Lífseigir skaflar á ábyrgð eigenda Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. mars 2024 14:00 Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. stöð 2 Snjóskaflar sem standa í borgarlandinu verða ekki fjarlægðir nema þeir ógni umferðaröryggi. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hvetur fólk til að láta borgina vita ef snjóhrúga veldur ama. Það mætti halda að fréttamaður stæði fyrir framan fallegan fjallgarð á Austurlandi en svo er ekki. Undirrituð er stödd í Reykjavík hjá stærðarinnar snjóskafli og þeir eru víða í borginni. Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. Snjóskaflarnir eru sem fyrr segir víða og valda flestir ekki miklum ama þó dæmi séu um það. Við Suðurlandsbraut má til að mynda sjá snjóskafl þekja fjögur til fimm bílastæði. Það virðist þó ekki stoppa ökumenn bíla sem reyna að leggja ofan á skaflinum til að sinna erindum á svæðinu, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni. Þessi skafl þekur nokkur bílastæði, sem virðist reyndar ekki stöðva ökumann bíls sem leggur ofan á skaflinum.stöð 2 Þar má líka sjá hvernig stærðarinnar snjóskafl blasir við ökumönnum sem keyra Suðurlandsbraut í átt að Hallarmúla sem gerir það að verkum að ökumenn sjá illa bíla sem aka úr gagnstæðri átt. Þessi snjóskafl skyggir á þá bíla sem koma frá Hallarmúla inn á bílastæðin við Suðurlandsbraut.stöð 2 Staðsetningin skiptir máli Ofangreindir skaflar eru ekki í borgarlandinu og því undir eigendum bílastæðisins á Suðurlandsbraut komið hvort þeir verði fjarlægðir að sögn skrifstofustjóra hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborg. Engin leið er þó að vita hvort snjónum hafi verið mokað af borgarlandi á blettinn eða af einkalóð á svæðið. Skrifstofustjórinn segir að almennt standi ekki til að fjarlægja snjóhrúgur í borgarlandinu nema í þeim tilfellum þar sem þær ógna öryggi eða útsýni. „Alltaf ef þetta veldur einhvers konar öryggisógn, skerði sjónlínur á gatnamótum þannig að það sé umferðaröryggi sem sé ógnað,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þessi skafl er á bílastæðinu við Vinabæ.stöð 2 Látnir bráðna Beðið verði eftir því að snjóskaflarnir bráðni en Hjalti hvetur borgarbúa til að láta vita ef skafl ógnar öryggi. „Senda endilega á ábendingavef borgarinnar og þá munum við skoða málin og sjá hvort þetta falli undir það að fjarlægja og við gerum það þá fljótt og vel.“ Snjómokstur Reykjavík Umferð Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Það mætti halda að fréttamaður stæði fyrir framan fallegan fjallgarð á Austurlandi en svo er ekki. Undirrituð er stödd í Reykjavík hjá stærðarinnar snjóskafli og þeir eru víða í borginni. Eftir snjóþungan vetur virðist vorið á næsta leyti, þar til maður sér næstu snjóhrúgu og er rækilega minntur á veðurfarið á Íslandi. Snjóskaflarnir eru sem fyrr segir víða og valda flestir ekki miklum ama þó dæmi séu um það. Við Suðurlandsbraut má til að mynda sjá snjóskafl þekja fjögur til fimm bílastæði. Það virðist þó ekki stoppa ökumenn bíla sem reyna að leggja ofan á skaflinum til að sinna erindum á svæðinu, líkt og sjá má í sjónvarpsfréttinni. Þessi skafl þekur nokkur bílastæði, sem virðist reyndar ekki stöðva ökumann bíls sem leggur ofan á skaflinum.stöð 2 Þar má líka sjá hvernig stærðarinnar snjóskafl blasir við ökumönnum sem keyra Suðurlandsbraut í átt að Hallarmúla sem gerir það að verkum að ökumenn sjá illa bíla sem aka úr gagnstæðri átt. Þessi snjóskafl skyggir á þá bíla sem koma frá Hallarmúla inn á bílastæðin við Suðurlandsbraut.stöð 2 Staðsetningin skiptir máli Ofangreindir skaflar eru ekki í borgarlandinu og því undir eigendum bílastæðisins á Suðurlandsbraut komið hvort þeir verði fjarlægðir að sögn skrifstofustjóra hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborg. Engin leið er þó að vita hvort snjónum hafi verið mokað af borgarlandi á blettinn eða af einkalóð á svæðið. Skrifstofustjórinn segir að almennt standi ekki til að fjarlægja snjóhrúgur í borgarlandinu nema í þeim tilfellum þar sem þær ógna öryggi eða útsýni. „Alltaf ef þetta veldur einhvers konar öryggisógn, skerði sjónlínur á gatnamótum þannig að það sé umferðaröryggi sem sé ógnað,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri hjá vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar. Þessi skafl er á bílastæðinu við Vinabæ.stöð 2 Látnir bráðna Beðið verði eftir því að snjóskaflarnir bráðni en Hjalti hvetur borgarbúa til að láta vita ef skafl ógnar öryggi. „Senda endilega á ábendingavef borgarinnar og þá munum við skoða málin og sjá hvort þetta falli undir það að fjarlægja og við gerum það þá fljótt og vel.“
Snjómokstur Reykjavík Umferð Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira