Sigurgeir: Ekki það fallegasta en geggjuð úrslit Andri Már Eggertsson skrifar 7. mars 2024 22:48 Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Anton Brink Stjarnan hafði betur gegn Selfyssingum með minnsta mun í framlengdum leik 26-25. Sigurgeir Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, var afar ánægður með sigurinn og þá staðreynd að hans lið muni mæta Val í úrslitum Powerade-bikarsins. „Þetta var ekki það fallegasta en þetta var geggjað. Varnarleikurinn var helvíti flottur í seinni hluta síðari hálfleiks eftir að við breyttum. En að sama skapi var erfitt hjá okkur sóknarlega og við þurfum að skoða það fyrir laugardaginn,“ sagði Sigurgeir sem var strax kominn með hugann á bikarúrslitaleikinn. Leikurinn var kaflaskiptur og að mati Sigurgeirs var leikur Stjörnunnar upp og ofan en hann var svekktastur með hvernig Stjarnan spilaði undir lok síðari hálfleiks. „Við lentum 2-3 mörkum undir og náðum að vinna það upp og komast yfir. Svona var leikurinn og þetta var sennilega skemmtilegasti undanúrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum. Við vildum hafa þetta öruggara en þetta var geggjað svona.“ „Það vantaði klókindi hjá okkur en mér fannst við í góðum málum þegar við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna. Við vorum að spila góða vörn en þurftum að finna lausnir sóknarlega.“ Sigurgeir var ánægður með að Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni og að hans mati gerði það útslagið. „Það var gríðarlega mikilvægt. Það var ekki bara að komast tveimur mörkum yfir heldur líka þetta andlega sem kom með. Það var gríðarlega mikilvægt að byrja sterkt.“ Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn en hvaða áhrif mun það hafa að Stjarnan spilaði framlengdan leik. „Ég ætla ekki að væla yfir því. Við fáum einn dag í hvíld og við ætlum að taka góða endurheimt. Það verður allt öðruvísi leikur en það er stutt síðan við spiluðum við þær og við stóðum okkur ágætlega,“ sagði Sigurgeir Jónsson að lokum Stjarnan Powerade-bikarinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Sjá meira
„Þetta var ekki það fallegasta en þetta var geggjað. Varnarleikurinn var helvíti flottur í seinni hluta síðari hálfleiks eftir að við breyttum. En að sama skapi var erfitt hjá okkur sóknarlega og við þurfum að skoða það fyrir laugardaginn,“ sagði Sigurgeir sem var strax kominn með hugann á bikarúrslitaleikinn. Leikurinn var kaflaskiptur og að mati Sigurgeirs var leikur Stjörnunnar upp og ofan en hann var svekktastur með hvernig Stjarnan spilaði undir lok síðari hálfleiks. „Við lentum 2-3 mörkum undir og náðum að vinna það upp og komast yfir. Svona var leikurinn og þetta var sennilega skemmtilegasti undanúrslitaleikurinn í Powerade-bikarnum. Við vildum hafa þetta öruggara en þetta var geggjað svona.“ „Það vantaði klókindi hjá okkur en mér fannst við í góðum málum þegar við fórum inn í klefa fyrir framlenginguna. Við vorum að spila góða vörn en þurftum að finna lausnir sóknarlega.“ Sigurgeir var ánægður með að Stjarnan tók frumkvæðið í framlengingunni og að hans mati gerði það útslagið. „Það var gríðarlega mikilvægt. Það var ekki bara að komast tveimur mörkum yfir heldur líka þetta andlega sem kom með. Það var gríðarlega mikilvægt að byrja sterkt.“ Stjarnan mætir Val í úrslitum Powerade-bikarsins á laugardaginn en hvaða áhrif mun það hafa að Stjarnan spilaði framlengdan leik. „Ég ætla ekki að væla yfir því. Við fáum einn dag í hvíld og við ætlum að taka góða endurheimt. Það verður allt öðruvísi leikur en það er stutt síðan við spiluðum við þær og við stóðum okkur ágætlega,“ sagði Sigurgeir Jónsson að lokum
Stjarnan Powerade-bikarinn Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Enski boltinn Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti „Hræddir erum við ekki“ Sport Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Fleiri fréttir Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur „Hræddir erum við ekki“ Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin og Bónus-deild kvenna Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Þrjú gull og sjö íslensk verðlaun á Norðurlandamótinu í MMA Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Ráku þjálfarann eftir enn ein vonbrigðin Guéhi genginn til liðs við City „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Bað um að fara frá Keflavík Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Jón Erik skíðaði sig inn á Ólympíuleikana Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Sjá meira