Salah, De Bruyne og Casemiro næstir á óskalista Sádi-Arabíu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. febrúar 2024 19:15 Þessir þrír gætu yfirgefið ensku úrvalsdeildina í sumar. Getty Images Það er nóg um digra sjóði í Sádi-Arabíu og ætlar PIF, fjárfestingasjóður ríkisins, að halda áfram að sækja stór nöfn til Evrópu þegar félagaskiptaglugginn opnar í sumar. Eru þeir Kevin de Bruyne, Mohamed Salah og Casemiro efstir á óskalistanum að svo stöddu. Það er The Times sem greinir frá en þar segir að hinn 32 ára gamli De Bruyne sé efstur á óskalista PIF. Belgíski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og er talið að mikið álag hjá Manchester City sé farið að taka sinn toll. Saudi clubs prepare big-money bid for Kevin De Bruynehttps://t.co/JhhPFksyF8— Paul Hirst (@hirstclass) February 23, 2024 Hann verður 33 ára gamall í sumar og á þá aðeins ár eftir af samningi. Þó Man City sé ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að fjármunum þá vill liðið forðast það að missa De Bruyne frá sér án greiðslu en síðasta sumar fór İlkay Gündoğan til Barcelona á frjálsri sölu. Framherjinn Mohamed Salah var þrálátlega orðaður við deildina í Sádi-Arabíu en hann verður 32 ára gamall í sumar. Þá rennur samningur hans líka út sumarið 2025. Casemiro fagnar 32. ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar, en hann hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð. Hann var frá í nokkurn tíma vegna meiðsla og hefur virkað langt frá sínu besta þegar hann spilar. Man United er sagt tilbúið að losa leikmanninn næsta sumar komi álitlegt tilboð í hann en hann kostaði félagið drjúgan skilding er hann kom frá Real Madríd sumarið 2022. Ekki hefur komið fram hvaða félög eru á höttunum á eftir leikmönnunum þremur en ætli PIF stefni ekki á að deila þeim niður á þrjú félög svo þau séu hvað samkeppnishæfust. Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira
Það er The Times sem greinir frá en þar segir að hinn 32 ára gamli De Bruyne sé efstur á óskalista PIF. Belgíski miðjumaðurinn hefur verið að glíma við meiðsli og er talið að mikið álag hjá Manchester City sé farið að taka sinn toll. Saudi clubs prepare big-money bid for Kevin De Bruynehttps://t.co/JhhPFksyF8— Paul Hirst (@hirstclass) February 23, 2024 Hann verður 33 ára gamall í sumar og á þá aðeins ár eftir af samningi. Þó Man City sé ekki á flæðiskeri statt þegar kemur að fjármunum þá vill liðið forðast það að missa De Bruyne frá sér án greiðslu en síðasta sumar fór İlkay Gündoğan til Barcelona á frjálsri sölu. Framherjinn Mohamed Salah var þrálátlega orðaður við deildina í Sádi-Arabíu en hann verður 32 ára gamall í sumar. Þá rennur samningur hans líka út sumarið 2025. Casemiro fagnar 32. ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar, en hann hefur átt gríðarlega erfitt uppdráttar það sem af er leiktíð. Hann var frá í nokkurn tíma vegna meiðsla og hefur virkað langt frá sínu besta þegar hann spilar. Man United er sagt tilbúið að losa leikmanninn næsta sumar komi álitlegt tilboð í hann en hann kostaði félagið drjúgan skilding er hann kom frá Real Madríd sumarið 2022. Ekki hefur komið fram hvaða félög eru á höttunum á eftir leikmönnunum þremur en ætli PIF stefni ekki á að deila þeim niður á þrjú félög svo þau séu hvað samkeppnishæfust.
Fótbolti Enski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Amad líklega frá út tímabilið Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik“ Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Nýliðar Aftureldingar skoruðu sex sinnum hjá FH-ingum í Skessunni Brighton skellti Chelsea nýbúnir að slá þá út úr bikarnum Emilía Kiær skoraði í öðrum leiknum í röð David Moyes finnur til með Arne Slot Devine til Blika og má spila í kvöld Sjá meira