Grunur um hagræðingu úrslita í æfingarleik hjá Íslendingaliði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. febrúar 2024 08:01 Andri Lucas Guðjohnsen er á láni hjá Lyngby Boldklub. Hann spilaði í 75 mínútur í leiknum sem um ræðir. Getty/Lars Ronbog Hagræðing úrslita er því miður vandamál í íþróttakappleikjum í dag og þetta virðist vera farið að teygja sig inn í æfingarleikina líka. Íslendingaliðið Lyngby spilaði æfingarleik á móti norska liðinu HamKam um síðustu helgi en það lítur út fyrir að þar hafi eitthvað mjög furðulegt verið í gangi í þeim fótboltaleik. Forráðamenn HamKam tilkynntu í það minnsta leikinn inn til norska knattspyrnusambandsins þar sem þá grunaði um að dómari leiksins hafi verið að hagræða úrslitum. HamKam vann leikinn 2-1 en það voru furðulegir vítadómar undir lok leiksins sem enginn skildi í. Jakob Michelsen og HamKam mistænker matchfixing efter kamp mod Lyngby - involverer forbund. https://t.co/WJclytFRhV— tipsbladet.dk (@tipsbladet) February 14, 2024 „Fyrst af öllu þá viljum við taka það fram að við unnum leikinn sanngjarnt. Hins vegar þá voru mjög furðulegir dómar í þessum leik sem hvorki við í HamKam né þeir hjá Lyngby botnuðu í,“ sagði Jakob Michelsen, þjálfari HamKam, í viðtali við TV 2 Sport. Urðu að bregðast við „Við urðum því að bregðast við til að verja íþróttina okkar. Það er okkar skylda þegar við verðum vitni að einhverjum svona skrýtnum hlutum,“ sagði Michelsen. „Það voru dæmd þrjú víti á síðustu átta mínútum leiksins og það var erfitt að sjá af hverju. Það áttaði sig enginn á því sem var í gangi og við urðum að tilkynna þetta til norska sambandsins,“ sagði Michelsen. Norska knattspyrnusambandið hefur látið Knattspyrnusamband Evrópu vita en UEFA tekur yfir mál sem varða keppni liða frá mismunandi þjóðum. Lyngby skilur vel af hverjum Norðmennirnir hafi tilkynnt inn leikinn en þetta var æfingarleikur í Tyrklandi og skipuleggjendur þar sjá um að fá dómara á æfingarleikina sem þar fara fram. Algjörlega fáránlegt Magne Hoseth, þjálfari Lyngby, tók undir orð kollega síns. „Þrjár af fjórum vítaspyrnum í þessum leik voru algjörlega galnar. Í þeirri síðustu sagði hann að boltinn hafi farið í hönd en það var samt út í hött,“ sagði Hoseth við Hamar Arbeiderblad. „Fyrstu tvö vítin, þar af vítið sem HamKem, voru algjörlega fáránleg. Það hefði ekki átt að dæma neitt af þessum vítaspyrnum. Þegar þú sérð eitthvað svona þá ferðu að velta ýmsum hlutum fyrir þér,“ sagði Hoseth. Lyngby genkender Jakob Michelsens undren over en række dommerkendelser fra lørdagens testkamp mod HamKam. Derfor vil klubben nu stå skulder med skulder med den norske klub i forhold til at tage sagen videre: https://t.co/WLeFAeAmVa #sldk— Kristian Porse (@kristianporse) February 14, 2024 Danski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira
Íslendingaliðið Lyngby spilaði æfingarleik á móti norska liðinu HamKam um síðustu helgi en það lítur út fyrir að þar hafi eitthvað mjög furðulegt verið í gangi í þeim fótboltaleik. Forráðamenn HamKam tilkynntu í það minnsta leikinn inn til norska knattspyrnusambandsins þar sem þá grunaði um að dómari leiksins hafi verið að hagræða úrslitum. HamKam vann leikinn 2-1 en það voru furðulegir vítadómar undir lok leiksins sem enginn skildi í. Jakob Michelsen og HamKam mistænker matchfixing efter kamp mod Lyngby - involverer forbund. https://t.co/WJclytFRhV— tipsbladet.dk (@tipsbladet) February 14, 2024 „Fyrst af öllu þá viljum við taka það fram að við unnum leikinn sanngjarnt. Hins vegar þá voru mjög furðulegir dómar í þessum leik sem hvorki við í HamKam né þeir hjá Lyngby botnuðu í,“ sagði Jakob Michelsen, þjálfari HamKam, í viðtali við TV 2 Sport. Urðu að bregðast við „Við urðum því að bregðast við til að verja íþróttina okkar. Það er okkar skylda þegar við verðum vitni að einhverjum svona skrýtnum hlutum,“ sagði Michelsen. „Það voru dæmd þrjú víti á síðustu átta mínútum leiksins og það var erfitt að sjá af hverju. Það áttaði sig enginn á því sem var í gangi og við urðum að tilkynna þetta til norska sambandsins,“ sagði Michelsen. Norska knattspyrnusambandið hefur látið Knattspyrnusamband Evrópu vita en UEFA tekur yfir mál sem varða keppni liða frá mismunandi þjóðum. Lyngby skilur vel af hverjum Norðmennirnir hafi tilkynnt inn leikinn en þetta var æfingarleikur í Tyrklandi og skipuleggjendur þar sjá um að fá dómara á æfingarleikina sem þar fara fram. Algjörlega fáránlegt Magne Hoseth, þjálfari Lyngby, tók undir orð kollega síns. „Þrjár af fjórum vítaspyrnum í þessum leik voru algjörlega galnar. Í þeirri síðustu sagði hann að boltinn hafi farið í hönd en það var samt út í hött,“ sagði Hoseth við Hamar Arbeiderblad. „Fyrstu tvö vítin, þar af vítið sem HamKem, voru algjörlega fáránleg. Það hefði ekki átt að dæma neitt af þessum vítaspyrnum. Þegar þú sérð eitthvað svona þá ferðu að velta ýmsum hlutum fyrir þér,“ sagði Hoseth. Lyngby genkender Jakob Michelsens undren over en række dommerkendelser fra lørdagens testkamp mod HamKam. Derfor vil klubben nu stå skulder med skulder med den norske klub i forhold til at tage sagen videre: https://t.co/WLeFAeAmVa #sldk— Kristian Porse (@kristianporse) February 14, 2024
Danski boltinn Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Sjá meira