„Get bara sjálfum mér um kennt“ Aron Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2024 11:00 Það er væntanlega mjög erfitt að segja nei þegar að kallið kemur frá liði eins og Arsenal. Rúnar Alex stökk á tækifærið að ganga til liðs við félagið og þrátt fyrir lítinn spilatíma er um að ræða ákvörðun sem hann sér ekki eftir að hafa tekið. Vísir/Getty Þrátt fyrir fá tækifæri sér íslenski landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson, ekki eftir þeirri ákvörðun sinni á sínum tíma að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Arsenal. Rúnar Alex varð fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og er eini íslenski markvörðurinn til þessa til að afreka það. Alls spilaði hann sex leiki fyrir Skytturnar frá Norður-Lundúnum en mestum tíma, sem leikmaður þessa sögufræga félags, eyddi þó á láni frá því hjá félögum á borð við Alanyaspor í Tyrklandi, OH Leuven í Belgíu og nú síðast Cardiff City í ensku B-deildinni. Rúnar Alex samdi við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðarins og þar með lauk tíma hans sem leikmanni Arsenal. Þó svo að tækifærin hafi verið af skornum skammti hjá þeim rauðklæddu sér Rúnar ekki eftir því að hafa gengið til liðs við félagið á sínum tíma. „Ég mun alltaf vera rosalega stoltur af því að hafa verið leikmaður Arsenal,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ef að hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég ekki verið sendur á láni frá félaginu þrisvar sinnum og upplifað þetta flakk, þessar róteringar.“ Alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik „Ég get bara sjálfum mér um kennt. Það er ég sem að stóð mig ekki nógu vel í leiknum gegn Manchester City til að mynda. Ég mun aldrei sjá eftir þessu. Þetta hefur styrkt mig ótrúlega mikið sem manneskju og var ótrúlega skemmtilegt á meðan á þessu stóð. Núna var bara kominn rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt.“ Og nefnir Rúnar Alex þarna leik Arsenal og Manchester City í enska deildarbikarnum í desember árið 2020. Rúnar stóð vaktina í marki Skytanna í leiknum sem endaði með 4-1 sigri og átti Rúnar erfiðan dag. Þessi leikur gegn Manchester City sem þú minnist á. Situr hann í þér? „Nei ekki neitt. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Maður spilar leiki sem maður stendur sig vel í og svo leiki sem maður stendur sig illa í. Það er bara hluti af lífinu að fara í gegnum erfið tímabil. Svona upp og niður sveiflur. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik. Fyrir mér er þetta bara hluti af lærdómnum og vegferðinni sem fylgir því að vera íþróttamaður og manneskja. Þetta situr ekki í mér.“ Fékk sjokk Þegar að Rúnar skipti yfir til Arsenal frá franska félaginu Dijon á sínum tíma, segist hann hafa fengið smá sjokk er hann sá stærðina og umfangið í kringum alla starfsemi Arsenal. „Maður fékk bara smá sjokk þegar að maður kom til félagsins. Maður mætir þarna inn og æfingarsvæðið og öll aðstaða er rosaleg. Ég veit ekki hvað það voru margir æfingarvellir og starfsmenn í kringum okkur að sjá til þess að við værum að æfa með réttu keilurnar og vestin til að mynda. Það var bara á einhverju öðru stigi. Þá vorum við með tíu manna sjúkrateymi og svo voru aðrir tíu í því að klippa fyrir okkur myndbönd. Stærðin á öllu var bara svo rosaleg. Þetta var alveg smá sjokk að sjá það hversu mikill munur er bara á fótbolta og fótbolta. En svo í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti öðrum ellefu í níutíu mínútna fótboltaleik.“ Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira
Rúnar Alex varð fyrsti íslenski markvörðurinn til þess að spila í ensku úrvalsdeildinni og er eini íslenski markvörðurinn til þessa til að afreka það. Alls spilaði hann sex leiki fyrir Skytturnar frá Norður-Lundúnum en mestum tíma, sem leikmaður þessa sögufræga félags, eyddi þó á láni frá því hjá félögum á borð við Alanyaspor í Tyrklandi, OH Leuven í Belgíu og nú síðast Cardiff City í ensku B-deildinni. Rúnar Alex samdi við danska úrvalsdeildarfélagið FC Kaupmannahöfn í upphafi mánaðarins og þar með lauk tíma hans sem leikmanni Arsenal. Þó svo að tækifærin hafi verið af skornum skammti hjá þeim rauðklæddu sér Rúnar ekki eftir því að hafa gengið til liðs við félagið á sínum tíma. „Ég mun alltaf vera rosalega stoltur af því að hafa verið leikmaður Arsenal,“ segir Rúnar Alex í samtali við Vísi. „Þetta var tækifæri sem ég gat ekki sagt nei við. Það er hins vegar ekkert leyndarmál að ef að hlutirnir hefðu þróast aðeins öðruvísi þá hefði ég ekki verið sendur á láni frá félaginu þrisvar sinnum og upplifað þetta flakk, þessar róteringar.“ Alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik „Ég get bara sjálfum mér um kennt. Það er ég sem að stóð mig ekki nógu vel í leiknum gegn Manchester City til að mynda. Ég mun aldrei sjá eftir þessu. Þetta hefur styrkt mig ótrúlega mikið sem manneskju og var ótrúlega skemmtilegt á meðan á þessu stóð. Núna var bara kominn rétti tíminn til þess að prófa eitthvað nýtt.“ Og nefnir Rúnar Alex þarna leik Arsenal og Manchester City í enska deildarbikarnum í desember árið 2020. Rúnar stóð vaktina í marki Skytanna í leiknum sem endaði með 4-1 sigri og átti Rúnar erfiðan dag. Þessi leikur gegn Manchester City sem þú minnist á. Situr hann í þér? „Nei ekki neitt. Þetta er bara hluti af fótboltanum. Maður spilar leiki sem maður stendur sig vel í og svo leiki sem maður stendur sig illa í. Það er bara hluti af lífinu að fara í gegnum erfið tímabil. Svona upp og niður sveiflur. Það eru alltaf einhverjir aðrir sem vilja tala um þennan leik. Fyrir mér er þetta bara hluti af lærdómnum og vegferðinni sem fylgir því að vera íþróttamaður og manneskja. Þetta situr ekki í mér.“ Fékk sjokk Þegar að Rúnar skipti yfir til Arsenal frá franska félaginu Dijon á sínum tíma, segist hann hafa fengið smá sjokk er hann sá stærðina og umfangið í kringum alla starfsemi Arsenal. „Maður fékk bara smá sjokk þegar að maður kom til félagsins. Maður mætir þarna inn og æfingarsvæðið og öll aðstaða er rosaleg. Ég veit ekki hvað það voru margir æfingarvellir og starfsmenn í kringum okkur að sjá til þess að við værum að æfa með réttu keilurnar og vestin til að mynda. Það var bara á einhverju öðru stigi. Þá vorum við með tíu manna sjúkrateymi og svo voru aðrir tíu í því að klippa fyrir okkur myndbönd. Stærðin á öllu var bara svo rosaleg. Þetta var alveg smá sjokk að sjá það hversu mikill munur er bara á fótbolta og fótbolta. En svo í grunninn eru þetta bara ellefu leikmenn á móti öðrum ellefu í níutíu mínútna fótboltaleik.“
Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir „Eina leiðin til að lifa af“ Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Sjá meira