Full vinna að vera í fæðingarorlofi en nærandi að gleyma sér aðeins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 11:30 Sólveig Einarsdóttir og Eva Sigrún Guðjónsdóttir standa fyrir matarhlaðvarpinu Bragðheimar. Aðsend Þær Eva Sigrún Guðjónsdóttir og Sólveig Einarsdóttir eru miklir matgæðingar og gætu ekki gleymt því að borða sama hversu uppteknar þær eru. Stöllurnar kynntust nýverið í fæðingarorlofi og ákváðu að sameina krafta sína með hlaðvarpinu Bragðheimar, sem fjallar einmitt um mat. Þrjú börn með tíu daga millibili Eva Sigrún og Sólveig eignuðust þrjú börn með tíu daga millibili en Eva eignaðist tvíbura. Það kom fljótlega í ljós að þær deildu miklum áhuga á mat og matargerð. Þegar þær áttuðu sig á því að lasagnað þeirra innihéldi nákvæmlega sömu hráefni segja þær að eitthvað hafi gerst. „Það leið ekki á löngu fyrr en við rönkuðum við okkur í stúdíó við tökur á fyrsta þætti af Bragðheimum,“ segja stelpurnar en á þremur vikum hafa þær gefið út fjóra þætti sem þær segja einkennast af fróðleik, gríni og babbli tengdu mat, matargerð og matarmenningu. Samhliða hlaðvarps þáttunum halda þær uppi Instagram síðu Bragðheima og deila því sem þær hafa verið að kokka og ræða í síðustu þáttum. View this post on Instagram A post shared by Bragðheimar (@bragdheimar) Aldrei tengt við konur sem gera allt í orlofinu Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur lengi viljað gera eitthvað meira úr þessu áhugamáli sínu. „Af einhverjum ástæðum hafði mér aldrei dottið í hug að gera hlaðvarp. Mér fannst það örugglega bara einhver klisja. En auðvitað er það frábær hugmynd. Það eru ekki bara við vinkonur mínar sem erum alltaf að tala um mat, eiginlega allir tala mikið um mat, meðvitað eða ómeðvitað.“ Hún segir að það hafi verið algjör draumur að kynnast Evu í orlofinu og þær hafi fljótt komist að því að þær vildu gera eitthvað saman. „Það er full vinna að vera í fæðingarorlofi. Ég hef aldrei tengt við konur sem gera allt í fæðingarorlofinu sínu. Fara í ræktina, stofna fyrirtæki og halda stórar veislur. Eins upptekinn og maður er í orlofi með ungabarn og annað á leikskóla þá er nærandi að fá vettvang til að gleyma börnunum í smá stund, setja niður með glænýrri vinkonu og grínast um góðan mat.“ Dýrmætt að geta gleymt sér um stund Eva sem er mikil mataráhugakona var búin að vera með hugmyndina um matarhlaðvarp í maganum í mörg ár en aldrei látið til skarar skríða. Það var síðan í göngu á örlagaríkum og gráum miðvikudags eftirmiðdegi þar sem hlutirnir fara að rúlla. Á einungis tveimur vikum voru þær Eva og Solla búnar að taka upp þrjá þætti og segja þær að þættirnir hafi hlotið bæði góðar og miklar undirtektir. „Það er auðvitað nóg að gera í fæðingarorlofi með tvíbura, ef orlof má kalla, en það er alveg ofboðslega dýrmætt að geta gleymt sér um stund í Bragðheima-brasi,“ segir Eva létt í bragði og bætir við: „Ég lít á Bragðheima sem samfélagslegt verkefni. Flest elskum við góðan mat og í Bragðheimum ræðum við um alls konar mat og góð ráð tengd matargerð sem ætti að hafa hvetjandi og jákvæð áhrif á hlustendur. Við spjöllum við fjölbreyttan hóp viðmælenda sem deila góðum ráðum í eldhúsinu sínu, segja okkur frá sakbitnu sælunni sinni og þar fram eftir götunum. Bragðheimar eru fyrir sælkerann, sjoppuna og meðaljóninn.“ Ástin og lífið Matur Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Þrjú börn með tíu daga millibili Eva Sigrún og Sólveig eignuðust þrjú börn með tíu daga millibili en Eva eignaðist tvíbura. Það kom fljótlega í ljós að þær deildu miklum áhuga á mat og matargerð. Þegar þær áttuðu sig á því að lasagnað þeirra innihéldi nákvæmlega sömu hráefni segja þær að eitthvað hafi gerst. „Það leið ekki á löngu fyrr en við rönkuðum við okkur í stúdíó við tökur á fyrsta þætti af Bragðheimum,“ segja stelpurnar en á þremur vikum hafa þær gefið út fjóra þætti sem þær segja einkennast af fróðleik, gríni og babbli tengdu mat, matargerð og matarmenningu. Samhliða hlaðvarps þáttunum halda þær uppi Instagram síðu Bragðheima og deila því sem þær hafa verið að kokka og ræða í síðustu þáttum. View this post on Instagram A post shared by Bragðheimar (@bragdheimar) Aldrei tengt við konur sem gera allt í orlofinu Sólveig er mikill ástríðukokkur og hefur lengi viljað gera eitthvað meira úr þessu áhugamáli sínu. „Af einhverjum ástæðum hafði mér aldrei dottið í hug að gera hlaðvarp. Mér fannst það örugglega bara einhver klisja. En auðvitað er það frábær hugmynd. Það eru ekki bara við vinkonur mínar sem erum alltaf að tala um mat, eiginlega allir tala mikið um mat, meðvitað eða ómeðvitað.“ Hún segir að það hafi verið algjör draumur að kynnast Evu í orlofinu og þær hafi fljótt komist að því að þær vildu gera eitthvað saman. „Það er full vinna að vera í fæðingarorlofi. Ég hef aldrei tengt við konur sem gera allt í fæðingarorlofinu sínu. Fara í ræktina, stofna fyrirtæki og halda stórar veislur. Eins upptekinn og maður er í orlofi með ungabarn og annað á leikskóla þá er nærandi að fá vettvang til að gleyma börnunum í smá stund, setja niður með glænýrri vinkonu og grínast um góðan mat.“ Dýrmætt að geta gleymt sér um stund Eva sem er mikil mataráhugakona var búin að vera með hugmyndina um matarhlaðvarp í maganum í mörg ár en aldrei látið til skarar skríða. Það var síðan í göngu á örlagaríkum og gráum miðvikudags eftirmiðdegi þar sem hlutirnir fara að rúlla. Á einungis tveimur vikum voru þær Eva og Solla búnar að taka upp þrjá þætti og segja þær að þættirnir hafi hlotið bæði góðar og miklar undirtektir. „Það er auðvitað nóg að gera í fæðingarorlofi með tvíbura, ef orlof má kalla, en það er alveg ofboðslega dýrmætt að geta gleymt sér um stund í Bragðheima-brasi,“ segir Eva létt í bragði og bætir við: „Ég lít á Bragðheima sem samfélagslegt verkefni. Flest elskum við góðan mat og í Bragðheimum ræðum við um alls konar mat og góð ráð tengd matargerð sem ætti að hafa hvetjandi og jákvæð áhrif á hlustendur. Við spjöllum við fjölbreyttan hóp viðmælenda sem deila góðum ráðum í eldhúsinu sínu, segja okkur frá sakbitnu sælunni sinni og þar fram eftir götunum. Bragðheimar eru fyrir sælkerann, sjoppuna og meðaljóninn.“
Ástin og lífið Matur Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira