Hettusótt í útbreiðslu á höfuðborgarsvæðinu Lovísa Arnardóttir skrifar 14. febrúar 2024 14:27 Sama bóluefni er notað til að bólusetja gegn hettusótt og mislingum og rauðum hundum. Svokallað MMR bóluefni. Vísir/EPA Í byrjun febrúar greindist hettusótt á höfuðborgarsvæðinu og hefur nú einstaklingur með tengingu við fyrsta tilfellið einnig greinst með hettusótt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá landlæknisembættinu. Þar kemur einnig fram að hettusótt sé orðinn fremur sjaldgæfur sjúkdómur hér á land. Það hafi verið bólusett fyrir honum almennt frá 1989 (árgangar 1988 og síðar; síðar bætt við öðrum skammti fyrir sama markhóp). Eftir 2000 hefur sjúkdómurinn þrátt fyrir þetta náð útbreiðslu í nokkur skipti, aðallega hjá fólki sem fætt er á tímabilinu 1985 til 1987 og hefur því verið hvatt til bólusetningar með MMR fyrir þessa árganga frá 2015. Eldri árgangar eru álitnir almennt ónæmir vegna tíðra hettusóttarfaraldra sem gengu fram til 1984. Bólusetning skilvirkasta forvörnin Í tilkynningu landlæknis segir er farið yfir smitleiðir, einkenni og forvarnir en bólusetning er ein skilvirkasta forvörnin. Hettusótt er öndunarfærasýking vegna hettusóttarveiru sem dreifist svipað og kvef eða inflúensa, með beinum úða frá öndunarfærum við hósta eða hnerra eða með beinni snertingu við úðamenguð yfirborð s.s. hurðarhúna. Hettusóttarveira óvirkjast fljótt utan líkamans, ekki er talin hætta á hettusótt meðal fólks sem var samtímis veikum á biðstofum o.þ.h. án návígis. Meðgöngutími hettusóttar er um 3 vikur. Fólk sem hafði umgengist fyrsta tilfellið náið fékk upplýsingar um það fyrr í febrúar og var óbólusettum í þeim hópi bent á að halda sig frá öðru fólki meðan meðgöngutíminn líður til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Fyrstu einkenni Fyrstu einkenni eru öndunarfæraeinkenni, slappleiki og hiti. Sérkenni hettusóttar er áberandi bólga í munnvatnskirtlum, oftast framan við eyra, oftast öðrum megin en getur orðið báðum megin. Hettusótt getur einnig valdið heilabólgu (einkennist af höfuðverk, flogum og/eða breytingum á meðvitund), brisbólgu (einkennist af kviðverkjum, ógleði/uppköstum, lystarleysi) eða bólgu í kynkirtlum (eistum og eggjastokkum). Eistna- og eggjastokkabólga koma helst fram við hettusótt eftir kynþroska og geta leitt til ófrjósemi. Algengasti fylgikvilli hettusóttar með varanleg áhrif er heyrnarskerðing. Bólusett er með samsettu bóluefni, með mislinga- og rauðu hundabóluefnum. Um aðrar leiðir til að draga úr smithættu, s.s. við aðhlynningu smitaðra má lesa á vef embættis landlæknis, undir Hettusótt. Bólusetning eftir útsetningu er ekki með vissu gagnleg til varnar hettusóttarveikindum, því er ekki mælt með bólusetningu fólks með þekkta útsetningu fyrr en a.m.k. 3 vikum eftir síðustu umgengni við smitandi einstakling. Hinsvegar er rétt að óbólusett eða vanbólusett heimilisfólk, skólafélagar og samstarfsfólk útsettra fái bólusetningu sem fyrst, til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Hverjir ættu að fá MMR bólusetningu vegna hettusóttar vegna hettusóttar í nærumhverfi án beinnar útsetningar: Áður vitanlega óbólusettir (enginn skammtur) einstaklingar fæddir 1985-2023 sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusetning er boðin. Einstaklingar fæddir 1988-2011 sem eingöngu hafa fengið einn skammt af MMR bóluefni Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu sem hafa ekki með vissu fengið tvo skammta af MMR bóluefni, fæddir 1970-2000. Starfsmenn í bráðaheilbrigðisþjónustu sem hafa fengið tvo skammta af MMR en liðin eru 10 ár frá skammti #2 mega fá þriðja skammt Hverjir ættu ekki að fá MMR bólusetningu: Barnshafandi Ónæmisbældir (skert frumubundið ónæmissvar) – algengasta orsök bælingar á frumubundnu ónæmi er notkun ónæmisbælandi lyfja (stera, krabbameinslyfja og líftæknilyfja) Aldur undir 6 mán Gelatínofnæmi Fólk sem þegar er bólusett með tveimur skömmtum af mislingabóluefni (einþátta eða MMR) sem ekki starfar í bráðaheilbrigðisþjónustu Bólusetningar fara fram á heilsugæslustöðvum og þarf að hafa samband við heilsugæsluna á dagvinnutíma, t.d. í skilaboðum eða netspjalli á Heilsuveru, til að fá upplýsingar um aðgengi, ráðleggingar eða tíma í bólusetningu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Þar kemur einnig fram að hettusótt sé orðinn fremur sjaldgæfur sjúkdómur hér á land. Það hafi verið bólusett fyrir honum almennt frá 1989 (árgangar 1988 og síðar; síðar bætt við öðrum skammti fyrir sama markhóp). Eftir 2000 hefur sjúkdómurinn þrátt fyrir þetta náð útbreiðslu í nokkur skipti, aðallega hjá fólki sem fætt er á tímabilinu 1985 til 1987 og hefur því verið hvatt til bólusetningar með MMR fyrir þessa árganga frá 2015. Eldri árgangar eru álitnir almennt ónæmir vegna tíðra hettusóttarfaraldra sem gengu fram til 1984. Bólusetning skilvirkasta forvörnin Í tilkynningu landlæknis segir er farið yfir smitleiðir, einkenni og forvarnir en bólusetning er ein skilvirkasta forvörnin. Hettusótt er öndunarfærasýking vegna hettusóttarveiru sem dreifist svipað og kvef eða inflúensa, með beinum úða frá öndunarfærum við hósta eða hnerra eða með beinni snertingu við úðamenguð yfirborð s.s. hurðarhúna. Hettusóttarveira óvirkjast fljótt utan líkamans, ekki er talin hætta á hettusótt meðal fólks sem var samtímis veikum á biðstofum o.þ.h. án návígis. Meðgöngutími hettusóttar er um 3 vikur. Fólk sem hafði umgengist fyrsta tilfellið náið fékk upplýsingar um það fyrr í febrúar og var óbólusettum í þeim hópi bent á að halda sig frá öðru fólki meðan meðgöngutíminn líður til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Fyrstu einkenni Fyrstu einkenni eru öndunarfæraeinkenni, slappleiki og hiti. Sérkenni hettusóttar er áberandi bólga í munnvatnskirtlum, oftast framan við eyra, oftast öðrum megin en getur orðið báðum megin. Hettusótt getur einnig valdið heilabólgu (einkennist af höfuðverk, flogum og/eða breytingum á meðvitund), brisbólgu (einkennist af kviðverkjum, ógleði/uppköstum, lystarleysi) eða bólgu í kynkirtlum (eistum og eggjastokkum). Eistna- og eggjastokkabólga koma helst fram við hettusótt eftir kynþroska og geta leitt til ófrjósemi. Algengasti fylgikvilli hettusóttar með varanleg áhrif er heyrnarskerðing. Bólusett er með samsettu bóluefni, með mislinga- og rauðu hundabóluefnum. Um aðrar leiðir til að draga úr smithættu, s.s. við aðhlynningu smitaðra má lesa á vef embættis landlæknis, undir Hettusótt. Bólusetning eftir útsetningu er ekki með vissu gagnleg til varnar hettusóttarveikindum, því er ekki mælt með bólusetningu fólks með þekkta útsetningu fyrr en a.m.k. 3 vikum eftir síðustu umgengni við smitandi einstakling. Hinsvegar er rétt að óbólusett eða vanbólusett heimilisfólk, skólafélagar og samstarfsfólk útsettra fái bólusetningu sem fyrst, til að draga úr hættu á frekari dreifingu. Hverjir ættu að fá MMR bólusetningu vegna hettusóttar vegna hettusóttar í nærumhverfi án beinnar útsetningar: Áður vitanlega óbólusettir (enginn skammtur) einstaklingar fæddir 1985-2023 sem hafa náð 6 mánaða aldri þegar bólusetning er boðin. Einstaklingar fæddir 1988-2011 sem eingöngu hafa fengið einn skammt af MMR bóluefni Starfsmenn í heilbrigðisþjónustu sem hafa ekki með vissu fengið tvo skammta af MMR bóluefni, fæddir 1970-2000. Starfsmenn í bráðaheilbrigðisþjónustu sem hafa fengið tvo skammta af MMR en liðin eru 10 ár frá skammti #2 mega fá þriðja skammt Hverjir ættu ekki að fá MMR bólusetningu: Barnshafandi Ónæmisbældir (skert frumubundið ónæmissvar) – algengasta orsök bælingar á frumubundnu ónæmi er notkun ónæmisbælandi lyfja (stera, krabbameinslyfja og líftæknilyfja) Aldur undir 6 mán Gelatínofnæmi Fólk sem þegar er bólusett með tveimur skömmtum af mislingabóluefni (einþátta eða MMR) sem ekki starfar í bráðaheilbrigðisþjónustu Bólusetningar fara fram á heilsugæslustöðvum og þarf að hafa samband við heilsugæsluna á dagvinnutíma, t.d. í skilaboðum eða netspjalli á Heilsuveru, til að fá upplýsingar um aðgengi, ráðleggingar eða tíma í bólusetningu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44 Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02 Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Fleiri fréttir Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Sjá meira
Fólk með mislinga beðið um að taka upp símann Fólk sem telur mögulegt að þau eða börnin þeirra hafi smitast af mislingum eru beðin um að fara ekki á heilsugæslu eða sjúkrahús. Þess í stað eigi þau að hringja í 1700 eða hafa samband við heilbrigðisstarfsmenn í gegnum netið. 5. febrúar 2024 11:44
Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum 4. febrúar 2024 14:02
Mislingar greindust á Landspítalanum Sóttvarnalæknir fékk tilkynningu frá Landspítala í dag vegna mislinga sem greindust hjá fullorðnum einstakling sem kom erlendis frá miðvikudaginn 31. janúar síðastliðinn. Viðkomandi einstaklingur er í einangrun á sjúkrahúsi. 3. febrúar 2024 19:15