Sá sem talað var um í klefa Man. Utd: „Eins og að mig sé að dreyma“ Sindri Sverrisson skrifar 2. febrúar 2024 07:31 Kobbie Mainoo var vel fagnað eftir að hann skoraði glæsilegt sigurmark Manchester United í gærkvöld. Getty/James Gill Rasmus Höjlund segir það hafa verið mál manna í búningsklefa Manchester United síðasta sumar að í hópnum væri einstakt hæfileikabúnt, Kobbie Mainoo. Sá síðarnefndi átti í gær kvöld sem var draumi líkast. Mainoo tryggði United ótrúlegan 4-3 sigur gegn Wolves á útivelli í gærkvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir nokkra yfirburði United í leiknum tókst Wolves að jafna metin með tveimur mörkum seint í leiknum, og það seinna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Þó reyndist enn tími fyrir Mainoo til að skora afar laglegt sigurmark. Mainoo hafði áður skorað í bikarsigri á Newport County á sunnudaginn en þetta var fyrsta deildarmark þessa 18 ára miðjumanns fyrir United, sem hefur spilað átta deildarleiki í vetur. „Draumur að rætast“ „Þetta er draumur að rætast. Það er svo erfitt að koma hingað, þeim hefur vegnað vel á heimavelli, en við urðum að vinna. Ég er ekki enn búinn að jafna mig. Það er eins og að mig sé að dreyma, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Mainoo við TNT Sports eftir sigurinn. „Það að byrja að spila í úrvalsdeildinni, fyrir félagið mitt, er stórkostlegt. Núna reyni ég bara að ná fleiri svona leikjum í röð, vinna fleiri leiki og koma okkur á almennilegt skrið,“ sagði Mainoo. Rasmus Hojlund reveals: "All the lads were speaking about Kobbie Mainoo in the summer when I first joined"."All of them in the dressing room were always saying that he's a generational talent". pic.twitter.com/B7a1cDGzgJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sagði öllum hafa verið ljóst hve mikið byggi í Mainoo. „Það voru allir strákarnir að tala um Kobbie Mainoo síðasta sumar, þegar ég kom hingað fyrst. Allir í búningsklefanum voru að tala um að hann væri hæfileikabúnt næstu kynslóðar,“ sagði Höjlund. Fyrirliðinn Bruno Fernandes hrósaði miðjumanninum: „Hann er mjög hæfileikaríkur. Ég hef sagt það áður, þegar hann spilaði með U18-liðinu fyrir 2-3 árum þá sagði ég vini mínum sem vildi sjá leiki liðsins frá Kobbie. Án þess þó að vita að hann yrði alveg þessi leikmaður.“ Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira
Mainoo tryggði United ótrúlegan 4-3 sigur gegn Wolves á útivelli í gærkvöld, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir nokkra yfirburði United í leiknum tókst Wolves að jafna metin með tveimur mörkum seint í leiknum, og það seinna kom á fimmtu mínútu uppbótartíma. Þó reyndist enn tími fyrir Mainoo til að skora afar laglegt sigurmark. Mainoo hafði áður skorað í bikarsigri á Newport County á sunnudaginn en þetta var fyrsta deildarmark þessa 18 ára miðjumanns fyrir United, sem hefur spilað átta deildarleiki í vetur. „Draumur að rætast“ „Þetta er draumur að rætast. Það er svo erfitt að koma hingað, þeim hefur vegnað vel á heimavelli, en við urðum að vinna. Ég er ekki enn búinn að jafna mig. Það er eins og að mig sé að dreyma, ef ég á að segja eins og er,“ sagði Mainoo við TNT Sports eftir sigurinn. „Það að byrja að spila í úrvalsdeildinni, fyrir félagið mitt, er stórkostlegt. Núna reyni ég bara að ná fleiri svona leikjum í röð, vinna fleiri leiki og koma okkur á almennilegt skrið,“ sagði Mainoo. Rasmus Hojlund reveals: "All the lads were speaking about Kobbie Mainoo in the summer when I first joined"."All of them in the dressing room were always saying that he's a generational talent". pic.twitter.com/B7a1cDGzgJ— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 2, 2024 Danski framherjinn Rasmus Höjlund sagði öllum hafa verið ljóst hve mikið byggi í Mainoo. „Það voru allir strákarnir að tala um Kobbie Mainoo síðasta sumar, þegar ég kom hingað fyrst. Allir í búningsklefanum voru að tala um að hann væri hæfileikabúnt næstu kynslóðar,“ sagði Höjlund. Fyrirliðinn Bruno Fernandes hrósaði miðjumanninum: „Hann er mjög hæfileikaríkur. Ég hef sagt það áður, þegar hann spilaði með U18-liðinu fyrir 2-3 árum þá sagði ég vini mínum sem vildi sjá leiki liðsins frá Kobbie. Án þess þó að vita að hann yrði alveg þessi leikmaður.“
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Enski boltinn Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Fleiri fréttir Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Nott. Forest - Arsenal | Tekst Forest að stela frá þeim ríku? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Sjá meira