Cunha með þrennu á Stamford Bridge 4. febrúar 2024 13:30 Matheus Cunha skorar hér sitt þriðja mark. Vísir/Getty Matheus Cunha gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á Stamford Bridge gegn lánlausu liði Chelsea sem tapaði 4-1 annan leikinn í röð. Leikurinn byrjaði vel fyrir Chelsea þegar Cole Palmer fékk boltann á 19. mínútu og kláraði færri sitt framhjá Jose Sá. Gamanið var þó ekki lengi hjá Chelsea þar sem aðeins tveimur mínútum síðar var Matheus Cunha búinn að jafna metin eftir flotta skyndisókn frá Wolves en skot hans fór í varnarmann og í netið. Staðan orðin 1-1. Pedro Neto var alltaf að ógna vörn Chelsea með hraða sínum og gerði hann að einnig á 43. mínútu þegar hann fékk boltann hægra megin og fór upp að endalínunni áður en hann gaf boltann inn á teig, beint á Rayan Ait-Nouri sem kom á ferðinni, skaut boltanum að marki sem fór í varnarmann og ó netið. Staðan 1-2 og þannig var staðan í hálfleik. Leikmenn Wolves mættu enn þá grimmari til leiks í seinni hálfleikinn og þriðja mark þeirra var skammt undan. Aftur var það Pedro Neto sem fékk boltann hægra megin og nýtti hraða sinn og styrk aftur, áður en hann hann fann Cunha inn á teignum sem gerði engin mistök og skaut boltanum í netið. Staðan orðin 1-3 stuðningsmenn Chelsea byrjaðir að baula. Gestirnir fengu fleiri og fleiri skyndisóknir eftir því sem leið á leikinn og fengu eina slíka á 82. mínútu sem endaði með því að Malo Gusto braut á Cunha inn á teig og dæmd var vítaspyrna. Cunha steig sjálfur á punktinn og fullkomnaði þrennu sína. Staðan orðin 1-4 og stuðningsmenn Chelsea farnir að yfirgefa völlinn. Thiago Silva náði aðeins að laga stöðuna fyrir Chelsea áður en flautað var til leiksloka með skallamarki eftir hornspyrnu og voru lokatölur því 2-4 á Stamford Bridge. Eftir leikinn er Chelsea í 11. sæti deildarinnar með 31 stig á meðan Wolves er sæti ofar með 32 stig. Það voru tveir aðrir leikir sem fóru fram á sama tíma. Manchester United vann West Ham 3-0 á heimavelli á meðan Bournemouth og Nottinghma Forrest skildi jöfn 1-1 en Justin Kloivert skoraði mark Bournemouth en Callum Hudson-Odoi skoraði marki gestanna. Enski boltinn
Matheus Cunha gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu á Stamford Bridge gegn lánlausu liði Chelsea sem tapaði 4-1 annan leikinn í röð. Leikurinn byrjaði vel fyrir Chelsea þegar Cole Palmer fékk boltann á 19. mínútu og kláraði færri sitt framhjá Jose Sá. Gamanið var þó ekki lengi hjá Chelsea þar sem aðeins tveimur mínútum síðar var Matheus Cunha búinn að jafna metin eftir flotta skyndisókn frá Wolves en skot hans fór í varnarmann og í netið. Staðan orðin 1-1. Pedro Neto var alltaf að ógna vörn Chelsea með hraða sínum og gerði hann að einnig á 43. mínútu þegar hann fékk boltann hægra megin og fór upp að endalínunni áður en hann gaf boltann inn á teig, beint á Rayan Ait-Nouri sem kom á ferðinni, skaut boltanum að marki sem fór í varnarmann og ó netið. Staðan 1-2 og þannig var staðan í hálfleik. Leikmenn Wolves mættu enn þá grimmari til leiks í seinni hálfleikinn og þriðja mark þeirra var skammt undan. Aftur var það Pedro Neto sem fékk boltann hægra megin og nýtti hraða sinn og styrk aftur, áður en hann hann fann Cunha inn á teignum sem gerði engin mistök og skaut boltanum í netið. Staðan orðin 1-3 stuðningsmenn Chelsea byrjaðir að baula. Gestirnir fengu fleiri og fleiri skyndisóknir eftir því sem leið á leikinn og fengu eina slíka á 82. mínútu sem endaði með því að Malo Gusto braut á Cunha inn á teig og dæmd var vítaspyrna. Cunha steig sjálfur á punktinn og fullkomnaði þrennu sína. Staðan orðin 1-4 og stuðningsmenn Chelsea farnir að yfirgefa völlinn. Thiago Silva náði aðeins að laga stöðuna fyrir Chelsea áður en flautað var til leiksloka með skallamarki eftir hornspyrnu og voru lokatölur því 2-4 á Stamford Bridge. Eftir leikinn er Chelsea í 11. sæti deildarinnar með 31 stig á meðan Wolves er sæti ofar með 32 stig. Það voru tveir aðrir leikir sem fóru fram á sama tíma. Manchester United vann West Ham 3-0 á heimavelli á meðan Bournemouth og Nottinghma Forrest skildi jöfn 1-1 en Justin Kloivert skoraði mark Bournemouth en Callum Hudson-Odoi skoraði marki gestanna.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti