„Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2024 15:30 Dak Prescott stýrir sóknarleik Dallas Cowboys liðsins og gerði það frábærlega stærsta hluta tímabilsins en þegar á reyndi þá gekk ekkert upp. Getty/Richard Rodriguez Það kom einum sérfræðingi Lokasóknarinnar ekkert á óvart að ekkert yrði úr tímabilinu hjá Kúrekunum frá Dallas. Dallas Cowboys liðið leit rosalega vel út á tímabili en leiktímabil liðsins endaði snemma eins og svo oft áður. Dallas Cowboys liðið fær gríðarlega mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1996 og aðeins unnið tvo leiki í úrslitakeppni á síðustu níu tímabilum. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Þetta er svona upprifjunarþáttur og verðlaunaþáttur en þetta er líka smá bókhald. Við erum að halda til haga kvittunum yfir hitt og þetta. Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara yfir myndefni úr þættinum í vetur er að menn hafa verið stöðugir í þættinum og Henry Birgir sérstaklega,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. „Það er eitt sem ég get sagt ykkur með Henry Birgi er það að hann þolir ekki Dallas Cowboys. Hann gjörsamlega þolir þá ekki,“ sagði Andri og sýndi myndband yfir hversu oft Henry hefur drullað yfir Kúrekana á þessu tímabili. „Kjánarnir ykkar. Cowboys eru lúsers. Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar,“ sagði Henry Birgir og hneykslaðist aftur og aftur á trú hinna sérfræðinganna á lið Dallas í vetur. „Í 99 prósent tilfella þegar Cowboys fá alvöru próf þá skíttapa þeir,“ sagði Henry meðal annars. „Dallas Cowboys er ‚Fake news'. Þegar það er alvöru leikur og eitthvað er undir þá getur þetta Dallas lið ekki rassgat. Það er ekkert að fara að breytast,“ sagði Henry. „Eiríkur ég held að við verðum bara að segja alveg eins og er. Henry hafði bara rétt fyrir sér,“ sagði Andri. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. Klippa: Lokasóknin: Henry Birgir hatar Dallas Cowboys liðið NFL Lokasóknin Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Sjá meira
Dallas Cowboys liðið fær gríðarlega mikla athygli í bandarískum fjölmiðlum en liðið hefur ekki unnið titilinn síðan 1996 og aðeins unnið tvo leiki í úrslitakeppni á síðustu níu tímabilum. Andri Ólafsson, Henry Birgir Gunnarsson og Eiríkur Stefán Ásgeirsson hituðu upp fyrir Super Bowl leikinn og gerðu upp tímabilið í síðasta þætti Lokasóknarinnar á Stöð 2 Sport. „Þetta er svona upprifjunarþáttur og verðlaunaþáttur en þetta er líka smá bókhald. Við erum að halda til haga kvittunum yfir hitt og þetta. Eitt sem við tókum eftir þegar við vorum að fara yfir myndefni úr þættinum í vetur er að menn hafa verið stöðugir í þættinum og Henry Birgir sérstaklega,“ sagði Andri Ólafsson, umsjónarmaður þáttarins. „Það er eitt sem ég get sagt ykkur með Henry Birgi er það að hann þolir ekki Dallas Cowboys. Hann gjörsamlega þolir þá ekki,“ sagði Andri og sýndi myndband yfir hversu oft Henry hefur drullað yfir Kúrekana á þessu tímabili. „Kjánarnir ykkar. Cowboys eru lúsers. Þeir eru með svarta beltið í að vera lúserar,“ sagði Henry Birgir og hneykslaðist aftur og aftur á trú hinna sérfræðinganna á lið Dallas í vetur. „Í 99 prósent tilfella þegar Cowboys fá alvöru próf þá skíttapa þeir,“ sagði Henry meðal annars. „Dallas Cowboys er ‚Fake news'. Þegar það er alvöru leikur og eitthvað er undir þá getur þetta Dallas lið ekki rassgat. Það er ekkert að fara að breytast,“ sagði Henry. „Eiríkur ég held að við verðum bara að segja alveg eins og er. Henry hafði bara rétt fyrir sér,“ sagði Andri. Hér fyrir neðan má sjá þetta myndband. San Francisco 49ers og Kansas City Chiefs mætast í leiknum um Ofurskálina í ár en Super Bowl hátíðin er að sjálfsögðu sýnd beint á Stöð 2 Sport 2. Útsendingin hefst klukkan 22.00 á sunnudaginn með upphitun fyrir leikinn en leikurinn sjálfur byrjar síðan upp úr klukkan 23.30. Klippa: Lokasóknin: Henry Birgir hatar Dallas Cowboys liðið
NFL Lokasóknin Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar vilja svara fyrir tapið síðast Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Sjá meira