Höfðu strax samband við birgjana þegar ostafréttirnar bárust Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 20:00 Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Vísir/Arnar Mjólkursamsalan hafði strax samband við birgja sína þegar fréttir bárust af því í vikunni að mygluostarnir camembert og brie væru í útrýmingarhættu. Vöruþróunarstjóri telur ostaunnendur ekki þurfa að hafa áhyggjur, ostarnir séu ekki á útleið í bráð - þó að útlit þeirra gæti breyst þegar fram líða stundir. Óhætt er að fullyrða að skelfing hafi gripið um sig meðal sælkera landsins í gærmorgun þegar fréttir bárust af því að mygluostarnir brie og camembert væru í bráðri útrýmingarhættu. Allt er þetta rakið til hins einkennandi hvíta hýðis ostanna. Albinóastofn tiltekins myglusvepps er sá eini sem notaður hefur verið við framleiðslu ostanna, til að halda þeim skjannahvítum. Afleiðingarnar eru þær að sveppurinn virðist orðinn innræktaður og stofn hans því afar hætt kominn. Fréttirnar komu Mjólkursamsölunni í opna skjöldu og viðbragða var strax leitað hjá erlendum birgjum sem fyrirtækið kaupir sína sveppi af. „Þetta kom þeim á óvart líka, þannig að ef maður er alveg hreinskilinn þá er þetta ekki komið beint í almannaróm,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þannig að sælkerar landsins geta kannski andað léttar í bili? „Ég vona það, ég held að við séum ekki alveg komin á bjargbrúnina enn þá. En eins og ég segi, maður þorir ekki að fullyrða neitt, en ég held að við séum tiltölulega örugg. Ég hef trú á því,“ segir Björn. Hvíta útlitið mögulega á undanaldi Þá er vert að nefna að camembert hefur alls ekki alltaf verið hvítur; fram til 1950 var hann gjarnan grá- eða grænleitur, jafnvel með appelsínugula slikju. Og nýjustu fréttir gætu þýtt afturhvarf til þess; framleiðendur þurfi mögulega að fá inn nýja stofna myglusveppsins. „Maður gæti þá verið að horfa á það að þessir ostar yrðu sérkennilegir í útliti, og kannski bragði líka,“ segir Björn. Þannig að þetta hefðbundna hvíta útlit gæti verið á undanhaldi miðað við þessar fréttir? „Það er möguleiki. Það er kannski ein birtingarmynd á þessu og gæti verið áhugavert að sjá, þegar maður opnar camembertboxið, hvaða litur er á ostinum í hvert skipti.“ Neytendur Matur Tengdar fréttir Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að skelfing hafi gripið um sig meðal sælkera landsins í gærmorgun þegar fréttir bárust af því að mygluostarnir brie og camembert væru í bráðri útrýmingarhættu. Allt er þetta rakið til hins einkennandi hvíta hýðis ostanna. Albinóastofn tiltekins myglusvepps er sá eini sem notaður hefur verið við framleiðslu ostanna, til að halda þeim skjannahvítum. Afleiðingarnar eru þær að sveppurinn virðist orðinn innræktaður og stofn hans því afar hætt kominn. Fréttirnar komu Mjólkursamsölunni í opna skjöldu og viðbragða var strax leitað hjá erlendum birgjum sem fyrirtækið kaupir sína sveppi af. „Þetta kom þeim á óvart líka, þannig að ef maður er alveg hreinskilinn þá er þetta ekki komið beint í almannaróm,“ segir Björn S. Gunnarsson, vöruþróunarstjóri MS. Þannig að sælkerar landsins geta kannski andað léttar í bili? „Ég vona það, ég held að við séum ekki alveg komin á bjargbrúnina enn þá. En eins og ég segi, maður þorir ekki að fullyrða neitt, en ég held að við séum tiltölulega örugg. Ég hef trú á því,“ segir Björn. Hvíta útlitið mögulega á undanaldi Þá er vert að nefna að camembert hefur alls ekki alltaf verið hvítur; fram til 1950 var hann gjarnan grá- eða grænleitur, jafnvel með appelsínugula slikju. Og nýjustu fréttir gætu þýtt afturhvarf til þess; framleiðendur þurfi mögulega að fá inn nýja stofna myglusveppsins. „Maður gæti þá verið að horfa á það að þessir ostar yrðu sérkennilegir í útliti, og kannski bragði líka,“ segir Björn. Þannig að þetta hefðbundna hvíta útlit gæti verið á undanhaldi miðað við þessar fréttir? „Það er möguleiki. Það er kannski ein birtingarmynd á þessu og gæti verið áhugavert að sjá, þegar maður opnar camembertboxið, hvaða litur er á ostinum í hvert skipti.“
Neytendur Matur Tengdar fréttir Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Menendez bræðurnir nær frelsinu Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálftahrina í Ljósufjallakerfinu Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Fyrirhuguð komugjöld á óvissutíma og fölsuð listaverk til sýnis Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni „Vinnan er rétt að hefjast“ Þyrlusveitin kölluð út á mesta forgangi vegna leka um borð í bát Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Ætli það sé heitt vatn í landi Hallanda í Flóahreppi? Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Bein útsending: Samfylkingin 25 ára Mikið högg fyrir nærsamfélagið Skemmdarverk unnin á Jónshúsi í skjóli nætur Gripinn við kókaínsmygl á nítjánda aldursári Tæplega þrjátíu ungmenni á leið í samkvæmi þegar slysið varð Réttindalaus dreginn af öðrum Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Endurskoða varðveislu á upptökum lögreglu eftir að gögnum var eytt Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Sjá meira
Camembert og Brie í bráðri útrýmingarhættu Sveppirnir sem eru notaðir til að framleiða camembert og brie eru í hættu á að deyja út vegna stöðlunar í framleiðslu ostanna. 6. febrúar 2024 06:00