Aðeins 52 prósent mættu í brjóstaskimun árið 2022 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. febrúar 2024 07:36 Aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun árið 2022 mættu í skimunina. Getty Verulega hefur dregið úr þátttöku kvenna í legháls- og brjóstaskimunum á Íslandi og árið 2022 mættu aðeins 52 prósent þeirra sem fengu boð í brjóstaskimun. Frá þessu er greint í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, sem að þessu sinni fjallar um skimanir fyrir krabbameinum. Þar segir að þátttaka í skimunum fyrir bæði leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini sé nú undir viðmiðum OECD. Kostnaður sé þekkt hindrun fyrir þátttöku í skimunum og því ætti að skoða að lækka gjaldið fyrir brjóstaskimun. Konur greiða í dag 6.000 krónur fyrir brjóstaskimun en aðeins 500 krónur fyrir leghálsskimun á heilsugæslustöð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á íslandi og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi ef horft er til Norðurlandanna. Viðmið kveða á um 70 prósent þátttöku í skimunum.Landlæknisembættið „Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er mun lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en sambærileg við meðalþátttöku í OECD löndunum,“ segir í Talnabrunni. Þar segir að árið 2021, þegar þátttakan var 54 prósent á Íslandi, var hún 66 prósent í Noregi en yfir 80 prósent í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mikill munur er á milli aldurshópa en innan við helmingur kvenna á aldrinum 40 til 44 ára mætti í skimun árið 2022. Þá eru konur úr hópi innflytjenda mun ólíklegri til að mæta en konur fæddar hér. Hvað varðar leghálsskimunina eru konur á miðjum aldri líklegri til að mæta í skimun en bæði yngri og eldri konur. Þátttakan er best meðal kvenna á aldrinum 30 til 59 ára. Dregið hefur umtalsvert úr nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameins, bæði vegna skimunar og bólusetninga gegn HPV veirunni, sem er forsenda frumubreytinga í yfir 99 prósent tilfella. „Niðurstöður langtímarannsóknar sem var gerð á Norðurlöndunum á áhrifum HPV bólusetninga gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess sýna að engin bólusett kona í íslenska rannsóknarhópnum hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum veirunnar (tegund HPV 16/18),“ segir í Talnabrunni. Bæði 12 ára stúlkum og drengjum er nú boðin bólusetning gegn HPV. 62 prósent kvenna mættu í leghálsskimun árið 2022 en hlutfallið var 74 prósent árið 2009. Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Frá þessu er greint í nýjum Talnabrunni landlæknisembættisins, sem að þessu sinni fjallar um skimanir fyrir krabbameinum. Þar segir að þátttaka í skimunum fyrir bæði leghálskrabbameini og brjóstakrabbameini sé nú undir viðmiðum OECD. Kostnaður sé þekkt hindrun fyrir þátttöku í skimunum og því ætti að skoða að lækka gjaldið fyrir brjóstaskimun. Konur greiða í dag 6.000 krónur fyrir brjóstaskimun en aðeins 500 krónur fyrir leghálsskimun á heilsugæslustöð. Brjóstakrabbamein er algengasta krabbameinið meðal kvenna á íslandi og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt. Dánartíðni hefur almennt farið lækkandi en er engu að síður hæst á Íslandi ef horft er til Norðurlandanna. Viðmið kveða á um 70 prósent þátttöku í skimunum.Landlæknisembættið „Þátttaka kvenna í brjóstaskimun er mun lakari á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum en sambærileg við meðalþátttöku í OECD löndunum,“ segir í Talnabrunni. Þar segir að árið 2021, þegar þátttakan var 54 prósent á Íslandi, var hún 66 prósent í Noregi en yfir 80 prósent í Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku. Mikill munur er á milli aldurshópa en innan við helmingur kvenna á aldrinum 40 til 44 ára mætti í skimun árið 2022. Þá eru konur úr hópi innflytjenda mun ólíklegri til að mæta en konur fæddar hér. Hvað varðar leghálsskimunina eru konur á miðjum aldri líklegri til að mæta í skimun en bæði yngri og eldri konur. Þátttakan er best meðal kvenna á aldrinum 30 til 59 ára. Dregið hefur umtalsvert úr nýgengi og dánartíðni vegna leghálskrabbameins, bæði vegna skimunar og bólusetninga gegn HPV veirunni, sem er forsenda frumubreytinga í yfir 99 prósent tilfella. „Niðurstöður langtímarannsóknar sem var gerð á Norðurlöndunum á áhrifum HPV bólusetninga gegn leghálskrabbameini og forstigsbreytingum þess sýna að engin bólusett kona í íslenska rannsóknarhópnum hafði greinst með leghálskrabbamein eða alvarlegar forstigsbreytingar af völdum veirunnar (tegund HPV 16/18),“ segir í Talnabrunni. Bæði 12 ára stúlkum og drengjum er nú boðin bólusetning gegn HPV. 62 prósent kvenna mættu í leghálsskimun árið 2022 en hlutfallið var 74 prósent árið 2009.
Krabbamein Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira