Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Atli Ísleifsson skrifar 30. janúar 2024 07:28 Ísland fær 72 stig í mælingunni nú, það er fyrir árið 2023, en fékk 74 í mælingunni 2022. Vísir/Vilhelm Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. Mælingin byggir á rannsóknum sérfræðinga og upplifun viðskiptaforkólfa í hverju landi fyrir sig um umfang spillingar innan opinbera geirans. Danmörk skipar sem fyrr efsta sæti listans, það er spilling mælist minnst þar. Ísland fær 72 stig í mælingunni nú, það er fyrir árið 2023, en fékk 74 í mælingunni 2022. Í tilkynningu frá TI á Íslandi segir að Ísland sé í hópi 23 landa sem fái sögulega slæma einkunn í ár. Þeirra á meðal séu einnig Holland, Svíþjóð og Bretland ásamt Íran, Rússlandi, Tadsíkistan og Venesúela. Alls hafi 28 lönd bætt mælingu sína á milli ára en 34 hafa fallið. 118 lönd standa í stað. Danmörk skipar fyrsta sætið sjötta árið í röð yfir þau ríki þar sem spilling mælist minnst. Danmörk hlaut líkt og árið 2022, 90 stig í mælingunni í ár, en gefin eru stig frá 0 upp í 100 stig. Sómalía skipar 180. og neðsta sæti listans, hlaut 11 stig, en þar fyrir ofan eru Venesúela, Sýrland og Suður-Súdan. Spilling mælist mest í ríkjum sem merkt eru með vínrauðu en minnst í ríkjum sem eru merkt ljósgul.Transparancy International Efstu sæti listans (þar sem spilling mælist minnst): 1. Danmörk, 90 stig 2. Finnland, 87 stig 3. Nýja-Sjáland, 85 stig 4. Noregur, 84 stig 5. Singapúr, 83 stig 6.-7. Svíþjóð og Sviss, 82 stig 8. Holland, 79 stig 9.-10. Þýskaland og Lúxemborg, 78 stig 11. Írland, 77 stig 12.-13. Kanada og Eistland, 76 stig 14.-15. Ástralía og Hong Kong, 75 stig 16.-18. Belgía, Japan og Úrúgvæ, 73 stig 19. Ísland, 72 stig 20.-23. Austurríki, Frakkland, Seychelleyjar, Bretland, 71 stig. Stjórnsýsla Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Mælingin byggir á rannsóknum sérfræðinga og upplifun viðskiptaforkólfa í hverju landi fyrir sig um umfang spillingar innan opinbera geirans. Danmörk skipar sem fyrr efsta sæti listans, það er spilling mælist minnst þar. Ísland fær 72 stig í mælingunni nú, það er fyrir árið 2023, en fékk 74 í mælingunni 2022. Í tilkynningu frá TI á Íslandi segir að Ísland sé í hópi 23 landa sem fái sögulega slæma einkunn í ár. Þeirra á meðal séu einnig Holland, Svíþjóð og Bretland ásamt Íran, Rússlandi, Tadsíkistan og Venesúela. Alls hafi 28 lönd bætt mælingu sína á milli ára en 34 hafa fallið. 118 lönd standa í stað. Danmörk skipar fyrsta sætið sjötta árið í röð yfir þau ríki þar sem spilling mælist minnst. Danmörk hlaut líkt og árið 2022, 90 stig í mælingunni í ár, en gefin eru stig frá 0 upp í 100 stig. Sómalía skipar 180. og neðsta sæti listans, hlaut 11 stig, en þar fyrir ofan eru Venesúela, Sýrland og Suður-Súdan. Spilling mælist mest í ríkjum sem merkt eru með vínrauðu en minnst í ríkjum sem eru merkt ljósgul.Transparancy International Efstu sæti listans (þar sem spilling mælist minnst): 1. Danmörk, 90 stig 2. Finnland, 87 stig 3. Nýja-Sjáland, 85 stig 4. Noregur, 84 stig 5. Singapúr, 83 stig 6.-7. Svíþjóð og Sviss, 82 stig 8. Holland, 79 stig 9.-10. Þýskaland og Lúxemborg, 78 stig 11. Írland, 77 stig 12.-13. Kanada og Eistland, 76 stig 14.-15. Ástralía og Hong Kong, 75 stig 16.-18. Belgía, Japan og Úrúgvæ, 73 stig 19. Ísland, 72 stig 20.-23. Austurríki, Frakkland, Seychelleyjar, Bretland, 71 stig.
Stjórnsýsla Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira