Finnur fjölskyldu sína loksins eftir áttatíu ár Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 08:46 Fræg ljósmynd frá Varsjá tekin í maí 1943 þegar gyðingum var gert að yfirgefa gettóið í borginni. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Barnungur drengur sem fannst yfirgefinn í gettói í Varsjá árið 1943 hefur fundið fjölskyldu sína á ný, nú háaldraður maður. Endurfundurinn varð fyrir tilstilli erfðarannsóknar sem leiddi í ljós að hann ætti fjölskyldu í Bandaríkjunum. The Guardian fjallar um málið. Drengurinn slapp úr helförinni einungis tveggja ára gamall, en hann var meðal annars falinn í poka. Ekkert var vitað um hann, ekki einu sinni hvert nafn hans væri. Á eftirstríðsárunum flutti hann til Ísrael og þar, átta ára gamall, fékk hann nafnið sem hann ber enn þann dag í dag, Shamlom Korey. Í dag er Korey 83 ára gamall og á þrjú börn og átta barnabörn. Allt stefnir í að í sumar muni hann hitta aðra blóðfjölskyldumeðlimi sína í fyrsta skipti. „Ég vissi ekkert. Ef það væri ekki fyrir DNA-rannsóknina þá væri ekkert haldbært,“ er haft eftir Korey í The Guardian. Ann Meddin Hellman, 77 ára gömul frænka hans sem er búsett í Suður Karólínuríki Bandaríkjanna, gekkst undir erfðarannsókn sem Jagiellonian-háskólinn í Kraká í Póllandi hefur leitt. Og rannsóknin leiddi þennan skyldleika í ljós. Afi Hellmann flutti til Bandaríkjanna árið 1893 og bjargaði þar með sínum hluta fjölskyldunnar frá helförinni. Erfðarannsóknin telur ljóst að Korey sé barnabarn bróður afa hennar. „Þegar við fengum myndina af honum senda hugsuðum bæði ég og maðurinn minn að þetta hlyti að vera bróðir minn. Við höfðum haldið að þessi hluti fjölskyldunnar hefði verið algjörlega þurrkaður út í helförinni.“ Í gær, 27 janúar, voru 79 ár frá því að starfsemi útrýmingarbúðanna í Auschwitz-Birkenau hætti eftir frelsun rauða hersins árið 1945. Dagurinn er jafnframt alþjóðlegur minningardagur um helförina. Seinni heimsstyrjöldin Pólland Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
The Guardian fjallar um málið. Drengurinn slapp úr helförinni einungis tveggja ára gamall, en hann var meðal annars falinn í poka. Ekkert var vitað um hann, ekki einu sinni hvert nafn hans væri. Á eftirstríðsárunum flutti hann til Ísrael og þar, átta ára gamall, fékk hann nafnið sem hann ber enn þann dag í dag, Shamlom Korey. Í dag er Korey 83 ára gamall og á þrjú börn og átta barnabörn. Allt stefnir í að í sumar muni hann hitta aðra blóðfjölskyldumeðlimi sína í fyrsta skipti. „Ég vissi ekkert. Ef það væri ekki fyrir DNA-rannsóknina þá væri ekkert haldbært,“ er haft eftir Korey í The Guardian. Ann Meddin Hellman, 77 ára gömul frænka hans sem er búsett í Suður Karólínuríki Bandaríkjanna, gekkst undir erfðarannsókn sem Jagiellonian-háskólinn í Kraká í Póllandi hefur leitt. Og rannsóknin leiddi þennan skyldleika í ljós. Afi Hellmann flutti til Bandaríkjanna árið 1893 og bjargaði þar með sínum hluta fjölskyldunnar frá helförinni. Erfðarannsóknin telur ljóst að Korey sé barnabarn bróður afa hennar. „Þegar við fengum myndina af honum senda hugsuðum bæði ég og maðurinn minn að þetta hlyti að vera bróðir minn. Við höfðum haldið að þessi hluti fjölskyldunnar hefði verið algjörlega þurrkaður út í helförinni.“ Í gær, 27 janúar, voru 79 ár frá því að starfsemi útrýmingarbúðanna í Auschwitz-Birkenau hætti eftir frelsun rauða hersins árið 1945. Dagurinn er jafnframt alþjóðlegur minningardagur um helförina.
Seinni heimsstyrjöldin Pólland Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira