Taplaus í heilt ár og raðar inn titlum Sindri Sverrisson skrifar 6. febrúar 2024 15:30 Ber er hver að baki nema sér Rodri eigi, gæti Phil Foden verið að hugsa. Getty/Chris Brunskill Spænski miðjumaðurinn Rodri gat fagnað merkum áfanga um leið og hann fagnaði 3-1 sigri Manchester City gegn Brentford í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöld. Eins og stundum áður var það einhver af liðsfélögum Rodri sem stal senunni í leiknum og í þetta sinn var það Phil Foden sem skoraði þrennu. Rodri, sem margir telja besta varnarsinnaða miðjumann heims í dag, stóð hins vegar einnig vel fyrir sínu eins og nánast alltaf. Núna hefur Rodri spilað fóbolta með City í heilt ár án þess að tapa einum einasta leik. Hann kom sem sagt ekkert við sögu í þeim fimm leikjum sem City hefur tapað á þessum tíma. Þess ber þó að geta að til að þessi tapleysisstaðreynd gangi upp þá er leikurinn við Arsenal um Samfélagsskjöldinn flokkaður sem jafntefli, en Arsenal vann svo í vítaspyrnukeppni. The last game Rodri lost with Man City was on February 5, 2023.42 wins, 10 draws and five trophies later, he completes a full year undefeated pic.twitter.com/FmXm8pGP1n— B/R Football (@brfootball) February 5, 2024 Á þessum tíma hefur Rodri þó fagnað hverjum titlinum á fætur öðrum. Hann vann Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða með City-liðinu. Mark frá Rodri tryggði City Evrópumeistaratitilinn sem félagið hafði þráð svo lengi. Síðasta sumar vann hann sömuleiðis Þjóðadeild UEFA með spænska landsliðinu. Eina tap Rodri með spænska landsliðinu síðastliðna tólf mánuði var 2-0 tap gegn Skotum í undankeppni EM, þar sem Scott McTominay skoraði bæði mörkin. Rodri, sem er 27 ára gamall, kom til City frá Atlético Madrid sumarið 2019 en City nýtti þá klásúlu í samningi hans við Atlético sem gerði hann falan fyrir 62,8 milljónir punda, sem þá var metfé í sögu City. Hann skrifaði þá undir samning til fimm ára við félagið en núgildandi samningur hans er til sumarsins 2027. Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Eins og stundum áður var það einhver af liðsfélögum Rodri sem stal senunni í leiknum og í þetta sinn var það Phil Foden sem skoraði þrennu. Rodri, sem margir telja besta varnarsinnaða miðjumann heims í dag, stóð hins vegar einnig vel fyrir sínu eins og nánast alltaf. Núna hefur Rodri spilað fóbolta með City í heilt ár án þess að tapa einum einasta leik. Hann kom sem sagt ekkert við sögu í þeim fimm leikjum sem City hefur tapað á þessum tíma. Þess ber þó að geta að til að þessi tapleysisstaðreynd gangi upp þá er leikurinn við Arsenal um Samfélagsskjöldinn flokkaður sem jafntefli, en Arsenal vann svo í vítaspyrnukeppni. The last game Rodri lost with Man City was on February 5, 2023.42 wins, 10 draws and five trophies later, he completes a full year undefeated pic.twitter.com/FmXm8pGP1n— B/R Football (@brfootball) February 5, 2024 Á þessum tíma hefur Rodri þó fagnað hverjum titlinum á fætur öðrum. Hann vann Meistaradeild Evrópu, ensku úrvalsdeildina, enska bikarinn, ofurbikar UEFA og HM félagsliða með City-liðinu. Mark frá Rodri tryggði City Evrópumeistaratitilinn sem félagið hafði þráð svo lengi. Síðasta sumar vann hann sömuleiðis Þjóðadeild UEFA með spænska landsliðinu. Eina tap Rodri með spænska landsliðinu síðastliðna tólf mánuði var 2-0 tap gegn Skotum í undankeppni EM, þar sem Scott McTominay skoraði bæði mörkin. Rodri, sem er 27 ára gamall, kom til City frá Atlético Madrid sumarið 2019 en City nýtti þá klásúlu í samningi hans við Atlético sem gerði hann falan fyrir 62,8 milljónir punda, sem þá var metfé í sögu City. Hann skrifaði þá undir samning til fimm ára við félagið en núgildandi samningur hans er til sumarsins 2027.
Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira