Þrífst vel í brjálaðri vinnumenningu í New York Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 3. mars 2024 07:01 María Guðjohnsen er viðmælandi í Kúnst. Vísir/Einar „Stundum hef ég verið að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen. Hún hefur verið búsett í New York undanfarin ár og tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum á borð við hina virtu listahátíð Art Basel í Miami. Hún er viðmælandi í Kúnst þar sem hún ræðir meðal annars gríðarlega hraða þróun tækninnar, að mæta framtíðinni óhrædd, lífið í New York, líf eftir dauðann, að þróast innan listarinnar og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Maríu í heild sinni: Stafrænn heimur listarinnar „Í New York er listaheimurinn orðinn ótrúlega stafrænn. Það eru að spretta upp gallerí sem eru bara stafræn, helmingurinn af listahátíðum eru stafrænar og ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta væri stór sena fyrr en ég fór út.“ María Guðjohnsen fór í meistaranám í tölvumyndlist í listaháskólann School of Visual Arts í New York. Henni líður vel í borginni. „Ég er ekki mikið fyrir of mikið skipulag, ég fýla að hafa dálítið kaos. Það er það sem er geggjað við að vinna sjálfstætt, ég set svolítið mína tíma sjálf og er í flæði, hlusta á sjálfa mig hvenær ég vil vinna, hvenær ég vil vakna, hvað ég vil vinna lengi og svona. Það hentar mér í raun best. Mér finnst það geðveikt í New York þar sem að allt er opið allan sólarhringinn, það eru allir í einhverju flæði og það allir í kringum þig eru að vinna. Það er brjáluð vinnumenning þarna, mikið að gera og mikið hark. Maður er einhvern veginn á fullu allan daginn og stundum er ég búin að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Þakklát fyrir að geta sagt nei Hún segir að það sé erfitt fyrir utanaðkomandi fólk að átta sig á því hve mikil vinna fer í listsköpunina hennar. „Þetta er mjög tímafrekt starf og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta tekur langan tíma. Ég hef oft fengið beiðnir um að teikna upp eitthvað snöggvast, það virkar ekki alveg þannig. Það er svo ótrúlega langt ferli sem fer í að búa til allt. Einn maður í að gera hundrað manna verk. En mér finnst það líka geðveikt gaman því þá þarf ég aldrei að setja mig í neitt box og fæ að gera það sem ég vil gera.“ Aðspurð hvort það skipti ekki miklu máli að vera með breitt bak í stórborginni svarar María: „Jú alveg hundrað prósent, sérstaklega hér úti. Það eru svo margir að reyna að grípa í þig og fá þig til að gera alls konar hluti en ég hef verið það heppin að það er alltaf nóg að gera, þannig að ég fæ að segja nei við hlutum sem ég vil ekki gera og ég er mjög þakklát fyrir það að vera komin á þann stað.“ Kúnst Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“ „Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann. 28. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Hún er viðmælandi í Kúnst þar sem hún ræðir meðal annars gríðarlega hraða þróun tækninnar, að mæta framtíðinni óhrædd, lífið í New York, líf eftir dauðann, að þróast innan listarinnar og margt fleira. Hér má sjá viðtalið við Maríu í heild sinni: Stafrænn heimur listarinnar „Í New York er listaheimurinn orðinn ótrúlega stafrænn. Það eru að spretta upp gallerí sem eru bara stafræn, helmingurinn af listahátíðum eru stafrænar og ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þetta væri stór sena fyrr en ég fór út.“ María Guðjohnsen fór í meistaranám í tölvumyndlist í listaháskólann School of Visual Arts í New York. Henni líður vel í borginni. „Ég er ekki mikið fyrir of mikið skipulag, ég fýla að hafa dálítið kaos. Það er það sem er geggjað við að vinna sjálfstætt, ég set svolítið mína tíma sjálf og er í flæði, hlusta á sjálfa mig hvenær ég vil vinna, hvenær ég vil vakna, hvað ég vil vinna lengi og svona. Það hentar mér í raun best. Mér finnst það geðveikt í New York þar sem að allt er opið allan sólarhringinn, það eru allir í einhverju flæði og það allir í kringum þig eru að vinna. Það er brjáluð vinnumenning þarna, mikið að gera og mikið hark. Maður er einhvern veginn á fullu allan daginn og stundum er ég búin að vinna tíu daga í röð án þess að fatta það og þarf þá að anda í smá stund.“ View this post on Instagram A post shared by Maria Gudjohnsen (@mariagudjohnsen) Þakklát fyrir að geta sagt nei Hún segir að það sé erfitt fyrir utanaðkomandi fólk að átta sig á því hve mikil vinna fer í listsköpunina hennar. „Þetta er mjög tímafrekt starf og ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því hvað þetta tekur langan tíma. Ég hef oft fengið beiðnir um að teikna upp eitthvað snöggvast, það virkar ekki alveg þannig. Það er svo ótrúlega langt ferli sem fer í að búa til allt. Einn maður í að gera hundrað manna verk. En mér finnst það líka geðveikt gaman því þá þarf ég aldrei að setja mig í neitt box og fæ að gera það sem ég vil gera.“ Aðspurð hvort það skipti ekki miklu máli að vera með breitt bak í stórborginni svarar María: „Jú alveg hundrað prósent, sérstaklega hér úti. Það eru svo margir að reyna að grípa í þig og fá þig til að gera alls konar hluti en ég hef verið það heppin að það er alltaf nóg að gera, þannig að ég fæ að segja nei við hlutum sem ég vil ekki gera og ég er mjög þakklát fyrir það að vera komin á þann stað.“
Kúnst Myndlist Menning Sýningar á Íslandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir „Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“ „Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann. 28. febrúar 2024 07:01 Mest lesið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Innviðaráðherra á von á barni Lífið 50+: Að sleppa takinu af krökkunum þegar þau eru flutt að heiman Áskorun Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Lífið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Lífið Fleiri fréttir Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
„Tækifæri til að pæla í fallegri veruleika eftir dauðann“ „Framtíðin kemur bara og við þurfum að díla við það,“ segir þrívíddarhönnuðurinn María Guðjohnsen, sem er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. Hún heillast að tæknilegri hliðum listarinnar og er óhrædd við viðfangsefni á borð við dauðann. 28. febrúar 2024 07:01
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning