Spilað á borðspil á Hvolsvelli alla helgina Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. febrúar 2024 13:30 Hilmar Kári Hallbjörnsson hjá borðspil.is, sem stendur fyrir hátíðinni um helgina á Hvolsvelli. Sjálfur á hann 903 borðspil. Aðsend Mikil stemming er á Hvolsvelli um helgina þegar borðspil eru annars vegar því þar er hópur fólks komin saman til að spila allskonar borðspil og njóta samverunnar við hvert annað. Borðspilahátíðin, sem fer fram á Hótel Hvolsvelli hófst í gær og stendur fram á morgundaginn. Fimmtíu þyrstir spilaeinstaklingar eru á staðnum og spila stanslaust frá morgni til kvölds allskonar spil. Hilmar Kári Hallbjörnsson hjá borðspil.is stendur fyrir hátíðinni. „Þetta er bara hugmynd, sem við fengum fyrir þremur árum síðan, ákváðum að láta vaða þá í miðju Covid og þetta er þriðja árið í röð, sem við höldum hátíðina,” segir Hilmar Kári. Og hvers konar spil er verið að spila? „Þetta eru mikið til hobbí spil og þetta eru mikið til spil í þyngri kantinum en samt er verið að spila allt frá „Catan og Ticket” og upp úr.” Íslendingar hafa mjög gaman af því að spila borðspil og njóta um leið félagsskaparsins við hvert annað.Aðsend Hilmar segir mikinn áhuga á borðspilum á Íslandi og að hann fari vaxandi með hverju ári en félagsskapurinn skipti þar höfuðmáli, að spila með skemmtilegu fólki, sé ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Þetta er alveg rosalega stór og mikill heimur, miklu stærri en fólk gerir sér í raun og veru fyrir. Það eru gefin út á milli þrjú og fjögur þúsund spill á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegur heimur og eins og ég segi, ég byrjaði og datt inn í þetta hobbí árið 2018 og átti þá þrjú spil og var svona að prófa að dýfa stóru tánni ofan í þetta og núna á ég 903 spil,” segir Hilmar Kári um leið og hann hvetur áhugasama að reka inn nefið á Hótel Hvolsvöll um helgina og sjá þátttakendur spila á borðspilahátíð helgarinnar. Mikil og góð stemming er á Hvolsvelli þar sem um 50 þátttakendur hátíðarinnar skemmta sér við að spila allskonar borðspil.Aðsend Borðspil Rangárþing eystra Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira
Borðspilahátíðin, sem fer fram á Hótel Hvolsvelli hófst í gær og stendur fram á morgundaginn. Fimmtíu þyrstir spilaeinstaklingar eru á staðnum og spila stanslaust frá morgni til kvölds allskonar spil. Hilmar Kári Hallbjörnsson hjá borðspil.is stendur fyrir hátíðinni. „Þetta er bara hugmynd, sem við fengum fyrir þremur árum síðan, ákváðum að láta vaða þá í miðju Covid og þetta er þriðja árið í röð, sem við höldum hátíðina,” segir Hilmar Kári. Og hvers konar spil er verið að spila? „Þetta eru mikið til hobbí spil og þetta eru mikið til spil í þyngri kantinum en samt er verið að spila allt frá „Catan og Ticket” og upp úr.” Íslendingar hafa mjög gaman af því að spila borðspil og njóta um leið félagsskaparsins við hvert annað.Aðsend Hilmar segir mikinn áhuga á borðspilum á Íslandi og að hann fari vaxandi með hverju ári en félagsskapurinn skipti þar höfuðmáli, að spila með skemmtilegu fólki, sé ótrúlega skemmtilegt og gefandi. „Þetta er alveg rosalega stór og mikill heimur, miklu stærri en fólk gerir sér í raun og veru fyrir. Það eru gefin út á milli þrjú og fjögur þúsund spill á hverju ári. Þetta er alveg ótrúlegur heimur og eins og ég segi, ég byrjaði og datt inn í þetta hobbí árið 2018 og átti þá þrjú spil og var svona að prófa að dýfa stóru tánni ofan í þetta og núna á ég 903 spil,” segir Hilmar Kári um leið og hann hvetur áhugasama að reka inn nefið á Hótel Hvolsvöll um helgina og sjá þátttakendur spila á borðspilahátíð helgarinnar. Mikil og góð stemming er á Hvolsvelli þar sem um 50 þátttakendur hátíðarinnar skemmta sér við að spila allskonar borðspil.Aðsend
Borðspil Rangárþing eystra Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Fleiri fréttir Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Sjá meira