Dýri Guðmundsson er látinn Jakob Bjarnar skrifar 22. febrúar 2024 09:16 Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. ingimar Sigurðsson Dýri Guðmundsson endurskoðandi, fyrrverandi knattspyrnukappi og gítarleikari er látinn. Hann fæddist 1951 en lést eftir veikindi þriðjudagskvöldið 20. febrúar. Fjölmargir samferðamenn Dýra hvort sem er vinir eða ættingjar hafa minnst hans á samfélagsmiðlum. Þó Dýri eigi ættir að rekja til Fremstu-húsa í Hjarðardal í Dýrafirði, og hafi verið útnefndur Seltirningur ársins 2017 hefur hann ekki síst verið kenndur við Hafnarfjörð hvar hann ólst upp. Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann var í sigursælum liðum FH og svo síðar í Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár,“ sagði Dýri meðal annars í samtali við Morgunblaðið sem ræddi við hann í tilefni af því að hann varð Seltirningur ársins. En þar á Lindarbrautinni ólu Dýri og kona hans upp þrjú börn, sögðu þar gott að búa og ala upp börn. Dýri var mikill áhugamaður um tónlist. Í Morgunblaðinu 2011 var rætt við Dýra sem þá boðaði komu sjö laga hljómplötu þar sem stíllinn átti að vera fjölbreyttur; blús, rokk og melódíur. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ sagði Dýri og vildi meina að platan yrði einkum blússkotin. Óhætt er að fullyrða að tugir þúsunda hafi notið spilamennsku Dýra í gegnum árin en hann spilaði einatt fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem þeir komu skokkandi eftir Lindarbrautinni. Fjölmargir íbúar á Seltjarnarnesi minnast Dýra í Facebook-hópi íbúa á Nesinu og rifjuð upp störf Dýra í sóknarnefnd kirkjunnar og spilamennsku hans fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund. Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. Eiginkona Dýra er Hildur Guðmundsdóttir en börnin eru Orri Páll trymbill, Vilborg Ása bassaleikari og Guðný Vala lögfræðingur. Andlát Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þó Dýri eigi ættir að rekja til Fremstu-húsa í Hjarðardal í Dýrafirði, og hafi verið útnefndur Seltirningur ársins 2017 hefur hann ekki síst verið kenndur við Hafnarfjörð hvar hann ólst upp. Dýri var landsliðsmaður í knattspyrnu en hann var í sigursælum liðum FH og svo síðar í Val. „Ég var í Hafnarfjarðarstrætó í tíu ár,“ sagði Dýri meðal annars í samtali við Morgunblaðið sem ræddi við hann í tilefni af því að hann varð Seltirningur ársins. En þar á Lindarbrautinni ólu Dýri og kona hans upp þrjú börn, sögðu þar gott að búa og ala upp börn. Dýri var mikill áhugamaður um tónlist. Í Morgunblaðinu 2011 var rætt við Dýra sem þá boðaði komu sjö laga hljómplötu þar sem stíllinn átti að vera fjölbreyttur; blús, rokk og melódíur. „Ég gríp minn gítar, frakkur og fús, er einn frasinn sem ég er að leika mér með,“ sagði Dýri og vildi meina að platan yrði einkum blússkotin. Óhætt er að fullyrða að tugir þúsunda hafi notið spilamennsku Dýra í gegnum árin en hann spilaði einatt fyrir þátttakendur í Reykjavíkurmaraþoninu þar sem þeir komu skokkandi eftir Lindarbrautinni. Fjölmargir íbúar á Seltjarnarnesi minnast Dýra í Facebook-hópi íbúa á Nesinu og rifjuð upp störf Dýra í sóknarnefnd kirkjunnar og spilamennsku hans fyrir íbúa á hjúkrunarheimilinu Grund. Dýri var eftirminnilegur, hár á velli og skemmtilegur. Eiginkona Dýra er Hildur Guðmundsdóttir en börnin eru Orri Páll trymbill, Vilborg Ása bassaleikari og Guðný Vala lögfræðingur.
Andlát Seltjarnarnes Tónlist Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira