Pep segir Foden besta leikmann deildarinnar um þessar mundir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2024 19:01 Pep Guardiola í leik dagsins. EPA-EFE/ASH ALLEN Pep Guardiola segir Phil Foden besta leikmann ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir. Foden skoraði tvívegis í 3-1 endurkomusigri Man City á Manchester United í dag. „Það hefði ekki verið gott hefði okkur ekki tekist að vinna leikinn. Úrslitin voru í takt við frammistöðuna sem var virkilega góð.“ „Við byrjuðum virkilega vel en eftir sjö mínútur kom fyrsti langi boltinn inn fyrir og við vorum ekki í réttri línu. Við vorum aðeins stressaðri á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik en allt í allt var þetta virkilega góður leikur.“ „Þeir eru lið sem er byggt fyrir skyndisóknir og þeir geta drepið þig með slíkum sóknum. Þess vegna máttu ekki tapa boltanum. Ef við sækjum en erum ekki í góðri stöðu þá hefðu þeir getað sótt hratt og skorað seinna markið, það hefði gert leikinn erfiðari.“ Phil Foden hefur verið í aðalhlutverki hjá Man City á leiktíðinni. Hann hefur nú skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Phil Foden var frábær í dag.Michael Regan/Getty Images „Þetta snýst um fjölda leikja sem hann spilar. Hann hefur alltaf verið hæfileikaríkur leikmaður en nú er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað í gegnum miðjuna, úti hægra megin sem og vinstra megin. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ótrúlegur.“ „Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri gleði en allt hitt sem hann gerir. Við þurfum hins vegar ekkert að ræða varnarvinnuna. Þeir sem sinna henni ekki detta úr liðinu. Hann elskar fótbolta, hann lifir fyrir fótbolta. Það er gaman að vinna með honum og hann leggur gríðarlega hart að sér.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stýrt því sem Liverpool, Arsenal eða Aston Villa gera. Þetta snýst um okkur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna í dag, og munum reyna að gera það á miðvikudaginn og næsta sunnudag. Þetta lið er goðsagnakennt.“ „Hvort okkur tekst að vinna titilinn veit ég ekki. Við erum í dag með fleiri stig en á sama tíma í fyrra. Munurinn er Liverpool og sá fjöldi stiga sem liðið er með núna miðað við á síðustu leiktíð. Þegar andstæðingur spilar svona vel óska ég þeim til hamingju. Við munum halda áfram, einn leik í einu,“ sagði Pep að lokum. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira
„Það hefði ekki verið gott hefði okkur ekki tekist að vinna leikinn. Úrslitin voru í takt við frammistöðuna sem var virkilega góð.“ „Við byrjuðum virkilega vel en eftir sjö mínútur kom fyrsti langi boltinn inn fyrir og við vorum ekki í réttri línu. Við vorum aðeins stressaðri á síðasta þriðjung í fyrri hálfleik en allt í allt var þetta virkilega góður leikur.“ „Þeir eru lið sem er byggt fyrir skyndisóknir og þeir geta drepið þig með slíkum sóknum. Þess vegna máttu ekki tapa boltanum. Ef við sækjum en erum ekki í góðri stöðu þá hefðu þeir getað sótt hratt og skorað seinna markið, það hefði gert leikinn erfiðari.“ Phil Foden hefur verið í aðalhlutverki hjá Man City á leiktíðinni. Hann hefur nú skorað 11 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Phil Foden var frábær í dag.Michael Regan/Getty Images „Þetta snýst um fjölda leikja sem hann spilar. Hann hefur alltaf verið hæfileikaríkur leikmaður en nú er hann þroskaðri og skilur leikinn betur, sérstaklega varnarlega. Hann getur spilað í gegnum miðjuna, úti hægra megin sem og vinstra megin. Hvað get ég sagt? Hann er besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Ótrúlegur.“ „Þegar hann skorar tvö mörk þá veitir það mér meiri gleði en allt hitt sem hann gerir. Við þurfum hins vegar ekkert að ræða varnarvinnuna. Þeir sem sinna henni ekki detta úr liðinu. Hann elskar fótbolta, hann lifir fyrir fótbolta. Það er gaman að vinna með honum og hann leggur gríðarlega hart að sér.“ Um titilbaráttuna „Þetta snýst um okkur. Við getum ekki stýrt því sem Liverpool, Arsenal eða Aston Villa gera. Þetta snýst um okkur. Við gerðum það sem þurfti til að vinna í dag, og munum reyna að gera það á miðvikudaginn og næsta sunnudag. Þetta lið er goðsagnakennt.“ „Hvort okkur tekst að vinna titilinn veit ég ekki. Við erum í dag með fleiri stig en á sama tíma í fyrra. Munurinn er Liverpool og sá fjöldi stiga sem liðið er með núna miðað við á síðustu leiktíð. Þegar andstæðingur spilar svona vel óska ég þeim til hamingju. Við munum halda áfram, einn leik í einu,“ sagði Pep að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Fleiri fréttir Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Sjá meira