Rashford: Þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2024 10:00 Marcus Rashford hefur tjáð sig um þá hörðu gagnrýni sem hann hefur orðið fyrir. Getty/James Baylis Marcus Rashford segir að það sé aldrei hægt að efast um hollustu hans til Manchester United. Enski framherjinn hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir spilamennsku sína á þessu tímabili. Til að bæta gráu ofan á svart þá þurfti knattspyrnustjórinn Erik ten Hag að taka á agavandamálum leikmannsins þegar hann mætti ekki á æfingu eftir skemmtiferð á næturklúbb í Belfast. Rashford skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð en hefur aðeins skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Hann sjálfur telur sig hafa fengið ósanngjarna meðferð frá fjölmiðlum. If you ever question my commitment to Man United, that s when I have to speak up. It s like somebody questioning my entire identity, and everything I stand for as a man. Marcus Rashford, in his own words.https://t.co/dLbQVKJ029— The Players' Tribune (@PlayersTribune) February 29, 2024 „Þegar ég geri mistök, þá er ég sá fyrsti til að rétta upp hendina og viðurkenna að ég þurfi að gera betur. En ef þú efast um hollustu mína til Manchester United þá verð ég að láta í mér heyra,“ sagði Marcus Rashford við Players' Tribune. „Ég ólst hér upp. Ég hef spilað fyrir þetta félag síðan ég var strákur. Fjölskylda mín hafnaði miklum peningum þegar ég var krakki svo að ég gæti spilað fyrir þetta félag,“ skrifaði Rashford. „Þegar þú ferð að efast um hollustu mína til þess félags og ást mína á fótboltanum þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku,“ sagði Rashford. Rashford var lofaður í hástert fyrir baráttu sína fyrir fátæk börn á Manchester svæðinu. Hann sá öðrum fremur til þess að þau fengu áfram mat í skólanum. Rashford telur að sú vinna hans hafi búið til meiri gagnrýni. „Ég var bara að reyna að nota mína rödd til þess að sjá til þess að börnin þurfi ekki að svelta. Ég veit sjálfur nákvæmlega hvernig það er. Af einhverjum ástæðum þá virtist það fara í taugarnar á sumu fólki,“ sagði Rashford. „Það lítur út fyrir það að þau hafi hreinlega verið að bíða eftir mannlegu atviki svo þau geti bent fingrinum á mig og sagt: Sjáið. Svona er hann í alvörunni,“ sagði Rashford. The stuff that gets written about me 90% of it is false. The problem is when people start to believe them. Marcus Rashford opens up on his journey, the media and his hopes for the rest of the season. pic.twitter.com/HCILy8ia5c— Players' Tribune Football (@TPTFootball) February 29, 2024 Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira
Til að bæta gráu ofan á svart þá þurfti knattspyrnustjórinn Erik ten Hag að taka á agavandamálum leikmannsins þegar hann mætti ekki á æfingu eftir skemmtiferð á næturklúbb í Belfast. Rashford skoraði þrjátíu mörk á síðustu leiktíð en hefur aðeins skorað fimm mörk í öllum keppnum á þessari leiktíð. Hann sjálfur telur sig hafa fengið ósanngjarna meðferð frá fjölmiðlum. If you ever question my commitment to Man United, that s when I have to speak up. It s like somebody questioning my entire identity, and everything I stand for as a man. Marcus Rashford, in his own words.https://t.co/dLbQVKJ029— The Players' Tribune (@PlayersTribune) February 29, 2024 „Þegar ég geri mistök, þá er ég sá fyrsti til að rétta upp hendina og viðurkenna að ég þurfi að gera betur. En ef þú efast um hollustu mína til Manchester United þá verð ég að láta í mér heyra,“ sagði Marcus Rashford við Players' Tribune. „Ég ólst hér upp. Ég hef spilað fyrir þetta félag síðan ég var strákur. Fjölskylda mín hafnaði miklum peningum þegar ég var krakki svo að ég gæti spilað fyrir þetta félag,“ skrifaði Rashford. „Þegar þú ferð að efast um hollustu mína til þess félags og ást mína á fótboltanum þá verð ég bara að biðja um meiri manngæsku,“ sagði Rashford. Rashford var lofaður í hástert fyrir baráttu sína fyrir fátæk börn á Manchester svæðinu. Hann sá öðrum fremur til þess að þau fengu áfram mat í skólanum. Rashford telur að sú vinna hans hafi búið til meiri gagnrýni. „Ég var bara að reyna að nota mína rödd til þess að sjá til þess að börnin þurfi ekki að svelta. Ég veit sjálfur nákvæmlega hvernig það er. Af einhverjum ástæðum þá virtist það fara í taugarnar á sumu fólki,“ sagði Rashford. „Það lítur út fyrir það að þau hafi hreinlega verið að bíða eftir mannlegu atviki svo þau geti bent fingrinum á mig og sagt: Sjáið. Svona er hann í alvörunni,“ sagði Rashford. The stuff that gets written about me 90% of it is false. The problem is when people start to believe them. Marcus Rashford opens up on his journey, the media and his hopes for the rest of the season. pic.twitter.com/HCILy8ia5c— Players' Tribune Football (@TPTFootball) February 29, 2024
Enski boltinn Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Sjá meira