Happdrætti Háskóla Íslands fjárfestir í 30 nýjum spilakössum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. febrúar 2024 06:26 Bryndís Hrafnkelsdóttir er forstjóri HHÍ. Happdrætti Háskóla Íslands hefur, í gegnum Ríkiskaup, óskað eftir tilboðum í 30 nýjar happdrættisvélar. Um er að ræða endurnýjun véla og áætlað að kaupa fleiri vélar síðar á þessu ári. Frá þessu greinir Morgunblaðið og hefur eftir Bryndísi Hrafnkelsdóttur, forstjóra HHÍ. „Samhliða kaupunum á happdrættisvélunum er Happdrættið að endurnýja tölvukerfi [e. platform] en það er veigamikill liður í innleiðingu rafrænna spilakorta sem eru tengd farsímum. Spilakortin eru að norrænni fyrirmynd en markmiðið með þeim er að stuðla að heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun, sporna við spilavanda og verjast peningaþvætti,“ segir Bryndís. „Þegar kortið verður komið í notkun geta viðskiptavinir meðal annars takmarkað þátttöku sína í happdrættisvélum eða útilokað sig frá spilun, tímabundið eða varanlega. Rafrænu spilakortin eru raunhæf og árangursrík leið til að stemma stigu við spilavanda og hafa gefið góða raun í löndunum í kringum okkur.“ Bryndís segir HHÍ hafa lagt töluverða fjárfestingu í innleiðingu spilakortanna, til að stuðla að „heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun“. Þau verða hluti af „Happinu“ nýju appi HHÍ. Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og fleiri hafa gagnrýnt Háskóla Íslands harðlega fyrir að reka spilakassa en Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, hefur sagt reksturinn afar mikilvægan og forsendu uppbyggingu innviða og viðhalds þeirra. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” sagði hann í samtali við Vísi árið 2021, þegar starfsemin var kærð til lögreglu. Fjárhættuspil Háskólar Tengdar fréttir Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. 14. desember 2022 17:00 Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið og hefur eftir Bryndísi Hrafnkelsdóttur, forstjóra HHÍ. „Samhliða kaupunum á happdrættisvélunum er Happdrættið að endurnýja tölvukerfi [e. platform] en það er veigamikill liður í innleiðingu rafrænna spilakorta sem eru tengd farsímum. Spilakortin eru að norrænni fyrirmynd en markmiðið með þeim er að stuðla að heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun, sporna við spilavanda og verjast peningaþvætti,“ segir Bryndís. „Þegar kortið verður komið í notkun geta viðskiptavinir meðal annars takmarkað þátttöku sína í happdrættisvélum eða útilokað sig frá spilun, tímabundið eða varanlega. Rafrænu spilakortin eru raunhæf og árangursrík leið til að stemma stigu við spilavanda og hafa gefið góða raun í löndunum í kringum okkur.“ Bryndís segir HHÍ hafa lagt töluverða fjárfestingu í innleiðingu spilakortanna, til að stuðla að „heilbrigðari leikjamarkaði og ábyrgri spilun“. Þau verða hluti af „Happinu“ nýju appi HHÍ. Samtök áhugafólks um spilafíkn (SÁS) og fleiri hafa gagnrýnt Háskóla Íslands harðlega fyrir að reka spilakassa en Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, hefur sagt reksturinn afar mikilvægan og forsendu uppbyggingu innviða og viðhalds þeirra. „Þetta er stórmál fyrir háskólann,” sagði hann í samtali við Vísi árið 2021, þegar starfsemin var kærð til lögreglu.
Fjárhættuspil Háskólar Tengdar fréttir Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. 14. desember 2022 17:00 Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57 Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29 Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Skora á rekstraraðila að loka spilakössum yfir jól og áramót Samtök áhugafólks um spilafíkn skora á rekstraraðila spilakassa að loka spilakössum sínum dagana yfir jólahátíðina og áramót. Samtökin benda á að jól og áramót eru hátíð kærleika, friðar og samveru með fjölskyldu, börnum og ástvinum og að með þessu móti geti allir sameinast um að láta spilakassana ekki spilla hátíðunum. 14. desember 2022 17:00
Mögulegt tekjutap ekki næg rök til að slá aðgerðum á frest Háskóla Íslands ber að leggja áherslu á skaðaminnkandi aðgerðir í tengslum við rekstur spilakassa með því að hvetja Happdrætti Háskóla Íslands til að taka sem fyrst nauðsynleg skref til innleiðingar spilakorta. 17. febrúar 2022 08:57
Segir spilafíkla fjármagna kaup HÍ á Hótel Sögu „Spilafíklar kaupa Bændahöllina“ segir Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, í skoðanapistli sem birtist í helgarblaði Morgunblaðsins. Hann kallar eftir því að Háskóli Íslands og aðrir hagsmunaaðilar hætti rekstri spilakassa. 20. desember 2021 12:29
Lokun spilakassa muni ekki leiða til skólagjalda Lokun spilakassa myndi ekki hafa áhrif á skólagjöld, að sögn rektors Háskóla Íslands. Formaður Happdrættis Háskóla Íslands hefur hins vegar lýst því yfir að lokun spilakassa myndi leiða af sér umfangsmiklar hækkanir á skólagjöldum. 7. október 2021 19:20