Grimm skot á milli Haalands og Trents: „Hann má tala eins og hann vill“ Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2024 22:46 Erling Haaland og Trent Alexander-Arnold í baráttunni fyrr á leiktíðinni. Getty/Shaun Botterill Það er farið að hitna í kolunum fyrir risaleikinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á sunnudag, þegar Liverpool og Manchester City mætast í leik sem gæti ráðið miklu um hvaða lið verður Englandsmeistari í ár. Trent Alexander-Arnold virðist hafa hleypt illu blóði í City-menn með viðtali sínu við Four Four Two. Þar sagði hann titla Liverpool hafa meiri þýðingu fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins en titlar Manchester City hefðu fyrir City-menn, og sagði skýringuna þann fjárhagslega mun sem væri á félögunum. Erling Haaland svaraði þessu í viðtali við Sky Sports í dag og sagði Alexander-Arnold mega tjá sig eins og hann vildi, en að hann hefði unnið þrennuna á fyrsta tímabili sínu með City og að þeirri tilfinningu hefði enski bakvörðurinn aldrei kynnst. Ekki það sama að vinna titla með Liverpool og City? „Þetta er erfitt. Við eigum í höggi við vél sem var sett saman til þess að vinna – ég held að það sé einfaldasta leiðin til að lýsa City og félaginu á bakvið það,“ sagði Alexander-Arnold í fyrrgreindu viðtali og bætti við: „Ef að maður horfir til baka á síðustu ár þá er það þannig að þó að þeir hafi unnið fleiri titla en við, og líklega notið betri árangurs, þá hafa titlarnir okkar meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna fjárhagslegu stöðunnar sem þessi félög eru í. Það hvernig félögin hafa byggt upp sín lið, og með hvaða hætti við höfum gert það, hefur örugglega meiri þýðingu fyrir okkar stuðningsmenn.“ "I've been here one year and I won the treble. It was quite a nice feeling and I don't think he knows exactly this feeling" Erling Haaland responds to Trent Alexander-Arnold's comments saying Liverpool's trophies 'mean more' to them and their fans than Man City's pic.twitter.com/em1jod3TSW— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 7, 2024 „Held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu“ Haaland var svo spurður út í þessi ummæli og virtist fátt um finnast. „Ef hann vill segja þetta þá er það bara þannig. Ég er búinn að vera hérna í eitt ár og vinna þrennuna og það var ansi góð tilfinning. Ég held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu. Svo já, þannig leið mér á síðustu leiktíð og það var ansi gott. Þeir geta talað eins mikið og þeir vilja, eða hann getur talað eins mikið og hann vill. Ég veit ekki af hverju hann gerir það en mér er alveg sama,“ sagði Haaland sem býst við frábærum leik á sunnudaginn. Sem stendur er Liverpool á toppi deildarinnar, stigi á undan City, en Arsenal gæti laumað sér á toppinn á laugardaginn, í sólarhring að minnsta kosti, með sigri gegn Brentford. Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira
Trent Alexander-Arnold virðist hafa hleypt illu blóði í City-menn með viðtali sínu við Four Four Two. Þar sagði hann titla Liverpool hafa meiri þýðingu fyrir leikmenn og stuðningsmenn liðsins en titlar Manchester City hefðu fyrir City-menn, og sagði skýringuna þann fjárhagslega mun sem væri á félögunum. Erling Haaland svaraði þessu í viðtali við Sky Sports í dag og sagði Alexander-Arnold mega tjá sig eins og hann vildi, en að hann hefði unnið þrennuna á fyrsta tímabili sínu með City og að þeirri tilfinningu hefði enski bakvörðurinn aldrei kynnst. Ekki það sama að vinna titla með Liverpool og City? „Þetta er erfitt. Við eigum í höggi við vél sem var sett saman til þess að vinna – ég held að það sé einfaldasta leiðin til að lýsa City og félaginu á bakvið það,“ sagði Alexander-Arnold í fyrrgreindu viðtali og bætti við: „Ef að maður horfir til baka á síðustu ár þá er það þannig að þó að þeir hafi unnið fleiri titla en við, og líklega notið betri árangurs, þá hafa titlarnir okkar meiri þýðingu fyrir okkur og stuðningsmennina vegna fjárhagslegu stöðunnar sem þessi félög eru í. Það hvernig félögin hafa byggt upp sín lið, og með hvaða hætti við höfum gert það, hefur örugglega meiri þýðingu fyrir okkar stuðningsmenn.“ "I've been here one year and I won the treble. It was quite a nice feeling and I don't think he knows exactly this feeling" Erling Haaland responds to Trent Alexander-Arnold's comments saying Liverpool's trophies 'mean more' to them and their fans than Man City's pic.twitter.com/em1jod3TSW— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 7, 2024 „Held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu“ Haaland var svo spurður út í þessi ummæli og virtist fátt um finnast. „Ef hann vill segja þetta þá er það bara þannig. Ég er búinn að vera hérna í eitt ár og vinna þrennuna og það var ansi góð tilfinning. Ég held að hann hafi ekki kynnst þeirri tilfinningu. Svo já, þannig leið mér á síðustu leiktíð og það var ansi gott. Þeir geta talað eins mikið og þeir vilja, eða hann getur talað eins mikið og hann vill. Ég veit ekki af hverju hann gerir það en mér er alveg sama,“ sagði Haaland sem býst við frábærum leik á sunnudaginn. Sem stendur er Liverpool á toppi deildarinnar, stigi á undan City, en Arsenal gæti laumað sér á toppinn á laugardaginn, í sólarhring að minnsta kosti, með sigri gegn Brentford.
Enski boltinn Mest lesið Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Fótbolti Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ Handbolti Fimmtán tekjuhæstu íþróttakonur heims allar með meira en milljarð Sport Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Handbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Undirbýr Liverpool líf án Salah? Arsenal minnti á Víking: „Ég elska svona mörk“ Fantasýn: Flaug upp töfluna og fékk „jólabónus“ Útskýrði af hverju hann valdi ekki Salah í fyrsta sinn Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Sjá meira