Segir Eið ef til vill þann fyrsta til að spila 8,5 stöðuna á Englandi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2024 14:40 Eiður Smári Guðjohnsen lék með Chelsea á árunum 2000-06 og varð tvisvar Englandsmeistari með liðinu. getty/Ben Radford Eiður Smári Guðjohnsen gæti hafa rutt brautina fyrir leikmenn sem eru að spila „nýja“ stöðu í toppliðunum á Englandi. Í vikunni skrifaði taktíksérfræðingurinn Michael Cox grein á The Athletic um nýja stöðu sem virðist vera að ryðja sér til rúms í bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Cox kallar stöðuna 8,5. Í þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru nefnilega leikmenn sem spila bæði sem miðjumenn í leikkerfinu 4-3-3 og sem framherjar. Leikmennirnir sem Cox fjallar um og spila þessa 8,5 stöðu eru Cody Gakpo hjá Liverpool, Kai Havertz hjá Arsenal og Julián Álvarez hjá Manchester City. Sá fyrsti sem spilaði þessa stöðu fyrir topplið á Englandi gæti hins vegar verið okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. Cox segir að fyrri hluta tímabilsins 2004-05 hafi José Mourinho skipst á að nota Eið og Didier Drogba sem fremsta mann í leikkerfinu 4-3-3 hjá Chelsea. Seinni hluta tímabilsins hafi hann hins vegar orðið djarfari og notað Eið á miðjunni með Claude Makélélé og Frank Lampard. Uppstillingin hafi verið mjög sóknarsinnuð á pappír þótt Chelsea hafi sjaldan unnið leiki stórt. Cox vitnar í viðtal við Eið þar sem hann lýsir sjálfum sér sem leikmanni. „Í leikkerfinu sem við spilum get ég spilað sem fremsti maður en ég myndi ekki segja að það sé mín besta staða því ég vil vera meira inni í spilinu. Ég vil koma og ná í boltann. Og ég er ekki markaskorari í eðli mínu þótt ég hafi skorað mörk á ferlinum.“ Chelsea V Charlton Athletic, Premier League LONDON, ENGLAND - May 7: Jose Mourinho Manager of Chelsea celebrates with players, Petr Cech, Eidur Gudjohnsen, Jiri Jarosik, Frank Lampard with trophy and John Terry after winning the Premier League match between Chelsea and Charlton Athletic at Stamford Bridge on May 7, 2005 in London, England. (Photo by Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images) Cox segir að þessi lýsing Eiðs á sjálfum sér geti átt við þá Gakpo, Havertz og Álvarez. Tímabilið 2004-05, sem var fyrsta tímabil Mourinhos með Chelsea, vann liðið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður var lykilmaður í Chelsea-liðinu og spilaði 57 leiki í öllum keppnum og skoraði sextán mörk. Aðeins Lampard spilaði og skoraði meira en Eiður á tímabilinu. Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira
Í vikunni skrifaði taktíksérfræðingurinn Michael Cox grein á The Athletic um nýja stöðu sem virðist vera að ryðja sér til rúms í bestu liðum ensku úrvalsdeildarinnar. Cox kallar stöðuna 8,5. Í þremur efstu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eru nefnilega leikmenn sem spila bæði sem miðjumenn í leikkerfinu 4-3-3 og sem framherjar. Leikmennirnir sem Cox fjallar um og spila þessa 8,5 stöðu eru Cody Gakpo hjá Liverpool, Kai Havertz hjá Arsenal og Julián Álvarez hjá Manchester City. Sá fyrsti sem spilaði þessa stöðu fyrir topplið á Englandi gæti hins vegar verið okkar maður, Eiður Smári Guðjohnsen. Cox segir að fyrri hluta tímabilsins 2004-05 hafi José Mourinho skipst á að nota Eið og Didier Drogba sem fremsta mann í leikkerfinu 4-3-3 hjá Chelsea. Seinni hluta tímabilsins hafi hann hins vegar orðið djarfari og notað Eið á miðjunni með Claude Makélélé og Frank Lampard. Uppstillingin hafi verið mjög sóknarsinnuð á pappír þótt Chelsea hafi sjaldan unnið leiki stórt. Cox vitnar í viðtal við Eið þar sem hann lýsir sjálfum sér sem leikmanni. „Í leikkerfinu sem við spilum get ég spilað sem fremsti maður en ég myndi ekki segja að það sé mín besta staða því ég vil vera meira inni í spilinu. Ég vil koma og ná í boltann. Og ég er ekki markaskorari í eðli mínu þótt ég hafi skorað mörk á ferlinum.“ Chelsea V Charlton Athletic, Premier League LONDON, ENGLAND - May 7: Jose Mourinho Manager of Chelsea celebrates with players, Petr Cech, Eidur Gudjohnsen, Jiri Jarosik, Frank Lampard with trophy and John Terry after winning the Premier League match between Chelsea and Charlton Athletic at Stamford Bridge on May 7, 2005 in London, England. (Photo by Richard Sellers/Sportsphoto/Allstar via Getty Images) Cox segir að þessi lýsing Eiðs á sjálfum sér geti átt við þá Gakpo, Havertz og Álvarez. Tímabilið 2004-05, sem var fyrsta tímabil Mourinhos með Chelsea, vann liðið ensku úrvalsdeildina og deildabikarinn og komst í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Eiður var lykilmaður í Chelsea-liðinu og spilaði 57 leiki í öllum keppnum og skoraði sextán mörk. Aðeins Lampard spilaði og skoraði meira en Eiður á tímabilinu.
Enski boltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Sjá meira