„Viðbrögð leikmanna voru frábær“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. mars 2024 23:01 Ange var sáttur með leikmenn sína. Atkins/Getty Images Tottenham Hotspur lenti undir gegn Crystal Palace í ensku úrvalsdeild karla í dag. Heimamenn létu það ekki á sig fá og unnu á endanum 3-1 sigur sem heldur Meistaradeildarvonum liðsins á lífi. „Þrautseigja, smá gæði og trú. Þetta var ekki auðveldur leikur þar sem þeir sátu svo neðarlega. Við þurfum mark til að opna þá upp en þeir voru samt yfirvegaðir og agaðir,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, eftir leik. „Markið sem Palace skoraði var eina skiptið sem þeir komu boltanum inn á okkar vallarhelming. Viðbrögð leikmanna voru frábær,“ sagði Ange en Tottenham skoraði tvívegis á þremur mínútum áður en þeirra helsti markaskorari gulltryggði sigurinn. „Þetta var leikur sem við hefðum átt að vinna með meiri yfirburðum en við trúðum allan tímann og létum það ekki á okkur fá þó hlutirnir væru ekki að falla með okkur. Við vorum frábærir andlega í dag.“ Timo Werner skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham í dag. „Mörk eru alltaf mikilvæg fyrir sóknarmenn. Mér fannst hann spila vel í dag. Hann missti aldrei trúnna og komst í rétt svæði,“ sagði Ange um frammistöðu Þjóðverjans ásamt því að hrósa Brennan Johnson sem lagði upp mark Werners. „Á svona augnablikum þarftu leiðtoga og mörkin þrjú komu öll þökk sé leiðtogunum sem við höfum í hópnum. Son-Heung Min átti sitt mark skilið, hann lagði svo hart að sér. Það er leikmaðurinn sem þú vilt að fái boltann,“ sagði Ange að endingu. Eftir sigurinn er Tottenham með 50 stig í 5. sæti deildarinnar, fimm minna en Villa sem situr sæti ofar þegar 12 umferðir eru eftir af leiktíðinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira
„Þrautseigja, smá gæði og trú. Þetta var ekki auðveldur leikur þar sem þeir sátu svo neðarlega. Við þurfum mark til að opna þá upp en þeir voru samt yfirvegaðir og agaðir,“ sagði Ange Postecoglou, þjálfari Tottenham, eftir leik. „Markið sem Palace skoraði var eina skiptið sem þeir komu boltanum inn á okkar vallarhelming. Viðbrögð leikmanna voru frábær,“ sagði Ange en Tottenham skoraði tvívegis á þremur mínútum áður en þeirra helsti markaskorari gulltryggði sigurinn. „Þetta var leikur sem við hefðum átt að vinna með meiri yfirburðum en við trúðum allan tímann og létum það ekki á okkur fá þó hlutirnir væru ekki að falla með okkur. Við vorum frábærir andlega í dag.“ Timo Werner skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham í dag. „Mörk eru alltaf mikilvæg fyrir sóknarmenn. Mér fannst hann spila vel í dag. Hann missti aldrei trúnna og komst í rétt svæði,“ sagði Ange um frammistöðu Þjóðverjans ásamt því að hrósa Brennan Johnson sem lagði upp mark Werners. „Á svona augnablikum þarftu leiðtoga og mörkin þrjú komu öll þökk sé leiðtogunum sem við höfum í hópnum. Son-Heung Min átti sitt mark skilið, hann lagði svo hart að sér. Það er leikmaðurinn sem þú vilt að fái boltann,“ sagði Ange að endingu. Eftir sigurinn er Tottenham með 50 stig í 5. sæti deildarinnar, fimm minna en Villa sem situr sæti ofar þegar 12 umferðir eru eftir af leiktíðinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Sjá meira