Fundu stefnuskrá í tölvu Ísidórs Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 14:52 ísidór Nathansson er var með nasistafána uppi á vegg þar sem hann prentaði parta í skotvopn. vísir/vilhelm Á tölvu Ísidórs Nathanssonar, sakbornings í hryðjuverkamálinu svokallaða, fannst skjal sem bar heitið manifesto. Þetta kom fram í aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Sérfræðingur lögreglunnar segir að skjalið hafi verið búið til í tölvu Ísidórs. Í aðalmeðferð málsins í dag hefur mikið verið rætt um stefnuyfirlýsingar hryðjuverkamanna, svokölluð manifesto á ensku. Má þar sérstaklega nefna Anders Berhring Breivik, sem framdi hryðjuverk í Útey í Noregi 2011. Fyrir liggur að sakborningar málsins, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, hafi haft manifesto Breiviks í tækjum sínum. Endurritun á skjalinu sem fannst í tölvu Ísidórs var varpað upp á vegg héraðsdóms í dag, en þó í skamma stund. Blaðamanni tókst að rita hluta af því sem stóð í skjalinu. „Að flýta fyrir -gas, gas, gas, Ég þreyttur á gangi mála Ég þreyttur á fjölmenningu Ég þreyttur á öfga femínisma Ég þreyttur á „mannréttindum“ Ég þreyttur á glóbalisma (sérstaklega út frá þessari eyju) Ég þreyttur á kommúnistum Ég þreyttur á borgarstjórn“ […] Samkynhneigð er ekki náttúruleg Samkynhneigð er geðsjúkdómur Samkynhneigð er hætta gegn börnum“ Hefðu mátað sig við stefnuyfirlýsingu Breiviks Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra bar saman hegðun sakborninganna við hegðun sem Breivik hvatti til í sínu manifestói. Hún vildi meina að Sindri og Ísdór hafi mátað sig við mörg atriði sem hann hafi talað um. Þar mátti til að mynda nefna fæðubótaefni og stera, sem og ákveðin útvivistarbúnað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, spurði hvort að ekki væri auðvelt væri að máta einstaklinga sem hefðu áhuga á líkamsrækt og útivist hverja við aðra. „Sumir hlutir eru almennir, en í þessu samhengi, það er talað um tegund A og B óvina og shock attack eins og Breivik gerði. Þetta er eins og Breivik vill að þú undirbúir þig fyrir árás,“ svaraði sérfræðingur ríkislögreglustjóra. Sýndu frá skotárásinni í Christchurch Hluti úr myndbandi af skotárás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019, sem hann tók sjálfur upp, var sýnt fyrir dómi í dag. Verjendur sakborninganna mótmæltu því að myndbandið yrði sýnt og ákvað dómari að vara þá sem voru viðstaddir þinghaldið við. Á meðan myndbandið var sýnt horfði Sindri Snær í kjöltu sér, en Ísidór var ekki viðstaddur þinghaldið í dag. 51 lést í hryðjuverkaárásunum í Christchurch og var Tarrant dæmdur í lífstíðarfangelsi. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Í aðalmeðferð málsins í dag hefur mikið verið rætt um stefnuyfirlýsingar hryðjuverkamanna, svokölluð manifesto á ensku. Má þar sérstaklega nefna Anders Berhring Breivik, sem framdi hryðjuverk í Útey í Noregi 2011. Fyrir liggur að sakborningar málsins, Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson, hafi haft manifesto Breiviks í tækjum sínum. Endurritun á skjalinu sem fannst í tölvu Ísidórs var varpað upp á vegg héraðsdóms í dag, en þó í skamma stund. Blaðamanni tókst að rita hluta af því sem stóð í skjalinu. „Að flýta fyrir -gas, gas, gas, Ég þreyttur á gangi mála Ég þreyttur á fjölmenningu Ég þreyttur á öfga femínisma Ég þreyttur á „mannréttindum“ Ég þreyttur á glóbalisma (sérstaklega út frá þessari eyju) Ég þreyttur á kommúnistum Ég þreyttur á borgarstjórn“ […] Samkynhneigð er ekki náttúruleg Samkynhneigð er geðsjúkdómur Samkynhneigð er hætta gegn börnum“ Hefðu mátað sig við stefnuyfirlýsingu Breiviks Sérfræðingur hjá ríkislögreglustjóra bar saman hegðun sakborninganna við hegðun sem Breivik hvatti til í sínu manifestói. Hún vildi meina að Sindri og Ísdór hafi mátað sig við mörg atriði sem hann hafi talað um. Þar mátti til að mynda nefna fæðubótaefni og stera, sem og ákveðin útvivistarbúnað. Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður Ísidórs, spurði hvort að ekki væri auðvelt væri að máta einstaklinga sem hefðu áhuga á líkamsrækt og útivist hverja við aðra. „Sumir hlutir eru almennir, en í þessu samhengi, það er talað um tegund A og B óvina og shock attack eins og Breivik gerði. Þetta er eins og Breivik vill að þú undirbúir þig fyrir árás,“ svaraði sérfræðingur ríkislögreglustjóra. Sýndu frá skotárásinni í Christchurch Hluti úr myndbandi af skotárás Brenton Tarrant í Christchurch í Nýja-Sjálandi árið 2019, sem hann tók sjálfur upp, var sýnt fyrir dómi í dag. Verjendur sakborninganna mótmæltu því að myndbandið yrði sýnt og ákvað dómari að vara þá sem voru viðstaddir þinghaldið við. Á meðan myndbandið var sýnt horfði Sindri Snær í kjöltu sér, en Ísidór var ekki viðstaddur þinghaldið í dag. 51 lést í hryðjuverkaárásunum í Christchurch og var Tarrant dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira