Mourinho útskýrði af hverju hann hafnaði enska landsliðinu Sindri Sverrisson skrifar 15. febrúar 2024 23:31 José Mourinho er sem stendur án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma á Ítalíu. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Portúgalska knattspyrnustjóranum José Mourinho bauðst á sínum tíma að taka við enska landsliðinu en ákvað að afþakka það. Mourinho greindi frá þessu í viðtali við FIVE, YouTube-rás Rio Ferdinand, þegar hann var spurður um álit sitt á því hver hefði verið bestur af þeim Steven Gerrard, Frank Lampard og Paul Scholes. „Ég hefði getað orðið landsliðsþjálfarinn þeirra. Tilboðið var á borðinu,“ sagði Mourinho en tækifærið gafst eftir að Steve McClaren var rekinn fyrir að mistakast að koma Englandi á EM 2008. Ítalinn Fabio Capello var svo ráðinn eftir að Mourinho sagði nei, en af hverju hafnaði hann starfinu? „Vegna þess að ég taldi að ég myndi ekki njóta þess að vera landsliðsþjálfari. Þetta var 2007-08 og herra Capello fékk starfið,“ sgaði Mourinho. Hann hafði hætt sem stjóri Chelsea í september 2007 og tók svið við Inter sumarið 2008. Hann hafði þá stýrt Chelsea til tveggja Englandsmeistaratitla, auk fleiri titla, og stýrði svo Inter meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu og til tveggja Ítalíumeistaratitla. Mourinho er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað verið orðaður við enska landsliðið í gegnum tíðina og er talinn koma til greina sem arftaki Gareth Southgate fari svo að EM í sumar verði hans síðasta mót. Mourinho er að minnsta kosti hrifinn af þeim leikmönnum sem England hefur úr að velja. „Þetta er mjög góð kynslóð. Þeir komust í úrslitaleikinn [á EM 2020] og þeir geta gert það [unnið EM 2024]. Hugarfarið hjá þessum strákum sem hafa farið út, til dæmis [Jude] Bellingham, ég held að það sé eitthvað sem aðskilur hann frá strákunum sem fæddust í Englandi, ólust þar upp og spila þar. Hann kemur með eitthvað annað. Er veraldarvanur strákur. Hann er með mikinn og stóran persónuleika,“ sagði Mourinho. Hann kvaðst auk þess hrifinn af því sem að Southgate og aðstoðarmaður hans, Steve Holland, sem starfaði með Mourinho hjá Chelsea, hefðu gert með enska liðið. Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira
Mourinho greindi frá þessu í viðtali við FIVE, YouTube-rás Rio Ferdinand, þegar hann var spurður um álit sitt á því hver hefði verið bestur af þeim Steven Gerrard, Frank Lampard og Paul Scholes. „Ég hefði getað orðið landsliðsþjálfarinn þeirra. Tilboðið var á borðinu,“ sagði Mourinho en tækifærið gafst eftir að Steve McClaren var rekinn fyrir að mistakast að koma Englandi á EM 2008. Ítalinn Fabio Capello var svo ráðinn eftir að Mourinho sagði nei, en af hverju hafnaði hann starfinu? „Vegna þess að ég taldi að ég myndi ekki njóta þess að vera landsliðsþjálfari. Þetta var 2007-08 og herra Capello fékk starfið,“ sgaði Mourinho. Hann hafði hætt sem stjóri Chelsea í september 2007 og tók svið við Inter sumarið 2008. Hann hafði þá stýrt Chelsea til tveggja Englandsmeistaratitla, auk fleiri titla, og stýrði svo Inter meðal annars til sigurs í Meistaradeild Evrópu og til tveggja Ítalíumeistaratitla. Mourinho er án starfs eftir að hafa verið látinn fara frá Roma í síðasta mánuði. Hann hefur ítrekað verið orðaður við enska landsliðið í gegnum tíðina og er talinn koma til greina sem arftaki Gareth Southgate fari svo að EM í sumar verði hans síðasta mót. Mourinho er að minnsta kosti hrifinn af þeim leikmönnum sem England hefur úr að velja. „Þetta er mjög góð kynslóð. Þeir komust í úrslitaleikinn [á EM 2020] og þeir geta gert það [unnið EM 2024]. Hugarfarið hjá þessum strákum sem hafa farið út, til dæmis [Jude] Bellingham, ég held að það sé eitthvað sem aðskilur hann frá strákunum sem fæddust í Englandi, ólust þar upp og spila þar. Hann kemur með eitthvað annað. Er veraldarvanur strákur. Hann er með mikinn og stóran persónuleika,“ sagði Mourinho. Hann kvaðst auk þess hrifinn af því sem að Southgate og aðstoðarmaður hans, Steve Holland, sem starfaði með Mourinho hjá Chelsea, hefðu gert með enska liðið.
Enski boltinn Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Enski boltinn „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Handbolti Fleiri fréttir Man. Utd - Man. City | Carrick byrjar á stórleik Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Sjá meira