Aldrei séð annað eins í Reynisfjöru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 21. febrúar 2024 12:24 Öldugangurinn var rosalega mikill. Stórbrim var í Reynisfjöru í gær. Öldurnar gengu alla leið upp í bílastæði ofan fjörunnar og brimaði langt upp á stuðlabergið. „Ég hef verið í þessum bransa í átta ár og komið þarna mikið og aldrei séð þetta svona,“ segir Ásta Margrét Magnúsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. „Klettarnir, stuðlabergið. Þetta var allt saman lamið og barið af öldunum.“ Hún segir fólk hafa verið hætt komið vegna öldugangsins. Þegar hún hafi mætt í fjöruna hafi fimm manns verið komnir mjög langt að sjónum. „Þá lítur maður út eins og vitleysingur að arga og garga, því það heyrir enginn í manni því sjórinn er svo hávær. En þau komu sér í burtu og rétt eftir það kom svakaleg alda og þeim var mikið brugðið þegar þau sáu hana koma og áttuðu sig á því að þau hefðu lítið getað gert ef þau hefðu ekki farið ofar í fjöruna.“ Ásta segir einn í sínum hóp hafa verið eftir í bílnum á meðan hópurinn var í fjörunni. Sá hafi fundið bílinn hreyfast og sökkva ofan í sandinn þegar aldan reið yfir bílastæðið. Þá hafi viðkomandi séð ferðamenn hrasa beint fyrir framan bílastæðið. „Þetta voru gígantískar öldur. Venjulega er fólki alveg bannað að fara upp á grasið en þarna neyddust allir til að standa á grasinu, alveg langt upp hlíðina af því að það var ekkert hægt að vera neitt niður frá.“ Ásta segir lítið hægt að gera þegar öldugangurinn sé eins og hann var þennan dag. Það sé hluti af fegurð Reynisfjöru að hún sé óútreiknanleg. „Við ræddum það eftir þetta að þetta minnir svolítið á sögurnar af hafmeyjunum. Þar sem þær lokka sjóarana í hafið. Reynisfjara er nákvæmlega þannig,“ segir Ásta. Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32 Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
„Ég hef verið í þessum bransa í átta ár og komið þarna mikið og aldrei séð þetta svona,“ segir Ásta Margrét Magnúsdóttir leiðsögumaður í samtali við Vísi. „Klettarnir, stuðlabergið. Þetta var allt saman lamið og barið af öldunum.“ Hún segir fólk hafa verið hætt komið vegna öldugangsins. Þegar hún hafi mætt í fjöruna hafi fimm manns verið komnir mjög langt að sjónum. „Þá lítur maður út eins og vitleysingur að arga og garga, því það heyrir enginn í manni því sjórinn er svo hávær. En þau komu sér í burtu og rétt eftir það kom svakaleg alda og þeim var mikið brugðið þegar þau sáu hana koma og áttuðu sig á því að þau hefðu lítið getað gert ef þau hefðu ekki farið ofar í fjöruna.“ Ásta segir einn í sínum hóp hafa verið eftir í bílnum á meðan hópurinn var í fjörunni. Sá hafi fundið bílinn hreyfast og sökkva ofan í sandinn þegar aldan reið yfir bílastæðið. Þá hafi viðkomandi séð ferðamenn hrasa beint fyrir framan bílastæðið. „Þetta voru gígantískar öldur. Venjulega er fólki alveg bannað að fara upp á grasið en þarna neyddust allir til að standa á grasinu, alveg langt upp hlíðina af því að það var ekkert hægt að vera neitt niður frá.“ Ásta segir lítið hægt að gera þegar öldugangurinn sé eins og hann var þennan dag. Það sé hluti af fegurð Reynisfjöru að hún sé óútreiknanleg. „Við ræddum það eftir þetta að þetta minnir svolítið á sögurnar af hafmeyjunum. Þar sem þær lokka sjóarana í hafið. Reynisfjara er nákvæmlega þannig,“ segir Ásta.
Reynisfjara Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32 Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00 Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Vara við aðstæðum í Reynisfjöru næstu daga Lögreglan á Suðurlandi vill vekja athygli á slæmri veðurspá sem hefur áhrif á aðstæður á Suðurlandi næsta sólahringinn. Sérstaklega er bent á að aðstæður í Reynisfjöru geti reynst mjög varhugaverð. 30. janúar 2024 15:32
Sluppu með skrekkinn í Reynisfjöru Nokkur fjöldi ferðamanna lagði leið sína í Reynisfjöru í dag. Dæmi voru um að fólk fór óvarlega en slapp sem betur með skrekkinn. 22. nóvember 2023 17:00
Óð út í Reynisfjöru með göngugrind Ferðamenn voru í stórhættu við Reynisfjöru í gær þegar hópur kvenna óð út í flæðamálið. Ein þeirra var eldri kona með göngugrind. Leiðsögumaður segir viðvörunarkerfi ekki virka sem skyldi og kallar eftir sólarhringsvöktun á svæðinu. 3. september 2023 10:15