Riffillinn reyndist enn þá vera hálfsjálfvirkur Árni Sæberg skrifar 9. febrúar 2024 16:56 Rifflarnir tveir hægra megin voru lagðir fyrir dóminn í dag. Sá lengra til hægri er sagður hálfsjálfvirkur. Vísir/Vilhelm Tæknifræðingur sem bar vitni í hryðjuverkamálinu svokallaða í dag segir að ekki sé mikið tiltökumál að breyta AR-15 riffli í hálfsjálfvirkan, sé maður sæmilega flinkur í höndunum. Hann sagði að riffill, sem Sindri Snær er sagður eiga, sé enn hálfsjálfvirkur. Hægt sé að skjóta þrjátíu skotum á tíu sekúndum úr honum. Þrír rifflar sem fundust heima hjá Sindra Snæ Birgissyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og fjölda vopnalagabrota, hafa leikið stórt hlutverk í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins síðustu tvo daga. Annars vegar hefur verið bitist um hver eigi rifflana og hins vegar hvers eðlis þeir eru. Ákæruvaldið byggir á því að Sindri Snær hafi verið raunverulegur eigandi rifflanna og tveir þeirra sé svokallaðir árásarrifflar. Sindri Snær og allir í hans herbúðum hafa aftur á móti sagt að faðir hans, Birgir Ragnar Baldursson, sé eigandi rifflanna. Þá hóf Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, aðalmeðferðina á að benda Karli Inga Vilbergssyni, sækjanda í málinu, á það að „mistök“ hafi verið gerð við samningu ákærunnar. Þar væru tveir rifflar kallaðir árásarrifflar en þeir væru hlutrænt séð ekki slík vopn. Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Bannað að mynda rifflana Fyrir dóminn var kallaður Ágúst Bjarki Magnússon, tæknifræðingur sem rannsakaði rifflana, og rifflarnir voru lagðir fram í dómsal. Viðstaddir blaðamenn og ljósmyndarar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þegar tveir lögreglumenn læddu rifflunum inn bakdyramegin á meðan dómarar voru inni í dómsal. Ljósmyndataka er nefnilega stranglega bönnuð á meðan dómarar eru inni í dómsal. Ágúst sagði að við rannsókn á AR-15 rifflinum hafi komið í ljós að gat hafði verið borað í hlaup riffilsins og gasröri komið fyrir í honum. Það geri það að verkum að riffillinn verði hálfsjálfvirkur. Þannig þurfi ekki að hlaða hann handvirkt á milli skota heldur eingöngu taka í gikkinn. Sindri sé „gormur“ Þetta sagði hann vera tiltölulega einfalda aðgerð fyrir mann sem væri sæmilega flinkur í höndunum. Sindri Snær lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði frá barnæsku haft mikinn áhuga á alls konar fikti með vélar og annað slíkt. Hann hafi til að mynda byrjað að taka fjarstýrða bíla í sundur þegar hann var fjögurra ára gamall. Þá sagði faðir hans í morgun að hann væri „gormur“, hugsaði út fyrir boxið og væri sniðugur strákur. Sindri Snær og faðir hans fóru fyrir dómi ekki í neinar grafgötur með það að Sindri Snær hefði borað gat á riffilinn og gert hann hálfsjálfvirkan. Hann hefði aftur á móti breytt honum aftur til baka í einskotariffil eftir að hafa notað hann einu sinni á skotsvæði í Höfnum. Sérfræðingurinn Ágúst Bjarki sagði hins vegar að riffillinn sem lá frammi í dómsal hafi enn verið hálfsjálfvirkur þegar hann rannsakaði gripinn. Sækjandi spurði hversu mörgum skotum mætti skjóta úr rifflinum á tíu sekúndum. Heilu „magasíni“ eða þrjátíu skotum, sagði sérfræðingurinn. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Þrír rifflar sem fundust heima hjá Sindra Snæ Birgissyni, sem sætir ákæru fyrir tilraun til hryðjuverka og fjölda vopnalagabrota, hafa leikið stórt hlutverk í aðalmeðferð hryðjuverkamálsins síðustu tvo daga. Annars vegar hefur verið bitist um hver eigi rifflana og hins vegar hvers eðlis þeir eru. Ákæruvaldið byggir á því að Sindri Snær hafi verið raunverulegur eigandi rifflanna og tveir þeirra sé svokallaðir árásarrifflar. Sindri Snær og allir í hans herbúðum hafa aftur á móti sagt að faðir hans, Birgir Ragnar Baldursson, sé eigandi rifflanna. Þá hóf Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs, aðalmeðferðina á að benda Karli Inga Vilbergssyni, sækjanda í málinu, á það að „mistök“ hafi verið gerð við samningu ákærunnar. Þar væru tveir rifflar kallaðir árásarrifflar en þeir væru hlutrænt séð ekki slík vopn. Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd héraðssaksóknara.Vísir/Vilhelm Bannað að mynda rifflana Fyrir dóminn var kallaður Ágúst Bjarki Magnússon, tæknifræðingur sem rannsakaði rifflana, og rifflarnir voru lagðir fram í dómsal. Viðstaddir blaðamenn og ljósmyndarar urðu fyrir nokkrum vonbrigðum þegar tveir lögreglumenn læddu rifflunum inn bakdyramegin á meðan dómarar voru inni í dómsal. Ljósmyndataka er nefnilega stranglega bönnuð á meðan dómarar eru inni í dómsal. Ágúst sagði að við rannsókn á AR-15 rifflinum hafi komið í ljós að gat hafði verið borað í hlaup riffilsins og gasröri komið fyrir í honum. Það geri það að verkum að riffillinn verði hálfsjálfvirkur. Þannig þurfi ekki að hlaða hann handvirkt á milli skota heldur eingöngu taka í gikkinn. Sindri sé „gormur“ Þetta sagði hann vera tiltölulega einfalda aðgerð fyrir mann sem væri sæmilega flinkur í höndunum. Sindri Snær lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði frá barnæsku haft mikinn áhuga á alls konar fikti með vélar og annað slíkt. Hann hafi til að mynda byrjað að taka fjarstýrða bíla í sundur þegar hann var fjögurra ára gamall. Þá sagði faðir hans í morgun að hann væri „gormur“, hugsaði út fyrir boxið og væri sniðugur strákur. Sindri Snær og faðir hans fóru fyrir dómi ekki í neinar grafgötur með það að Sindri Snær hefði borað gat á riffilinn og gert hann hálfsjálfvirkan. Hann hefði aftur á móti breytt honum aftur til baka í einskotariffil eftir að hafa notað hann einu sinni á skotsvæði í Höfnum. Sérfræðingurinn Ágúst Bjarki sagði hins vegar að riffillinn sem lá frammi í dómsal hafi enn verið hálfsjálfvirkur þegar hann rannsakaði gripinn. Sækjandi spurði hversu mörgum skotum mætti skjóta úr rifflinum á tíu sekúndum. Heilu „magasíni“ eða þrjátíu skotum, sagði sérfræðingurinn.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Reykjavík Tengdar fréttir Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Heilsuðust að nasistasið með lögreglu á hælunum Karl Steinar Valsson, sem stýrði aðgerðum þegar sakborningar í hryðjuverkamálinu svokallaða voru handteknir, segir að það hefði verið ábyrgðarleysi af hálfu lögregluyfirvalda að stíga ekki inn í málið. Hann lýsti því fyrir dómi að þeir Sindri Snær og Ísidór hefðu heilsast að nasistasið þegar lögregla sá Ísidór fyrst. 9. febrúar 2024 11:11