Gengið of nærri björgunarsveitum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. febrúar 2024 11:50 Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, starfaði lengi sem stjórnandi Íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og var fulltrúi Íslands við stórslysastofnun Sameinuðu þjóðanna. vísir/egill Gengið hefur verið of nærri björgunarsveitum og efla þarf aðra viðbragðsaðila í almannavarnakerfinu, að mati þingmanns Pírata. Sérstök umræða um almannavarnir og áfallaþol Íslands fer fram á Alþingi í dag. Umræðan er að beiðni Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata og forsætisráðherra verður til andsvara. Gísli Rafn hefur víðtæka reynslu af málefninu en hann var meðal ananrs stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf. Með áfallaþoli er átt við það hvernig samfélag getur tekist á við áföll sem dynja yfir, hvort sem horft er til forvarna, viðbragðsáætlana eða viðbragðs. Hætta á að fólk brenni út Gísli bendir á að viðbragðsgeta Íslendinga sé byggð á tiltölulega fámennum hóp og að hratt hafi verið gengið á hann á síðustu árum. „Og þegar við erum með áföll sem eiga sér stað yfir miklu lengri tíma en við höfum átt að venjast göngum við einfaldlega mjög hratt inn á allt þetta viðbragð. Við eigum á hættu að fólk hreinlega brenni út, bæði þeir sem eru að vinna við þetta og að þeir sem eru að vinna sem sjálfboðaliðar hætti að geta tekið þátt þar sem þeir eru búnir að ganga of langt á velvild atvinnurekenda og fjölskyldunnar,“ segir Gísli. Teikn virðast á lofti um nákvæmlega þetta en á föstudag sendu almannavarnir frá sér tilkynningu þar sem sagði að í fyrsta sinn í sögunni valdi langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Þá vísaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum til svipaðra ástæðana þegar Grindavíkurbær var opnaður yfir hátíðirnar og sagði erfitt að manna vaktir. „Það er því miður þannig að þegar eldgosin voru við Fagradalsfjall að þá vorum við allt of dugleg við að ganga á björgunarsveitir í stað þess að ráða landverði strax til þess að sinna fólki. Það voru aðallega ferðamnen sem voru að fara þarna upp og niður og skoða eldgosið og það þurfti kannski ekki að ganga svona svakalega nærri björgunarsveitarmönnum sem voru nýttir í það allt saman.“ Efla þurfi viðbragðsaðila sem vinni við almannavarnir, þar á meðal lögreglu, sjúkralið og landhelgisgæslu til þess að mæta áföllum sem fjölgi líklega á næstu árum miðað við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. „Ég vona að við opnum upp umræðu sem eykur áfallaþol okkar til lengri tíma þar sem við finnum öll að við þurfum að leggja áherslu á þetta á þessum erfiðu tímum,“ segir Gísli. Almannavarnir Alþingi Píratar Lögreglan Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira
Umræðan er að beiðni Gísla Rafns Ólafssonar þingmanns Pírata og forsætisráðherra verður til andsvara. Gísli Rafn hefur víðtæka reynslu af málefninu en hann var meðal ananrs stjórnandi íslensku alþjóðabjörgunarsveitarinnar og sat í nefnd utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna um alþjóðlegt hjálparstarf. Með áfallaþoli er átt við það hvernig samfélag getur tekist á við áföll sem dynja yfir, hvort sem horft er til forvarna, viðbragðsáætlana eða viðbragðs. Hætta á að fólk brenni út Gísli bendir á að viðbragðsgeta Íslendinga sé byggð á tiltölulega fámennum hóp og að hratt hafi verið gengið á hann á síðustu árum. „Og þegar við erum með áföll sem eiga sér stað yfir miklu lengri tíma en við höfum átt að venjast göngum við einfaldlega mjög hratt inn á allt þetta viðbragð. Við eigum á hættu að fólk hreinlega brenni út, bæði þeir sem eru að vinna við þetta og að þeir sem eru að vinna sem sjálfboðaliðar hætti að geta tekið þátt þar sem þeir eru búnir að ganga of langt á velvild atvinnurekenda og fjölskyldunnar,“ segir Gísli. Teikn virðast á lofti um nákvæmlega þetta en á föstudag sendu almannavarnir frá sér tilkynningu þar sem sagði að í fyrsta sinn í sögunni valdi langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki sé unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Þá vísaði lögreglustjórinn á Suðurnesjum til svipaðra ástæðana þegar Grindavíkurbær var opnaður yfir hátíðirnar og sagði erfitt að manna vaktir. „Það er því miður þannig að þegar eldgosin voru við Fagradalsfjall að þá vorum við allt of dugleg við að ganga á björgunarsveitir í stað þess að ráða landverði strax til þess að sinna fólki. Það voru aðallega ferðamnen sem voru að fara þarna upp og niður og skoða eldgosið og það þurfti kannski ekki að ganga svona svakalega nærri björgunarsveitarmönnum sem voru nýttir í það allt saman.“ Efla þurfi viðbragðsaðila sem vinni við almannavarnir, þar á meðal lögreglu, sjúkralið og landhelgisgæslu til þess að mæta áföllum sem fjölgi líklega á næstu árum miðað við eldsumbrotin á Reykjanesskaga. „Ég vona að við opnum upp umræðu sem eykur áfallaþol okkar til lengri tíma þar sem við finnum öll að við þurfum að leggja áherslu á þetta á þessum erfiðu tímum,“ segir Gísli.
Almannavarnir Alþingi Píratar Lögreglan Landhelgisgæslan Björgunarsveitir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut hörðum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Sjá meira