Áfall fyrir Ferrari: Sainz á leið í aðgerð - Keppir ekki um helgina Aron Guðmundsson skrifar 8. mars 2024 11:44 Carlos Sainz, ökumaður Formúlu 1 liðs Ferrari verður fjarri góðu gamni í Sádi-Arabíu um helgina Vísir/Getty Carlos Sainz, annar ökumanna Formúlu 1 liðs Ferrari, hefur verið greindur með botnlangabólgu og þarf að gangast undir aðgerð vegna hennar. Hann mun því ekki aka bíl Ferrari þessa keppnishelgina. Frá þessu greinir Ferrari í yfirlýsingu en í stað Sainz mun þróunarökumaðurinn Oliver Bearman þreyta frumraun sína fyrir þetta sögufræga lið í Formúlu 1. Kepp er á krefjandi götubraut í Sádi-Arabíu þessa helgina og er um að ræða eina erfiðustu braut keppnisdagatalsins í Formúlu 1. Bearman fær því ansi verðugt verkefni í hendurnar en tímatökur fyrir keppni morgundagsins fara fram síðar í dag. Oliver Bearman er 18 ára gamall breskur ökumaður sem hefur ekið í undirmótaröðum Formúlu 1 og keppir nú einnig í Formúlu 2 mótaröðinni. Hann bar sigur úr býtum í ítölsku útgáfu Formúlu 4 mótaraðarinnar árið 2021 og stóð einnig uppi sem meistari í ADAC Formúlu 4 mótaröðinni það sama ár. Það mun mæða mikið á Oliver Bearman (til hægri) um helginaVísir/Getty Árið 2021 var árið hans Bearman en eftir árangur sinn í Fomrúlu 4 gerði hann samning við Ferrari ökumannsakademíuna. Í október ók Bearman í fyrsta sinn Formúlu 1 bíl ítalska risans í prófunum í Fiorano á Ítalíu. Þá hefur hann ekið fyrir systurlið Ferrari, Haas, á æfingum fyrir kappaksturinn í Mexíkó á síðasta ári og eftir síðustu keppni 2023 tímabilsins ók hann í prófunum fyrir Ferrari í Abu Dhabi. Um áfall er að ræða fyrir Carlos Sainz sem heldur nú í aðgerð. Spánverjinn fór vel af stað og kom sér á verðlaunapall í fyrstu keppni ársins í Barein um síðustu helgi. Óvíst er á þessari stundu hversu lengi hann verður frá. Carlos Sainz has been diagnosed with appendicitis and will require surgery. As from FP3 and for the rest of this weekend, he will be replaced by reserve driver Oliver Bearman. Oliver will therefore take no further part in this round of the F2 Championship. The Ferrari family pic.twitter.com/zePBeZlJED— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) March 8, 2024 Vodafone Sport er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Bein útsending frá tímatökum fyrir Sádi-Arabíu kappskturinn hefst í dag klukkan 16:55. Kappaksturinn sjálfur er síðan sýndur í beinni útsendingu klukkan hálf fimm á morgun. Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Frá þessu greinir Ferrari í yfirlýsingu en í stað Sainz mun þróunarökumaðurinn Oliver Bearman þreyta frumraun sína fyrir þetta sögufræga lið í Formúlu 1. Kepp er á krefjandi götubraut í Sádi-Arabíu þessa helgina og er um að ræða eina erfiðustu braut keppnisdagatalsins í Formúlu 1. Bearman fær því ansi verðugt verkefni í hendurnar en tímatökur fyrir keppni morgundagsins fara fram síðar í dag. Oliver Bearman er 18 ára gamall breskur ökumaður sem hefur ekið í undirmótaröðum Formúlu 1 og keppir nú einnig í Formúlu 2 mótaröðinni. Hann bar sigur úr býtum í ítölsku útgáfu Formúlu 4 mótaraðarinnar árið 2021 og stóð einnig uppi sem meistari í ADAC Formúlu 4 mótaröðinni það sama ár. Það mun mæða mikið á Oliver Bearman (til hægri) um helginaVísir/Getty Árið 2021 var árið hans Bearman en eftir árangur sinn í Fomrúlu 4 gerði hann samning við Ferrari ökumannsakademíuna. Í október ók Bearman í fyrsta sinn Formúlu 1 bíl ítalska risans í prófunum í Fiorano á Ítalíu. Þá hefur hann ekið fyrir systurlið Ferrari, Haas, á æfingum fyrir kappaksturinn í Mexíkó á síðasta ári og eftir síðustu keppni 2023 tímabilsins ók hann í prófunum fyrir Ferrari í Abu Dhabi. Um áfall er að ræða fyrir Carlos Sainz sem heldur nú í aðgerð. Spánverjinn fór vel af stað og kom sér á verðlaunapall í fyrstu keppni ársins í Barein um síðustu helgi. Óvíst er á þessari stundu hversu lengi hann verður frá. Carlos Sainz has been diagnosed with appendicitis and will require surgery. As from FP3 and for the rest of this weekend, he will be replaced by reserve driver Oliver Bearman. Oliver will therefore take no further part in this round of the F2 Championship. The Ferrari family pic.twitter.com/zePBeZlJED— Scuderia Ferrari (@ScuderiaFerrari) March 8, 2024 Vodafone Sport er heimili Formúlu 1 á Íslandi. Bein útsending frá tímatökum fyrir Sádi-Arabíu kappskturinn hefst í dag klukkan 16:55. Kappaksturinn sjálfur er síðan sýndur í beinni útsendingu klukkan hálf fimm á morgun.
Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti