Malí og Suður-Afríka tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. janúar 2024 22:54 Evidence Makgopa skoraði fyrra mark Suður-Afríku í kvöld. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images Malí og Suður-Afríka tryggðu sér í kvöld sæi í átta liða úrslitum Afríkukeppninnar í fótbolta. Suður-Afríka lagði Marokkó 2-0 og Malí vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Marokkómenn byrjuðu betur gegn Suður-Afríku og Abde Ezzalzouli hélt að hann hefði komið liðinu yfir á 33. mínútu, en markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Evidence Makgopa kom Suður-Afríkumönnum svo yfir með marki á 57. mínútu. Marokkó fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar um fimm mínútu voru til leiksloka er liðið fékk vítaspyrnu. Achraf Hakimi fór á punktinn en setti boltann í slána og Suður-Afríka því enn með forystuna fyrir lokamínútur leiksins. Sofian Amrabat bætti svo gráu ofan á svart fyrir Marokkó þegar hann nældi sér í beint rautt spjald á annarri mínútu uppbótartíma. Suður-Afríkumennirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Teboho Mokoena tryggði liðinu 2-0 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma. Suður-Afríka er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Grænhöfðaeyjum. #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/yuZ6ogEYNh— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 29, 2024 Þá tryggði Malí sér einnig sæti í átta liða úrslitum í kvöld er liðið vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Liðið komst yfir strax á þriðju mínútu þegar Edmond Tapsoba varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Lassine Sinayoko tvöfaldaði forystu Malí snemma í síðari hálfleik. Bertrand Traore, leikmaður Aston Villa, minnkaði muninn fyrir Búrkína Fasó á 57. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en þrátt fyrir góð færi tókst liðinu ekki að jafna og niðurstaðan varð 2-1 sigur Malí. Malí fylgir þar með Suður-Afríku í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Fílabeinsströndinni. Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Marokkómenn byrjuðu betur gegn Suður-Afríku og Abde Ezzalzouli hélt að hann hefði komið liðinu yfir á 33. mínútu, en markið dæmt af vegna rangstöðu og staðan því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks. Evidence Makgopa kom Suður-Afríkumönnum svo yfir með marki á 57. mínútu. Marokkó fékk gullið tækifæri til að jafna metin þegar um fimm mínútu voru til leiksloka er liðið fékk vítaspyrnu. Achraf Hakimi fór á punktinn en setti boltann í slána og Suður-Afríka því enn með forystuna fyrir lokamínútur leiksins. Sofian Amrabat bætti svo gráu ofan á svart fyrir Marokkó þegar hann nældi sér í beint rautt spjald á annarri mínútu uppbótartíma. Suður-Afríkumennirnir voru ekki lengi að nýta sér liðsmuninn og Teboho Mokoena tryggði liðinu 2-0 sigur á fimmtu mínútu uppbótartíma. Suður-Afríka er því á leið í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Grænhöfðaeyjum. #TotalEnergiesAFCON2023 pic.twitter.com/yuZ6ogEYNh— Total Energies AFCON (@TotalAFCON2023) January 29, 2024 Þá tryggði Malí sér einnig sæti í átta liða úrslitum í kvöld er liðið vann 2-1 sigur gegn Búrkína Fasó. Liðið komst yfir strax á þriðju mínútu þegar Edmond Tapsoba varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net áður en Lassine Sinayoko tvöfaldaði forystu Malí snemma í síðari hálfleik. Bertrand Traore, leikmaður Aston Villa, minnkaði muninn fyrir Búrkína Fasó á 57. mínútu með marki úr vítaspyrnu, en þrátt fyrir góð færi tókst liðinu ekki að jafna og niðurstaðan varð 2-1 sigur Malí. Malí fylgir þar með Suður-Afríku í átta liða úrslit þar sem liðið mætir Fílabeinsströndinni.
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira