Þrumuræðan sem tryggði Þorvaldi formannsstól KSÍ: „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. febrúar 2024 18:36 Þorvaldur Örlygsson, nýkjörinn formaður KSÍ, flutti þrumuræðu á ársþinginu. vísir / anton brink Þorvaldur Örlygsson var um síðastliðna helgi kjörinn formaður Knattspyrnusambands Íslands. Þorvaldur flutti kraftmikla framboðsræðu sem hreyfði eflaust við fundargestum áður en gengið var til kjörkassa. Þar boðaði hann breytingar og framfarir, lýsti yfir óbeit sinni á óheiðarleika og sagði KSÍ ekki eiga að vera klíkuskap á kaffihúsum. Ætlar að gera það sem er best fyrir íslenska knattspyrnu Þorvaldur hóf ræðu sína á því að segja fundargestum frá þeim draumi sínum að kjörgengnir aðilar hafi hagsmuni íslenskrar knattspyrnu að leiðarljósi. „Sumir ætla að kjósa þann sem þeim finnst skemmtilegastur, aðrir þann sem er félagi þeirra, enn aðrir þann sem kemur best fyrir í sjónvarpinu. Minn draumur, þótt ótrúlegt megi virðast, er sá að menn kjósi þann sem mun gera það sem er best fyrir íslenska knattspyrnu.“ Skýr sýn á hlutverk formanns Þorvaldur sagði hlutverk formanns skipta sambandið og aðildarfélög þess gríðarlega miklu máli. Hann hefði sterka sýn um hvernig ætti að sinna því og lá ekki á skoðunum sínum um hvernig formaður KSÍ skal starfa. „Ég er þeirrar skoðunar að KSÍ eigi að vera vel rekið, hafa heildarhagsmuni knattspyrnunnar að leiðarljósi, hagsmuni iðkenda að leiðarljósi og eigi að vera stuðningsaðili félaganna og stuðla að vexti og viðgangi bæði í karla- og kvennaknattspyrnunni. Mín skoðun er sú að formaður eigi að vera í nánustu tengslum við hreyfinguna, meira en oft hefur verið, eigi að vera í betri samskiptum við félögin og styðja verkefnin sem þau eru í.“ Grasrótarmaður sem þolir ekki óheiðarleika og baktjaldamakk Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði Vigni og varð réttkjörinn nýr formaður KSÍ. Þorvaldur kaus að nýta ræðutíma sinn ekki í að tala niður andstæðinga sína, heldur upphefja sjálfan sig. Reynslu, kunnáttu, þekkingu, ábyrgð og óhæðni taldi Þorvaldur til sinna helstu kosta. Hann bætti því við að frekar kysi hann gras á skónum og bolta í skottinu en að klæða sig upp í jakkaföt. Þorvaldur sagði sig grasrótarmann sem hlustar og framkvæmir, mann sem sér bilið innan hreyfingar KSÍ og bilið milli KSÍ og ÍTF. Hann taldi mikilvægt að þessir aðilar nái betur saman í stefnu og straumum. Það sem Þorvaldur þolir ekki er baktal, fals, óheiðarleiki og baktjaldamakk. Helstu stefnumál í ræðu Þorvalds Helsta mál á dagskrá er að sjálfsögðu þjóðarleikvangurinn sem lengi hefur verið kallað eftir. Þar að auki fór Þorvaldur yfir helstu málin sem brenna honum í brjósti. „Öll hreyfingin er sammála hvað varðar nauðsyn að fá nýjan þjóðarleikvang, hjálpa aðildarfélögum að bæta aðstöðu sína, tala að auki fyrir ábyrgum rekstri. Auðveldum konum að koma að stjórnun, fjölgum konum í þjálfun, dómgæslu og bætum stöðu kvennalöggjafarinnar. Ég tala fyrir dómgæslu. Til dæmis með því að tala upp dómarana, koma námskeiðum inn í skólakerfið og fjölga þannig dómurum...“ „Ekki kjósa mig“ Þorvaldur endaði ræðuna af gríðarlegum krafti. Þá talaði hann um þá áratuga reynslu sem hann hefur af öllum hliðum knattspyrnunnar, hann hafi séð allt á völlum landsins – nema mótframbjóðendur sína, en það væri önnur saga. „Formannsembætti KSÍ snýst ekki bara um að sitja fundi í útlöndum, í heiðursstúkunni á landsleikjum, safna flugpunktum og laga bindið milli leikja. KSÍ á ekki að vera klíkuskapur á kaffihúsum.“ „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar, valkost um einhvern sem situr ekki bara á skrifstofustólnum, valkost um einhvern sem þolir ekki að óheiðarleika, misrétti eða kynferðisofbeldi eða kynjamun sé bara ýtt til hliðar. Ég býð okkur valkost – stöðnun, eða breytingar og framfarir. Ef þið viljið stöðnun, ekki kjósa mig, ef þið viljið breytingar og framfarir þá þarf hugrekki og nýtt blóð. Þá er ég ykkar maður, valið er ykkar ágætu félagar“ endaði Þorvaldur á því að segja í framboðsræðu sinni sem má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Íslenski listinn KSÍ Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Ætlar að gera það sem er best fyrir íslenska knattspyrnu Þorvaldur hóf ræðu sína á því að segja fundargestum frá þeim draumi sínum að kjörgengnir aðilar hafi hagsmuni íslenskrar knattspyrnu að leiðarljósi. „Sumir ætla að kjósa þann sem þeim finnst skemmtilegastur, aðrir þann sem er félagi þeirra, enn aðrir þann sem kemur best fyrir í sjónvarpinu. Minn draumur, þótt ótrúlegt megi virðast, er sá að menn kjósi þann sem mun gera það sem er best fyrir íslenska knattspyrnu.“ Skýr sýn á hlutverk formanns Þorvaldur sagði hlutverk formanns skipta sambandið og aðildarfélög þess gríðarlega miklu máli. Hann hefði sterka sýn um hvernig ætti að sinna því og lá ekki á skoðunum sínum um hvernig formaður KSÍ skal starfa. „Ég er þeirrar skoðunar að KSÍ eigi að vera vel rekið, hafa heildarhagsmuni knattspyrnunnar að leiðarljósi, hagsmuni iðkenda að leiðarljósi og eigi að vera stuðningsaðili félaganna og stuðla að vexti og viðgangi bæði í karla- og kvennaknattspyrnunni. Mín skoðun er sú að formaður eigi að vera í nánustu tengslum við hreyfinguna, meira en oft hefur verið, eigi að vera í betri samskiptum við félögin og styðja verkefnin sem þau eru í.“ Grasrótarmaður sem þolir ekki óheiðarleika og baktjaldamakk Að þessu sinni voru þrír sem buðu sig fram, það voru þeir Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson. Fór það svo að Þorvaldur stóð uppi sem sigurvegari en þar sem það þarf hreinan meirihluta til að komast í formannsstólinn þurfti að kjósa tvisvar. Guðni var úr leik eftir fyrstu kosninguna þar sem hann fékk fæst atkvæði. Í síðari atkvæðagreiðslunni var það svo Þorvaldur sem sigraði Vigni og varð réttkjörinn nýr formaður KSÍ. Þorvaldur kaus að nýta ræðutíma sinn ekki í að tala niður andstæðinga sína, heldur upphefja sjálfan sig. Reynslu, kunnáttu, þekkingu, ábyrgð og óhæðni taldi Þorvaldur til sinna helstu kosta. Hann bætti því við að frekar kysi hann gras á skónum og bolta í skottinu en að klæða sig upp í jakkaföt. Þorvaldur sagði sig grasrótarmann sem hlustar og framkvæmir, mann sem sér bilið innan hreyfingar KSÍ og bilið milli KSÍ og ÍTF. Hann taldi mikilvægt að þessir aðilar nái betur saman í stefnu og straumum. Það sem Þorvaldur þolir ekki er baktal, fals, óheiðarleiki og baktjaldamakk. Helstu stefnumál í ræðu Þorvalds Helsta mál á dagskrá er að sjálfsögðu þjóðarleikvangurinn sem lengi hefur verið kallað eftir. Þar að auki fór Þorvaldur yfir helstu málin sem brenna honum í brjósti. „Öll hreyfingin er sammála hvað varðar nauðsyn að fá nýjan þjóðarleikvang, hjálpa aðildarfélögum að bæta aðstöðu sína, tala að auki fyrir ábyrgum rekstri. Auðveldum konum að koma að stjórnun, fjölgum konum í þjálfun, dómgæslu og bætum stöðu kvennalöggjafarinnar. Ég tala fyrir dómgæslu. Til dæmis með því að tala upp dómarana, koma námskeiðum inn í skólakerfið og fjölga þannig dómurum...“ „Ekki kjósa mig“ Þorvaldur endaði ræðuna af gríðarlegum krafti. Þá talaði hann um þá áratuga reynslu sem hann hefur af öllum hliðum knattspyrnunnar, hann hafi séð allt á völlum landsins – nema mótframbjóðendur sína, en það væri önnur saga. „Formannsembætti KSÍ snýst ekki bara um að sitja fundi í útlöndum, í heiðursstúkunni á landsleikjum, safna flugpunktum og laga bindið milli leikja. KSÍ á ekki að vera klíkuskapur á kaffihúsum.“ „Ég býð ykkur annan valkost en afturhvarf til fortíðar, valkost um einhvern sem situr ekki bara á skrifstofustólnum, valkost um einhvern sem þolir ekki að óheiðarleika, misrétti eða kynferðisofbeldi eða kynjamun sé bara ýtt til hliðar. Ég býð okkur valkost – stöðnun, eða breytingar og framfarir. Ef þið viljið stöðnun, ekki kjósa mig, ef þið viljið breytingar og framfarir þá þarf hugrekki og nýtt blóð. Þá er ég ykkar maður, valið er ykkar ágætu félagar“ endaði Þorvaldur á því að segja í framboðsræðu sinni sem má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Íslenski listinn KSÍ Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira