„Líður eins og mig sé að dreyma“ Smári Jökull Jónsson skrifar 31. janúar 2024 23:01 Conor Bradley fagnaði marki sínu í kvöld af mikilli innlifun. Vísir/Getty Hinn tvítugi Conor Bradley átti frábæran leik fyrir Liverpool gegn Chelsea í kvöld. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið og lagði upp tvö mörk fyrir félaga sína þar að auki. „Ég er ótrúlega stoltur og þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi. Mér líður eins og mig sé að dreyma. Ég er mjög ánægður,“ sagði Bradley í viðtali eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld en Liverpool fór með 4-1 sigur af hólmi. Markið sem hann skoraði kom eftir sendingu frá Luis Diaz en Bradley var skyndilega einn á auðum sjó og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. IT'S CONOR BRADLEY'S WORLD AND WE'RE ALL JUST LIVING IN IT pic.twitter.com/IbCikEZZ4o— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 31, 2024 „Ég trúði þessu ekki og svo endaði hann neðst í horninu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Þetta var frábært,“ en Bradley fékk tækifærið í stöðu hægri bakvarðar eftir að stórstjarnan Trent Alexander-Arnold meiddist. „Auðvitað var leiðinlegt að Trent hafi meiðst. Þetta gerist í fótbolta og ég þurfti að nýta tækifærið. Í síðustu leikjum finnst mér ég hafa gert vel og ég þarf bara að halda áfram á þessari braut.“ „Vonandi meiðast ekki fleiri“ Dominik Szoboszlai var með Bradley í viðtalinu. Ungverjinn skoraði eftir sendingu frá Bradley og var ánægður með liðsfélaga sinn eftir leik. „Mark og tvær stoðsendingar. Hann gæti ekki beðið um betri dag. Við erum ánægðir að hafa hann og við höldum áfram,“ sagði Szoboszlai og þakkaði Bradley síðan fyrir stoðsendinguna. „Ég þurfti ekki að gera það mikið því hann lenti eiginlega bara á höfðinu á mér. Þetta er fyrsta skallamarkið mitt og vonandi verða þau fleiri.“ Dominik Szoboszlai with a Liverpool third, and it's Conor Bradley once again with the assist!The right-back sends a pinpoint cross into the box, and Szoboszlai meets it!#LIVCHE pic.twitter.com/rM69foQtiH— Premier League (@premierleague) January 31, 2024 Szoboszlai var þó ekki alveg tilbúinn að færa Bradley bakvarðastöðuna endanlega enda Alexander-Arnold einn af mikilvægustu mönnum Liverpool. „Við þurfum alla. Það er mikið af leikjum og Trent var óheppinn að meiðast. Við þurfum hann og vonandi meiðast ekki fleiri.“ Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
„Ég er ótrúlega stoltur og þetta er eitthvað sem mig hefur dreymt um lengi. Mér líður eins og mig sé að dreyma. Ég er mjög ánægður,“ sagði Bradley í viðtali eftir leikinn gegn Chelsea í kvöld en Liverpool fór með 4-1 sigur af hólmi. Markið sem hann skoraði kom eftir sendingu frá Luis Diaz en Bradley var skyndilega einn á auðum sjó og skoraði með góðu skoti í fjærhornið. IT'S CONOR BRADLEY'S WORLD AND WE'RE ALL JUST LIVING IN IT pic.twitter.com/IbCikEZZ4o— The Redmen TV (@TheRedmenTV) January 31, 2024 „Ég trúði þessu ekki og svo endaði hann neðst í horninu. Ég vissi ekki hvað ég átti að gera. Þetta var frábært,“ en Bradley fékk tækifærið í stöðu hægri bakvarðar eftir að stórstjarnan Trent Alexander-Arnold meiddist. „Auðvitað var leiðinlegt að Trent hafi meiðst. Þetta gerist í fótbolta og ég þurfti að nýta tækifærið. Í síðustu leikjum finnst mér ég hafa gert vel og ég þarf bara að halda áfram á þessari braut.“ „Vonandi meiðast ekki fleiri“ Dominik Szoboszlai var með Bradley í viðtalinu. Ungverjinn skoraði eftir sendingu frá Bradley og var ánægður með liðsfélaga sinn eftir leik. „Mark og tvær stoðsendingar. Hann gæti ekki beðið um betri dag. Við erum ánægðir að hafa hann og við höldum áfram,“ sagði Szoboszlai og þakkaði Bradley síðan fyrir stoðsendinguna. „Ég þurfti ekki að gera það mikið því hann lenti eiginlega bara á höfðinu á mér. Þetta er fyrsta skallamarkið mitt og vonandi verða þau fleiri.“ Dominik Szoboszlai with a Liverpool third, and it's Conor Bradley once again with the assist!The right-back sends a pinpoint cross into the box, and Szoboszlai meets it!#LIVCHE pic.twitter.com/rM69foQtiH— Premier League (@premierleague) January 31, 2024 Szoboszlai var þó ekki alveg tilbúinn að færa Bradley bakvarðastöðuna endanlega enda Alexander-Arnold einn af mikilvægustu mönnum Liverpool. „Við þurfum alla. Það er mikið af leikjum og Trent var óheppinn að meiðast. Við þurfum hann og vonandi meiðast ekki fleiri.“
Enski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira