Tilnefningaferlið frestast vegna svarleysis frá forsætisnefnd Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2024 09:42 Mikil óvissa er komin upp varðandi biskupskjör, sem átti að fara fram frá 7. mars til 12. mars. Vísir/Vilhelm Ekkert verður af því að hefja endurtekningu tilnefninga í í biskupskjöri klukkan 12 á hádegi í dag, þar sem forsætisnefnd kirkjuþings hefur ekki lagt blessun sína yfir framkvæmdina. Eftir að tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var hægt að afkóða tilnefningarnar á dögunum tilkynnti kjörstjórn Þjóðkirkjunnar að hún liti svo á að ferlið við kosningu biskups væri enn í gangi. Þess vegna væri hægt að endurtaka tilnefningarnar frá og með deginum í dag. Kjörstjórn ákvað þannig að starfsreglur um kosningu biskups, þar sem kveðið er á um að auglýsa þurfi tilnefningaferlið með viku fyrirvara, ættu ekki við. Ákvörðunin hefur einnig í för með sér að tímalengd milli tilnefninga og kosninga raskast og þar sem kveðið er á um hana í fyrrnefndum starfsreglum sendi kjörstjórn erindi á forsætisráðunefnd Kirkjuþings, þar sem óskað var samþykkis nefndarinnar. Í tilkynningu á vefnum kirkjan.is segir að samþykki forsætisnefndar hafi verið forsenda þess að framhaldstilnefningin næði tilgangi sínum. „Þar sem formlegt svar forsætisnefndar kirkjuþings hefur ekki borist kjörstjórn, á hún ekki annan kost en að hætta við fyrirhugaðar endurteknar tilnefningar.“ Þá segir að kjörstjórn muni hittast á næstu dögum og taka ákvörðun um framhald málsins. Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35 „Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. 5. janúar 2024 14:32 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Eftir að tæknileg vandamál urðu til þess að ekki var hægt að afkóða tilnefningarnar á dögunum tilkynnti kjörstjórn Þjóðkirkjunnar að hún liti svo á að ferlið við kosningu biskups væri enn í gangi. Þess vegna væri hægt að endurtaka tilnefningarnar frá og með deginum í dag. Kjörstjórn ákvað þannig að starfsreglur um kosningu biskups, þar sem kveðið er á um að auglýsa þurfi tilnefningaferlið með viku fyrirvara, ættu ekki við. Ákvörðunin hefur einnig í för með sér að tímalengd milli tilnefninga og kosninga raskast og þar sem kveðið er á um hana í fyrrnefndum starfsreglum sendi kjörstjórn erindi á forsætisráðunefnd Kirkjuþings, þar sem óskað var samþykkis nefndarinnar. Í tilkynningu á vefnum kirkjan.is segir að samþykki forsætisnefndar hafi verið forsenda þess að framhaldstilnefningin næði tilgangi sínum. „Þar sem formlegt svar forsætisnefndar kirkjuþings hefur ekki borist kjörstjórn, á hún ekki annan kost en að hætta við fyrirhugaðar endurteknar tilnefningar.“ Þá segir að kjörstjórn muni hittast á næstu dögum og taka ákvörðun um framhald málsins.
Þjóðkirkjan Biskupskjör 2024 Tengdar fréttir Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35 „Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. 5. janúar 2024 14:32 Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Endurtaka þarf tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra vandamála Ákveðið hefur verið að endurtaka tilnefningar til biskupskjörs vegna tæknilegra mistaka sem áttu sér stað hjá Advania, sem var þjónustuaðili vegna kosninganna. 7. febrúar 2024 06:35
„Biskupinn á að gæta þess að prestar séu ekki bara á einhverju egóflippi“ Heitar umræður sköpuðust í Pallborðinu á Vísi um framtíð þjóðkirkjunnar og hlutverk hennar. Nýr biskup verður kjörinn í mars og hafa þegar fjórir gefið kost á sér í embættið. Tilnefningar til biskups þurfa að berast milli 1. og 6. febrúar og mun kosning standa yfir frá 7. mars til 12. mars. 5. janúar 2024 14:32