Igor Paixao kom Feyenoord yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks áður en Lukaku jafnaði metin fyrir Roma á 67. mínútu eftir stoðsendingu frá Leonardo Spinazzola og þar við sat.
Liðin fara því með jafna stöðu í seinni leikinn sem fram fer í Róm að viku liðinni.
Á sama tíma vann Marseille 2-1 sigur gegn Shakhtar Donetsk þar sem Pierre-Emerick Aubameyang skoraði fyrra mark Marseille áður en Iliman Ndiaye tryggði liðinu sigur með marki í uppbótartíma. Í leik Galatasaray og Sparta Prague var einnig boðið upp á dramatík þar sem Mauro Icardi tryggði heimamönnum 3-2 sigur með marki á fyrstu mínútu uppbótartíma eftir að tvö rauð spjöld höfðu farið á loft í seinni hálfleik.
GOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOLLLLLLLLLLLLLLLLL!!
— Galatasaray SK (@GalatasaraySK) February 15, 2024
MAURO ICARDI!!!
Galatasaray 3-2 AC Sparta Prag#GSvACS #UEL pic.twitter.com/BAdAFikZfP
Að lokum vann Sporting frá Portúgal 3-1 sigur gegn Young Boys þar sem Viktor Gyökeres og Goncalo Inacio sáðu um markaskorun Sporting eftir að Aurele Amenda hafði komið liðinu yfir þegar hann setti boltann í eigið net.
Í Sambandsdeildinni fóru einnig fram fjórir leikir á sama tíma. Þar vann Molde 3-2 sigur gegn Legia Warsawa, Olympiacos vann 1-0 sigur gegn Ferencvaros og Sturm Graz sigraði Slovan Bratislava 4-1. Union St. Guilloise og Eintracht Frankfurt gerðu hins vegar 2-2 jafntefli.