„Besti dagur lífs míns“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. febrúar 2024 07:31 Jayden Danns fagnar öðru marka sinna fyrir Liverpool á Anfield í gærkvöldi. Getty/ Justin Setterfield Táningurinn Jayden Danns var heldur betur í skýjunum eftir 3-0 sigur Liverpool á Southampton í ensku bikarkeppninni á Anfield í gærkvöldi. Danns byrjaði reyndar á varamannabekknum en kom inn á í seinni hálfleiknum og skoraði tvö síðustu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum vegna mikilla meiðsla en ungu strákarnir kláruðu leikinn með glæsibrag. 18-year old Jayden Danns was born in Liverpool. In only his second appearance at Anfield, he scored his first and second goals for the club to seal their spot in the FA Cup quarterfinals pic.twitter.com/18aArKaiPr— B/R Football (@brfootball) February 28, 2024 Fyrra markið skoraði Danns með laglegri vippu eftir sendingu frá Harvey Elliott og hann skoraði síðan aftur undir lokin eftir að hann fylgdi á eftir skoti Conor Bradley. „Ég gæti ekki verið ánægðari. Þetta er besti dagur lífs míns,“ sagði hinn átján ára gamli Jayden Danns við BBC eftir leikinn. Hann er fæddur í janúar 2006 eða eftir að Liverpool vann endurkomusigurinn í Meistaradeildinni í Istanbul. „Ég hef horft á Liverpool síðan ég var ungur strákur og að skora tvö mörk fyrir framan Kop stúkuna er meira en mig dreymdi um. Ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Danns. „Ég fékk nokkur færi til að skora í úrslitaleiknum í deildabikarnum án þess að nýta þau og ég kom inn á í þessum leik staðráðinn í því að klára næsta færi,“ sagði Danns. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni að fagna marki fyrir framan Kop stúkuna. Þetta er draumur að rætast. Það fyrsta sem kom upp í hugann ver að renna mér á hnjánum. Þetta var ótrúleg upplifun,“ sagði Danns. For the first time in our history, two players aged 18 or younger have scored in the same senior game Take a bow, Lewis Koumas and Jayden Danns pic.twitter.com/0LudjrOxlP— Liverpool FC (@LFC) February 28, 2024 Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira
Danns byrjaði reyndar á varamannabekknum en kom inn á í seinni hálfleiknum og skoraði tvö síðustu mörk Liverpool í leiknum. Liverpool stillti upp hálfgerðu varaliði í leiknum vegna mikilla meiðsla en ungu strákarnir kláruðu leikinn með glæsibrag. 18-year old Jayden Danns was born in Liverpool. In only his second appearance at Anfield, he scored his first and second goals for the club to seal their spot in the FA Cup quarterfinals pic.twitter.com/18aArKaiPr— B/R Football (@brfootball) February 28, 2024 Fyrra markið skoraði Danns með laglegri vippu eftir sendingu frá Harvey Elliott og hann skoraði síðan aftur undir lokin eftir að hann fylgdi á eftir skoti Conor Bradley. „Ég gæti ekki verið ánægðari. Þetta er besti dagur lífs míns,“ sagði hinn átján ára gamli Jayden Danns við BBC eftir leikinn. Hann er fæddur í janúar 2006 eða eftir að Liverpool vann endurkomusigurinn í Meistaradeildinni í Istanbul. „Ég hef horft á Liverpool síðan ég var ungur strákur og að skora tvö mörk fyrir framan Kop stúkuna er meira en mig dreymdi um. Ég gæti ekki verið hamingjusamari,“ sagði Danns. „Ég fékk nokkur færi til að skora í úrslitaleiknum í deildabikarnum án þess að nýta þau og ég kom inn á í þessum leik staðráðinn í því að klára næsta færi,“ sagði Danns. „Ég get eiginlega ekki lýst tilfinningunni að fagna marki fyrir framan Kop stúkuna. Þetta er draumur að rætast. Það fyrsta sem kom upp í hugann ver að renna mér á hnjánum. Þetta var ótrúleg upplifun,“ sagði Danns. For the first time in our history, two players aged 18 or younger have scored in the same senior game Take a bow, Lewis Koumas and Jayden Danns pic.twitter.com/0LudjrOxlP— Liverpool FC (@LFC) February 28, 2024
Enski boltinn Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Villa berst við nágrannana um Disasi Njósnarar enskra stórliða sáu Hákon skína skært Xabi vill sækja liðsstyrk til Pep Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi „Cole, Pep var að spila með þig“ Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Martínez hetja Rauðu djöflanna Sjá meira