankastræti Club. Sigríður úrskurðaði að hún myndi ekki víkja og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Dómsmálið sem um ræðir varðar umferðalagabrot, en úrskurður Landsréttar fjallar um þau að mjög litlu leyti. Úrskurðurinn hverfist um ágreining sem tengist dómsmáli vegna hnífstunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember 2022. Sakborningarnir í málinu voru 25 talsins, en rétt rúmu ári eftir árásina, í nóvember á síðasta ári, var dómur felldur í málinu. Þar hlaut Alexander Máni Björnsson þyngstan dóm, sex ára fangelsi. Ómar var verjandi hans, en Sigríður dæmdi í málinu. Alexander var gert að greiða tvo þriðju málsvarnarlauna Ómars sem hljóðuðu upp á tæplega átta milljónir króna. Svo virðist sem Ómar hafi viljað hærri upphæð. Hann lagði fyrir tímaskýrslu, sem samkvæmt dómi héraðsdóms innihélt ekki nákvæma sundurliðun á vinnustundum hans, en Ómar taldi til 594 klukkustunda vinnu við málið eða sem samsvarar 74 átta klukkustundalöngum vinnudögum. Alexander skrifaði undir skýrsluna en dómurinn sagði að hún hefði enga þýðingu og áætlaði málsvarnarlaunin að hluta. Ómar fékk því lægri upphæð en hann krafðist. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms, sem varðaði hvort Sigríður myndi víkja í umferðarlagabrotsmálinu, segir að í kjölfar dómsuppsögunnar í Bankastrætismálinu hafi Ómar sent Sigríði tölvupóst. Hún sagðist ekki hafa svarað póstinum þar sem henni þótti hann „harla óvenjulegur“, en í honum hafi Ómar gagnrýnt ákvörðun Sigríðar varðandi málsvarnarlaunin. Sigríður áframsendi póstinn á Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, dómstjóra við Héraðsdóms Reykjavíkur. Ingibjörg sendi úrskurðarnefnd lögmanna erindi vegna tölvupóstsins. Vegna þessa vildi Ómar að Sigríður myndi skoða hæfi sitt í umferðarlagabrotsmálinu þar sem hann er verjandi. Í úrskurði Sigríðar um eigið hæfi er tekið fram að dómari hafi ýmis völd í málsmeðferð. Beiti dómari þessum völdum sínum hafi það ekki þótt valda vanhæfi dómara gagnvart lögmanni síðar meir. Þá bendir hún á að Ómar hafi haft frumkvæði að tölvpóstsamskiptunum. Jafnframt eigi hún ekki aðild að erindinu sem hafi verið sent til úrskurðarnefndar lögmanna. „Í erindinu er ekkert sem endurspeglar persónulega óvild dómarans í garð verjandans og er því raunar ekki haldið fram að hún sé til staðar,“ segir í úrskurði Sigríðar, en líkt og áður segir úrskurðaði hún sjálf að hún ætti ekki að víkja. Landsréttur staðfesti úrskurðinn og vísaði alfarið til forsenda héraðsdóms. Dómsmál Dómstólar Lögmennska Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sigríður úrskurðaði að hún myndi ekki víkja og Landsréttur hefur staðfest þá niðurstöðu. Dómsmálið sem um ræðir varðar umferðalagabrot, en úrskurður Landsréttar fjallar um þau að mjög litlu leyti. Úrskurðurinn hverfist um ágreining sem tengist dómsmáli vegna hnífstunguárásar á skemmtistaðnum Bankastræti Club í nóvember 2022. Sakborningarnir í málinu voru 25 talsins, en rétt rúmu ári eftir árásina, í nóvember á síðasta ári, var dómur felldur í málinu. Þar hlaut Alexander Máni Björnsson þyngstan dóm, sex ára fangelsi. Ómar var verjandi hans, en Sigríður dæmdi í málinu. Alexander var gert að greiða tvo þriðju málsvarnarlauna Ómars sem hljóðuðu upp á tæplega átta milljónir króna. Svo virðist sem Ómar hafi viljað hærri upphæð. Hann lagði fyrir tímaskýrslu, sem samkvæmt dómi héraðsdóms innihélt ekki nákvæma sundurliðun á vinnustundum hans, en Ómar taldi til 594 klukkustunda vinnu við málið eða sem samsvarar 74 átta klukkustundalöngum vinnudögum. Alexander skrifaði undir skýrsluna en dómurinn sagði að hún hefði enga þýðingu og áætlaði málsvarnarlaunin að hluta. Ómar fékk því lægri upphæð en hann krafðist. Samkvæmt úrskurði héraðsdóms, sem varðaði hvort Sigríður myndi víkja í umferðarlagabrotsmálinu, segir að í kjölfar dómsuppsögunnar í Bankastrætismálinu hafi Ómar sent Sigríði tölvupóst. Hún sagðist ekki hafa svarað póstinum þar sem henni þótti hann „harla óvenjulegur“, en í honum hafi Ómar gagnrýnt ákvörðun Sigríðar varðandi málsvarnarlaunin. Sigríður áframsendi póstinn á Ingibjörgu Þorsteinsdóttur, dómstjóra við Héraðsdóms Reykjavíkur. Ingibjörg sendi úrskurðarnefnd lögmanna erindi vegna tölvupóstsins. Vegna þessa vildi Ómar að Sigríður myndi skoða hæfi sitt í umferðarlagabrotsmálinu þar sem hann er verjandi. Í úrskurði Sigríðar um eigið hæfi er tekið fram að dómari hafi ýmis völd í málsmeðferð. Beiti dómari þessum völdum sínum hafi það ekki þótt valda vanhæfi dómara gagnvart lögmanni síðar meir. Þá bendir hún á að Ómar hafi haft frumkvæði að tölvpóstsamskiptunum. Jafnframt eigi hún ekki aðild að erindinu sem hafi verið sent til úrskurðarnefndar lögmanna. „Í erindinu er ekkert sem endurspeglar persónulega óvild dómarans í garð verjandans og er því raunar ekki haldið fram að hún sé til staðar,“ segir í úrskurði Sigríðar, en líkt og áður segir úrskurðaði hún sjálf að hún ætti ekki að víkja. Landsréttur staðfesti úrskurðinn og vísaði alfarið til forsenda héraðsdóms.
Dómsmál Dómstólar Lögmennska Hnífstunguárás á Bankastræti Club Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira