Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Jón Þór Stefánsson skrifar 28. febrúar 2024 22:44 Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, segir stöðu hópsins ekki góða. Vísir/Arnar Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. Árni Tómas, sem hafði um nokkurra ára skeið skrifað upp á lyf fyrir fíknisjúklinga sem hafi verið hátt í sextíu talsins, skrifaði grein á Vísi í dag. Þar sagði hann að eftir að hafa verið sviptur leyfi sínu hafi skjólstæðingar hans margir hverjir upplifað vítiskvalir og séu komnir aftur á götuna. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, tjáði sig um stöðu þessa fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er náttúrlega alls ekki góð. Það að það voru fimmtíu til sextíu einstaklingar sem eru að glíma við þungan og alvarlegan ópíóðavanda sem voru að fá þessi lyf hjá honum sem þau sóttu á hverjum degi í apótek.“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka segir Svala: „Við þurfum að vera raunsæ. Við þurfum að koma til móts við heilbrigðisþarfir og fíknivanda þessa hóps, og setja laggirnar sértækar viðhaldsmeðferðar sem eru starfræktar í mörgum löndum í heiminum eins og Danmörku og Noregi. Þær eru einmitt fyrir þennan afmarkaða hóp sem glímir við alvarlegan vímuefnavanda, fjölþættan vanda, oft heimilsleysi.“ Svala segir skjólstæðinga Matthildar ekki endilega hafa löngun eða getu til þess að hætta í neyslu. „Þeir sem hafa leitað til okkar, og þá þjónustuaðila sem við erum í samskiptum við, hafa ekki endilega áhugahvöt, eða treysta sér ekki til að hætta notkun á þessum lyfjum. Ef þau fá ekki lyfin þá fara þau inn á ólöglegan markað og þurfa að fjármagna það. Þetta eru dýr lyf á ólöglegum markaði,“ segir hún. „Mjög margir af þessum einstaklingum munu missa það góða jafnvægi sem hefur náðst. Sumir eru í fyrsta skipti að halda húsnæði. Þannig við verðum að grípa þennan hóp betur og veita honum viðeigandi lyfjameðferð og heilbrigðisþjónstu.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Lyf Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
Árni Tómas, sem hafði um nokkurra ára skeið skrifað upp á lyf fyrir fíknisjúklinga sem hafi verið hátt í sextíu talsins, skrifaði grein á Vísi í dag. Þar sagði hann að eftir að hafa verið sviptur leyfi sínu hafi skjólstæðingar hans margir hverjir upplifað vítiskvalir og séu komnir aftur á götuna. Svala Jóhannesdóttir, formaður Matthildar samtaka um skaðaminnkun, tjáði sig um stöðu þessa fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Staðan er náttúrlega alls ekki góð. Það að það voru fimmtíu til sextíu einstaklingar sem eru að glíma við þungan og alvarlegan ópíóðavanda sem voru að fá þessi lyf hjá honum sem þau sóttu á hverjum degi í apótek.“ Aðspurð um hvað sé til bragðs að taka segir Svala: „Við þurfum að vera raunsæ. Við þurfum að koma til móts við heilbrigðisþarfir og fíknivanda þessa hóps, og setja laggirnar sértækar viðhaldsmeðferðar sem eru starfræktar í mörgum löndum í heiminum eins og Danmörku og Noregi. Þær eru einmitt fyrir þennan afmarkaða hóp sem glímir við alvarlegan vímuefnavanda, fjölþættan vanda, oft heimilsleysi.“ Svala segir skjólstæðinga Matthildar ekki endilega hafa löngun eða getu til þess að hætta í neyslu. „Þeir sem hafa leitað til okkar, og þá þjónustuaðila sem við erum í samskiptum við, hafa ekki endilega áhugahvöt, eða treysta sér ekki til að hætta notkun á þessum lyfjum. Ef þau fá ekki lyfin þá fara þau inn á ólöglegan markað og þurfa að fjármagna það. Þetta eru dýr lyf á ólöglegum markaði,“ segir hún. „Mjög margir af þessum einstaklingum munu missa það góða jafnvægi sem hefur náðst. Sumir eru í fyrsta skipti að halda húsnæði. Þannig við verðum að grípa þennan hóp betur og veita honum viðeigandi lyfjameðferð og heilbrigðisþjónstu.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Fíkn Heilbrigðismál Fíkniefnabrot Lyf Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira