Ók á gangstéttum og stígum á flótta undan lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2024 08:02 Fjölbreytt mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. vísir/vilhelm Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu. Þegar ökutækið var stöðvað skömmu síðar voru bílstjóri og farþegi handteknir en í ljós kom að báðir eru 15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segir mikla mildi að enginn hafi slasast við eftirförina. Haft var samband við foreldra þeirra sem áttu hlut að máli sem komu á lögreglustöðina. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um einstakling sem var að berja í bíla og öskra á fólk í miðborg Reykjavíkur. Var sá handtekinn en við leit á manninum fannst barefli sem var handlagt, að sögn lögreglu. Eitthvað bar á öðrum minniháttar málum og líkamsárásum í miðborginni í nótt. Lögregla kölluð út vegna holu Eftir klukkan 1 í nótt hafði ökumaður samband við lögreglu og sagðist hafa sprengt dekk á bifreið sinni eftir að hafa ekið í holu á veginum. Þegar lögregla kom á staðinn höfðu nokkrar aðrar bifreiðar lent í sömu holunni og sprengt dekk. Beðið var eftir fulltrúum Vegagerðarinnar sem komu og gerðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekara eignatjón. Skömmu eftir 2 var tilkynnt um manneskju sem var á gangi á miðri akbraut ónefndrar stofnbrautar. Að sögn lögreglu kom í ljós kom að einstaklingurinn var ofurölvi og var honum ekið til síns heima. Einnig var ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og látinn laus að henni lokinni. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Þegar ökutækið var stöðvað skömmu síðar voru bílstjóri og farþegi handteknir en í ljós kom að báðir eru 15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segir mikla mildi að enginn hafi slasast við eftirförina. Haft var samband við foreldra þeirra sem áttu hlut að máli sem komu á lögreglustöðina. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um einstakling sem var að berja í bíla og öskra á fólk í miðborg Reykjavíkur. Var sá handtekinn en við leit á manninum fannst barefli sem var handlagt, að sögn lögreglu. Eitthvað bar á öðrum minniháttar málum og líkamsárásum í miðborginni í nótt. Lögregla kölluð út vegna holu Eftir klukkan 1 í nótt hafði ökumaður samband við lögreglu og sagðist hafa sprengt dekk á bifreið sinni eftir að hafa ekið í holu á veginum. Þegar lögregla kom á staðinn höfðu nokkrar aðrar bifreiðar lent í sömu holunni og sprengt dekk. Beðið var eftir fulltrúum Vegagerðarinnar sem komu og gerðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekara eignatjón. Skömmu eftir 2 var tilkynnt um manneskju sem var á gangi á miðri akbraut ónefndrar stofnbrautar. Að sögn lögreglu kom í ljós kom að einstaklingurinn var ofurölvi og var honum ekið til síns heima. Einnig var ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og látinn laus að henni lokinni.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira