Af hverju var konudagurinn ekki í gær? Magnús Jochum Pálsson skrifar 19. febrúar 2024 15:30 Svona hefur einn þeirra manna sem ætlaði að kaupa blóm í gær sennilega litið út þegar hann var að velta fyrir sér konudeginum. Í bakgrunni má sjá mynd af sígildu fingrarími sem var áður notað til að reika tímatil með fingrunum. Rómantískir makar lentu í því í gær að ætla að kaupa blóm vegna konudagsins en uppgötvuðu þá að hann væri næsta sunnudag. Á venjulegu ári hefði konudagurinn verið í gær en hann frestast vegna svokallaðs rímspillisárs sem gerist á 28 ára fresti. Konudagurinn er fyrsti dagur Góu og er á sunnudegi milli 18. og 25. febrúar. Í gær var 18. febrúar á sunnudegi og skiljanlega héldu því margir að það væri konudagur. Blómasali segir þó nokkurn fjölda manna hafa komið til að kaupa blóm vegna konudagsins sem ekki var. „Það hefur verið lokað hjá okkur á sunnudögum í febrúar en ég var samt hérna í gær þó það væri lokað. Það var mikið tekið í hurðina,“ segir Lilja Dóra, blómasali hjá Blómagalleríi á Hagamel. „Svo var einn herramaður sem hringdi. Ég svaraði símanum og hann sagðist endilega þurfa að panta blóm. Ég sagði honum að það væri því miður lokað. Þá sagði hann Bíddu er ekki konudagurinn? og ég svaraði neitandi, sagði honum að hann hefði grætt heila viku,“ sagði hún. „Þannig þetta er almennur ruglingur í samfélaginu. Þeir eru nokkrir sem eru búnir að spyrja,“ sagði Lilja og bætti við að næsta sunnudag yrði hins vegar opið í Blómagalleríinu, enda konudagurinn þá. Rímspillirinn kemur á 28 ára fresti Ástæðuna fyrir þessum ruglingi má rekja til svokallaðs rímspillisárs sem er tilkomið vegna misræmis milli gamla misseristalsins og nýja tímatalsins sem við notum í dag. Rímspillisár verður þegar seinasti dagur ársins á undan er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Sem var tilvikið í fyrra. Rímspillir þýðir í raun að verið sé að rugla í reikningnum sem veldur því að dagsetningar breytast. Á Vísindavefnum segir að rímspillir verði þegar sumarauka, viku sem er bætt við misseristalið á nokkurra ári fresti til að halda samræmi við árstíðaár, er skotið inn í misseristalið degi síðar en vanalegt er. „Þetta gamla íslenska tímatal eða misseristal hangir saman við sumardaginn fyrsta. Hann getur bara lent á ákveðnum dögum, frá 19. til 25. apríl,“ segir Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur. Gunnlaugur Björnsson segir svo langt frá síðasta rímspillisári að allir séu búnir að gleyma því að það rugli í dagatalinu.Háskóli Íslands „Gamla árið er degi styttra heldur en árstíðaárið. Það eru 30 dagar í mánuði sinnum tólf plús fjórir þannig það eru 364 dagar í gamla árinu en 365 hjá okkur þannig þessar dagsetningar færast alltaf fram um einn dag á ári og ef sumardagurinn fyrsti myndi lenda á 18. apríl frekar en 19. þá er öllu hent aftur um heila viku,“ segir Gunnlaugur. „Það gerist á 28 ára fresti. Þá kemur svona rímspillir inn og ruglar allt kerfið. Þess vegna færist þetta aftur um eina viku, bæði Þorrinn og Góan, þegar konudagurinn er,“ bætir hann við. Bóndadagurinn færist líka en eru það bara þessir tveir? „Nei, það eru fleiri. En þetta eru þeir dagar sem flestir vita af og eru að hugsa um, bónda- og konudagurinn, segir Gunnlaugur. „Þetta byrjar í rauninni í júní í fyrra, rímspillirinn. Allir mánuðir sem venjulega byrja á tilteknum degi koma viku seinna. Fyrsti vetrardagur í fyrra kom viku seinna í fyrra og allir þessi gömlu íslensku misserisdagar eftir það. Konudagurinn er í raun síðasti dagurinn sem verður fyrir áhrifum og svo jafnar þetta sig eftir hlaupaár,“ segir Gunnlaugur Björnsson, Konudagur Blóm Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira
Konudagurinn er fyrsti dagur Góu og er á sunnudegi milli 18. og 25. febrúar. Í gær var 18. febrúar á sunnudegi og skiljanlega héldu því margir að það væri konudagur. Blómasali segir þó nokkurn fjölda manna hafa komið til að kaupa blóm vegna konudagsins sem ekki var. „Það hefur verið lokað hjá okkur á sunnudögum í febrúar en ég var samt hérna í gær þó það væri lokað. Það var mikið tekið í hurðina,“ segir Lilja Dóra, blómasali hjá Blómagalleríi á Hagamel. „Svo var einn herramaður sem hringdi. Ég svaraði símanum og hann sagðist endilega þurfa að panta blóm. Ég sagði honum að það væri því miður lokað. Þá sagði hann Bíddu er ekki konudagurinn? og ég svaraði neitandi, sagði honum að hann hefði grætt heila viku,“ sagði hún. „Þannig þetta er almennur ruglingur í samfélaginu. Þeir eru nokkrir sem eru búnir að spyrja,“ sagði Lilja og bætti við að næsta sunnudag yrði hins vegar opið í Blómagalleríinu, enda konudagurinn þá. Rímspillirinn kemur á 28 ára fresti Ástæðuna fyrir þessum ruglingi má rekja til svokallaðs rímspillisárs sem er tilkomið vegna misræmis milli gamla misseristalsins og nýja tímatalsins sem við notum í dag. Rímspillisár verður þegar seinasti dagur ársins á undan er laugardagur og næsta ár á eftir er hlaupár. Sem var tilvikið í fyrra. Rímspillir þýðir í raun að verið sé að rugla í reikningnum sem veldur því að dagsetningar breytast. Á Vísindavefnum segir að rímspillir verði þegar sumarauka, viku sem er bætt við misseristalið á nokkurra ári fresti til að halda samræmi við árstíðaár, er skotið inn í misseristalið degi síðar en vanalegt er. „Þetta gamla íslenska tímatal eða misseristal hangir saman við sumardaginn fyrsta. Hann getur bara lent á ákveðnum dögum, frá 19. til 25. apríl,“ segir Gunnlaugur Björnsson, stjarneðlisfræðingur. Gunnlaugur Björnsson segir svo langt frá síðasta rímspillisári að allir séu búnir að gleyma því að það rugli í dagatalinu.Háskóli Íslands „Gamla árið er degi styttra heldur en árstíðaárið. Það eru 30 dagar í mánuði sinnum tólf plús fjórir þannig það eru 364 dagar í gamla árinu en 365 hjá okkur þannig þessar dagsetningar færast alltaf fram um einn dag á ári og ef sumardagurinn fyrsti myndi lenda á 18. apríl frekar en 19. þá er öllu hent aftur um heila viku,“ segir Gunnlaugur. „Það gerist á 28 ára fresti. Þá kemur svona rímspillir inn og ruglar allt kerfið. Þess vegna færist þetta aftur um eina viku, bæði Þorrinn og Góan, þegar konudagurinn er,“ bætir hann við. Bóndadagurinn færist líka en eru það bara þessir tveir? „Nei, það eru fleiri. En þetta eru þeir dagar sem flestir vita af og eru að hugsa um, bónda- og konudagurinn, segir Gunnlaugur. „Þetta byrjar í rauninni í júní í fyrra, rímspillirinn. Allir mánuðir sem venjulega byrja á tilteknum degi koma viku seinna. Fyrsti vetrardagur í fyrra kom viku seinna í fyrra og allir þessi gömlu íslensku misserisdagar eftir það. Konudagurinn er í raun síðasti dagurinn sem verður fyrir áhrifum og svo jafnar þetta sig eftir hlaupaár,“ segir Gunnlaugur Björnsson,
Konudagur Blóm Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Fleiri fréttir „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sjá meira