Forsetinn til rannsóknar fyrir meinta tilraun til að eiga við úrslit Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 20:31 Mohammed ben Sulayem, forseti FIA, er sakaður um að eiga við úrslit. Vísir/Getty Mohammed Ben Sulayem, forseti FIA, Alþjóða akstursíþróttasambandsins, er til rannsóknar vegna meintrar tilraunar til að eiga við úrslit kappaksturs í Formúlu 1. FIA barst ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft hringt í Sjeik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skildi dregin til baka. BREAKING 🚨FIA president Mohammed Ben Sulayem is under investigation for allegedly interfering over an F1 race result.Story below ⬇️ pic.twitter.com/yiHZAEhAb5— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Alonso hafði þá fengið tíu sekúndna refsingu fyrir það að lið hans hafði nýtt áður útgefna fimm sekúndna refsingu til að vinna í bíl Spánverjans. Í skýrslunni, sem siðanefnd FIA hefur undir höndunum, kemur fram að uppljóstrarinn segi að Ben Sulayem hafi „krafist þess að framkvæmdaaðilar kappakstursins myndu snúa ákvörðuninni við.“ Búist er við því að siðanefnd FIA muni taka sér fjórar til sex vikur til að skila eigin skýrslu um málið. Refsingin sem Alonso fékk felldi hann af verðlaunapalli og hann kom fjórði í mark í kappakstrinum í Sádi-Arabíu, en eftir að ákvörðuninni var snúið við hafnaði Alonso í þriðja sæti. Akstursíþróttir Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
FIA barst ábending frá ónafngreindum uppljóstrara þar sem Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári. Ben Sulayem er sakaður um að hafa haft hringt í Sjeik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skildi dregin til baka. BREAKING 🚨FIA president Mohammed Ben Sulayem is under investigation for allegedly interfering over an F1 race result.Story below ⬇️ pic.twitter.com/yiHZAEhAb5— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Alonso hafði þá fengið tíu sekúndna refsingu fyrir það að lið hans hafði nýtt áður útgefna fimm sekúndna refsingu til að vinna í bíl Spánverjans. Í skýrslunni, sem siðanefnd FIA hefur undir höndunum, kemur fram að uppljóstrarinn segi að Ben Sulayem hafi „krafist þess að framkvæmdaaðilar kappakstursins myndu snúa ákvörðuninni við.“ Búist er við því að siðanefnd FIA muni taka sér fjórar til sex vikur til að skila eigin skýrslu um málið. Refsingin sem Alonso fékk felldi hann af verðlaunapalli og hann kom fjórði í mark í kappakstrinum í Sádi-Arabíu, en eftir að ákvörðuninni var snúið við hafnaði Alonso í þriðja sæti.
Akstursíþróttir Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Golf Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Enski boltinn Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira