Aguero um orðróminn: Algjör lygi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. febrúar 2024 10:31 Pep Guardiola ræðir málin við Sergio Aguero í aðdraganda úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023. Getty/Michael Regan Sergio Aguero segir ekkert til í því að hann ætli að hefja æfingar með argentínska félaginu Independiente. Orðrómur fór af stað í vikunni um að Aguero ætlaði að taka skóna af hillunni og byrja aftur að spila fótbolta í heimalandinu. Aguero setti fótboltaskóna upp á hillu í desember 2021 en hann var þá leikmaður Barcelona. Ástæðan voru hjartsláttartruflanir sem þvinguðu hann til að hætta aðeins 33 ára gamall. „Þetta er algjör lygi. Ég er ekki að fara að æfa með Independiente,“ sagði Aguero. Góðar fréttir frá lækni hans um að hann mætti spila fótbolta á ný setti boltann af stað í fjölmiðlum í Argentínu. Sergio Aguero denied reports that he will come out of retirement to train with Carlos Teves's Independiente.Tevez recently said he would welcome Aguero with open arms "Even if it's 10 or 15 minutes." pic.twitter.com/TpWyK49eZA— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2024 „Stundum býr fólk bara til hluti. Ég vil ítreka það að hjartalæknir minn segir að allt sé í góðu með mig. Það er mikilvægt að heilsan mín sé góð. En að fara að æfa aftur með liði í efstu deild. Ég hefði þurft að fara í fjölda prófa áður en slíkt gerist,“ sagði Aguero. Aguero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi. Hann hóf hins vegar feril sinn með Independiente. Aguero hafði grínast með það á Twitch að hann þyrfti að ráðfæra sig við hjartalækninn sinn ef Carlos Tevez, þjálfari Independiente, myndi hringja í hann. Tevez svaraði því að félagið tæki á móti Aguero með opnum örmum. „Hver myndi ekki vilja hafa Kun? Fyrst sem liðsfélagi og nú sem þjálfari. Jafnvel þótt að það séu bara tíu eða fimmtán mínútur,“ sagði Carlos Tevez. Allt fór í framhaldinu á mikið flug í argentínskum miðlum en nú hefur Aguero komið hlutunum á hreint. Hann er ekki að fara að spila alvöru fótbolta aftur. Argentína Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira
Orðrómur fór af stað í vikunni um að Aguero ætlaði að taka skóna af hillunni og byrja aftur að spila fótbolta í heimalandinu. Aguero setti fótboltaskóna upp á hillu í desember 2021 en hann var þá leikmaður Barcelona. Ástæðan voru hjartsláttartruflanir sem þvinguðu hann til að hætta aðeins 33 ára gamall. „Þetta er algjör lygi. Ég er ekki að fara að æfa með Independiente,“ sagði Aguero. Góðar fréttir frá lækni hans um að hann mætti spila fótbolta á ný setti boltann af stað í fjölmiðlum í Argentínu. Sergio Aguero denied reports that he will come out of retirement to train with Carlos Teves's Independiente.Tevez recently said he would welcome Aguero with open arms "Even if it's 10 or 15 minutes." pic.twitter.com/TpWyK49eZA— ESPN FC (@ESPNFC) February 27, 2024 „Stundum býr fólk bara til hluti. Ég vil ítreka það að hjartalæknir minn segir að allt sé í góðu með mig. Það er mikilvægt að heilsan mín sé góð. En að fara að æfa aftur með liði í efstu deild. Ég hefði þurft að fara í fjölda prófa áður en slíkt gerist,“ sagði Aguero. Aguero er markahæsti leikmaður Manchester City frá upphafi. Hann hóf hins vegar feril sinn með Independiente. Aguero hafði grínast með það á Twitch að hann þyrfti að ráðfæra sig við hjartalækninn sinn ef Carlos Tevez, þjálfari Independiente, myndi hringja í hann. Tevez svaraði því að félagið tæki á móti Aguero með opnum örmum. „Hver myndi ekki vilja hafa Kun? Fyrst sem liðsfélagi og nú sem þjálfari. Jafnvel þótt að það séu bara tíu eða fimmtán mínútur,“ sagði Carlos Tevez. Allt fór í framhaldinu á mikið flug í argentínskum miðlum en nú hefur Aguero komið hlutunum á hreint. Hann er ekki að fara að spila alvöru fótbolta aftur.
Argentína Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Sjá meira